Vörður


Vörður - 27.11.1926, Síða 1

Vörður - 27.11.1926, Síða 1
Ritstjóri og ábyrgð armaður Kvistján Albertson Túngöíu 18. Útj&'efraiiíii: Miðstfóru íhaldsflokksine. IV. ár. Reykjavík 27. nov. 1 Vi'-iíi. Afgreiðslu- og inr.- heimtumaður Ásgeir Magnússoti kennari. 4». l*laö. Trotsky, fyrv. hermálaráðherra, ávarpar liðsveit. i Rússland. t Lok vinnudeiíunnar á Englandi. Frá London er siinað 21. þ. m., að fulltrúafundur kolanáma- manna hafi samþykt að fela námamönnum í öllum hjeruðum að reyna að gera (jjersamninga við vinnuveitendur. Sama dag 1 tókust slíkir sainningar í Nott- inghamshir. Er búist við þvi að öllum samningum verði lokið fyr- ir þessa helgi. Hátt á 5. hundrað þús. manna er nú aftur komið til vinnu. Myndin yfir þessum línum er af kröfugöngu námamanna í einni af iðnaðarborgum Englands nú fyrir skemstu. A fánana eru rituð eggjunarorð um samheldni og úthald. Meðan stórveldin í Mið- og Vestur-Evrópu hafa unnið að því að efla Þjóðabandalagið, tryggja með samningum varan- legan frið með sjer og undirbúa þannig alinenna afvopnun, hefir rússneska ráosstjórnin á síðari áruin reynt að veikja bandalag- Stalin. ið á allan hátt og jafnframt lagt mikið kapp á að auka vigbúnað sinn til lands og sjávar. Hundr- uð liðsforingja útskrifast árlega úr herskólum Bolsjevikanna og í riti og ræðu láta þeir við öll tæki- færi mikið af herstyrk sinum. í haust hjelt rússneski flotinn miklar æfingar í Eystrarsalti. Var því lýst yfir á eftir, að sann- ust hefði að flotinn væri þess íullfær að verja Leningrad og uðrar hafnir Rússlands gegn bvaða stórveld? sem væri. Jafn- framt tilkyntu stjórnmálamenn Bolsjevika heiminum enn á ný, hver væri ástæða til vígbúnaðar Hússa — þeif vissu að Englend- ingar og Frakkar biðu með ó- þreyju tækifæris til þess að ráð- ast á Rússland. Það má vel vera að Bolsjevikarnir trúi því í ein- lægni að svo sje, en hitt er vist, að hvergi um heim nema i Rúss- landi er talið að því stafi nokk- ur liætta af fransk-enskum ó- f r i ðar-f yr irætl u num. Allar þær þjóðir, sem á síð- ustu mannsöldrum hafa farið geystast í vígbúnaði -og þar með stofnað heiminum í voða, hafa afsakað sig með því, að þeim stafaði hætta af öðrum rikjum. Engin hefir þótst vilja fjand- skapast við aðrar þjóðir að fyrra bragði. Þeii' sem ekki trúa á einlægni Bolsjevikanna, þegar þeir tala um fransk-ensku hætt- una, hljóta að spyrja, hverjar muni vera hinar sönnu ástæður til herbúnaðar Rússa. Eru þeir að undirbúa landvinninga í Asíu, eða ætla þeir að ná sjer niðri á Finnum, Pólverjum eða Eystra- saltsrikjunum nýju? Eða er leikurinn aðeins til þess gerður, að blekkja rússnesku þjóðina sjálfa á tímum sundur- lyndis og innri valdabgráttu? Á slíkum tímum hefir oft verið til þess gripið að reyna að hvetja til einingar og samtaka með því að gera aðrar þjóðir tortryggilegar og bregða upp ægilegum mynd- uin af þeirri hættu, sem af þeim stafi. Á síðustu árum hefir ósam- lyndið milli leiðtoga Bolsjevika mjög færst í aukana. í fyrra var Trotsky flæmdur frá völdum til fulls, og vita menn ekki með vissu hvað valdið hafi. Nú í sum- ar var annar af höfuðleiðtogum Bolsjevika, Sinovjef rekinn frá stöðu sinni sem höfuðleiðtogi III. Internationale, sem er al- þjóðasamband byltingasinnaðra saineignarmanna, er hefir skrif- stofnr sinar í Moskva. Hafa Rúss- ar óspart veitt sambandinu fje til útbreiðslustarfsemi og undir- róðurs um heim allan. Það mun hafa valdið falli Sinovjefs, að ráðstjórninni þótti starfsemi hans koma í bá{*a við tilraunir hennar tií að endurnýja verslun- arsainbönd Rússa iið þær þjóð- ir, er þeim er lífsnauðsyn að skit'ta við. í haust munu þeir Trotsky og Sinovjef Iiafa tekið höndum saman og hafið árás á stjórnina, sjerstaklega á tvo mestu áhrifa- menn hennar, Tjitjerin utan- ríkisráðherra og Stalin, sem nú er talinn voldugasti maður Rússlands. En stjórnin bann- færði báða fyrir hrot á flokks- aganum, svifti þá rjetti til þess að sækja fundi Bolsjevika og' neyddi þá og fylgjendur þeirra til þess að birta ávarp, þar sem þeir játuðu afbrot sín gegn mál- stað floliksins og hjetu stjórninni fylgi sínu til þcss að bæla niður allan mótþróa gegri henni. Þykir þetta ávarp þeirVa sanna, að stjórnin sje mjög föst í sessi og þess alfær, að ráða nið- urlögum hverrar hreyfingar, er gegn henni rís. Bannið í Noregi verður sennilega afnumið frá 1. apríl næstkomandi. Fjárhagsráðstefna. Símað er frá Genf, að nefnd sú, sem Þjóðbandalagið kaus til þess að undirbúa alþjóðaráðs- stefnu til þess að ræða fjármál, hafi ákveðið, að ráðstefnuna skuli halda í maimánuði 1927, og verða rædd á henni ýmis iðn- aðar-, landbúnaðar- og verslun- armál. Fjármál Frakka. Síinað er 20 þ. m., að leiðtog- um í niörgum iðngreinuin þyki hin stöðuga hækkun frankans varhugaverð og eru þeir þeirrar skoðunar, að nauðsynlegt sje, að verðfesta frankann mjög bráð- lega. Poincaré er talinn þeirrar skoðunar, að það beri að fresta veðfestingunni, uns lrankinn hefir enn hækkað enn meir. Fjár- hagur rikisins fer siíelt liatn- andi Morgan-Iánið hefir verið endurgreitt. Verslunarjöfnuður- inn er hagstæður. Af þessum á- stæðum aðallega lítur stjórnin svo á, að ekki saki, þó verðfest- ingin verði látin bíða. Frakkar og ítalir. Símað er frá París, að blaðið Lc Tcmps heimti, að öflugar varnarráðstafanir verði gerðar, þar eð ítalir láti mikla liðssöfn- un fara fram að ítölsk-frönsku landamærunum. Segir lilaðið, að ítalir ágirnist borgina Nizza, sem má heita varnarlaus. Rússar og Tyrkir. Síinað er frá London 22. þ. m., að samkvæmt skeytum frá Búka- rest hafi Rússar gert hérmála- samband við Tyrki á fundinum í Odessa. Hafa Rússar lofað Tyrkjum liðveislu, ef ráðist er á þá. Þýskaland. Simað er 23. þ. m. að jafnað- armenn hafi ráðist á stjórnina fyrir að horfa á það aðgerðalaus, að ríkisvörnin virði að vettugi ákvæði friðarsamninganna um hvern herstyrk Þjóðverjar megi bafa í landi sinu. Telja þeir þetta aðgerðaleysi vítavert eins og sakir standa, þar éð nú sje verið að leita samninga um að Þjóðbandalaginu verði falið eft- irlit með þýskuni hermálum, en þeir geta hæglega strandað á af- brotuni ríkisvarnarinnar. Stresenmnn svaraði jafnaðar- mönnum þegar í þinginu, kvað ríkisvörninni bannaða alla sam- vinnu við svokallaða lijóðernis- sinna og fullyrti að Þjóðverjar hefðu i öllu fullnægt afvopnun- arákvæðum friðarsamninganna. Formaður sambands Ung-Þjóð- verja hefir skýrt frá þvi, að þjóð- ernissinnar hafi síðustu ár unn- ið að undirbúningi stríðs við Frakka og Pólverja — og að rík- isvörnin hafi stutt fyrirætlanir þeirra. Þessu er þverneitað af yfirstjórn ríkisvarnarinnar. Bernhard Shaw hefir nú sjeð sig' um hönd og ætlar að þiggja Nobelsverðlaun- in. Kveðst hann muni verja þeim til styrktar sænskum hókment- um. \

x

Vörður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.