Vörður


Vörður - 27.11.1926, Page 4

Vörður - 27.11.1926, Page 4
4 V Ö R Ð U R Nýjar bækur. Landsbankinn hefir í minn- ingu um 50 ára al'mæli sitt gefið lit á ensku handbúk um ísland (184 bl.), í smekklegri útgáfu. Þorsteinn Þorsteinsson hagstofu- stjóri hefir sjeð um útgáfuna og ritað kaflana um ibúatölu landsins, um fjármál ríkis og sveitaTjelaga, um landbúnaðinn, um iðnaðinn, um verslunina, um samgöngur, um þjóðfjelags- skilyrðin, um kirkju og trúar- brögð og um mentamálin. — Ólafur Lárusson prófessor ritar um lög og' stjórnarskipun, Ge- org Ólafsson bankastjóri um sjáfarútveginn, um banka og lánsstofnanir og um peninga, vog og inæli, Gnðmundur Finn- bogason ritar um bókmentirnar, Tlalldór Jónasson um fagíar iist- ir, Sveinn Björnsson um útlend- inga á íslandi og Slefán Stefáns- son fylgdarmaður um ísland sem ferðamannaland. Loks er skrá yfir helstu ártöl íslandssögu og yfir merkustu rit um ísland á erlendum málum. Bogi Ólafsson mentaskólakennarin hefir þýtt ritið á ensku.. Bókin virðist í alla staði hið besta úr garði gerð. Bókaverslun Þorsteins Mv Jónssonar á Akureyri hefir gef- ið út sex sögur eftir Friðrik As- mundsson Brekkan: Gunnliild- ur drotning og aðrar sögur (181 bls). Útgáfan ef vönduð. Þýð- inginn er eftir Steindór Stein- dórsson frá Hlöðum. * JóhannMs úr Kötlum hefir gef- ið út Jjóðasafn (140 bls.) er nefnist Bí bí og blaka. Verndun heitir fróðlegur og læsilegur ritlingur (15 bls.) er Ólafur Friðriksson hefir samið. Fjallar hann um náttúrufriðun og um í'agra og einkennilega staði hjer á landi. Strandvarnarskipið „Óðinn“ er. nýfarið utan til viðgerða og hefir það reynst verra sjóskip en við var búist og eitt sihn komið fyrir að það lagðist alveg á hliðina undan veðri. í samn- ingnurn við skipasiníðastöðina (Flydedokken í Khöfn) var það auðvitað til skilið að svo yrði frá skipinu gengið, að það yrði gott sjóskip, og reynslutíminn ákveð- inn G mánuðir. Sá tími er enn ekki liðinn og verða nú gerðar þær kröfur til skipasmíðástöðv- arinnar, að hún geri nauðsyn- legar endurbætur á skipinu. Germaine Ie Senne. frönsk söngkona frá óperunni í París, söng hjer fyrsta sinni í Nýja Bíó á fimtudag, — franska, þýska, rússneska og italska söngva. Frúin hefir mikla rödd og fagra og syngur af frábærri list. Lúðvík Guðmundsson stud. theol. hjelt fyrirlestur í Nýja Bíó í gærkvöld um „Vixlu- ncitun biskups“. Tilefnið er það, að biskup helir neitað að vígja guðfræðikandidat Þorgeir Jóns- son til prests fyrir vestur- íslenskan söfnuð, og gefið þá skýringu í blöðunum, að söfnuður þessi væri ekki reistur á saina „játningargrund- velli“ og hin evangelisk-luth- erska kirkjan á íslandi, og að í honum myndu allinargir úní- tarar. Las L. G. upp fjölmarga staði úr ritgerðum Dr. Jóns Helgasonar, þeim, ,er hann hafði ritað áður en hann tók við bisk- upsembætli, og er því haldið fram þar, að ísl. kirkjan eigi eng- in löggilt játningarrit. Vitnaði L. G. i fleiri höfunda, er bent hafa á hið sama. Þá vildi fyrir- lcsari líka sanna það með ívitn- unurn í ritgerðir biskups, að enginn munur væri á skoðunum hans og únítara um guðseðli Jesú Krists — báðir teldu hánn son Jósefs og hinn fullkomnasta af menskum mönnum. Hneig þannig alt erindi L. G. að þvi, að víta biskup fyrir að hafa neitað Þ. J. um vígslu. Kvað hann Þ. J. hafa spurt biskup hvort hann myndi hafa neitað sjei' upi vígslu til heiðingjatrú- boðs, og hefði hann svarað því neitandi. Varpaði fyrirlesari þeirri spurningu l'ram, hvort út- lendir heiðingjar myndu nær- skyldari ísl. kirkjunni i trúar- skoðununi en bræður vorir vest- an hafs. A'ð lokum las L. G. upp nijög fallegan kafla úr gam- alli ræðu eftir biskup, þar sem hann segir að faðir vor á himnurn muni láta sig litlu skifta trúarskoðanir manna, í hverju þá greini á við aðra trú- aða menn — hann þekti hjört- un og það sje honum nóg. Þorsteinn Björnsson frá Bæ flutti fyrirlestur hjer í bæ síðastliðinn sunnudag um Þórberg Þórðarson, Jón Helga- son o. fl. Deildi hann mjög á ,báða og kom viða við. Er lítt til- tækilegt að rekja efni fyrirlest- ursins, en meginmál hann sner- ist um hnignun íslensku kirltj- unnar. Var hann víðast vel sam- inn, en til lýta öfgafullur í hin- um persónulegu árásum, sjer- staklega biskup vorn. —• Um Þ. Þ. sagði fyrirlesarinn að hann væri undarlegt sambland al' Páli Skúlasyni (flimtleika- höfundi) og Leo Toístoj — og kallaði ■ hann jöfnum höndum ritfífl og spámann. — Alþýðu- blaðið virðist harðánægt ineð ummæli Þorsteins um Þ. Þ. Björgvin Guðmundsson, bið unga vestur-íslenska tón- skáld dvelur nú i London og stunda nám við hinn fræga tón- listarskóla „The Royal College of Music“. Er gert ráð fyrir að hann nemi þar i þrjú ar og hefir nefnd Vestur-Islendinga gengist fyrir samskotum meðal landa í Ame- ríku til þess að kosta nám hans. Síia Iiagnar E. Kvaran hafði með sjer hingað til lands í fyrra vetur tónverk B. G. „Adveniat rógiuim tuum“, sem íslensluir söngflokkur hefir sungið vestra undir stjórn Björgvins sjálfs. Gafst Páli Isólfssijni' kostur á að kynnast verkiiiu og birtir Heims- kringla nú eftirfarandi umsögn frá honum: “Mjer er sönn ánægja að láta í Ijós álit mitt á tónlistarhæfileik- um hr. Björgvins Guðmundsson- ar. Verk hans „Adveniat regnum tuiijn“, ber það ótvírætt með sjer, að hann er miklum tónlist- argál'um gæddur, og mun með aukinni þekkingu og alvarlegum lærdómi, geta samið ágæt,' stór- brotin tónverk. Þess vegna væri það hið mesta tjón, ef efni: eins og' hann færi forgörðum, sökum misskilnings. og fjárskorts". Frá ísafirði er símað 24. þ. m.: Aflabrögð við Djúp meiri en inenn muna, einkum á út-l)júpinu. Smá- mótorbátar hafa fengið alt að 10 þúsund pund á 50 lóðir, mest stórfiskur. Stóru vjelbátarnir hjer eru að byrja að fara á veið- ar. — Tíð mild en óstöðug. — Heilsufar gott. Dánarfregn. Ingólf Einarsson frá tóft- um við Stokkseyri tók út af' „Lagárfossi" um helgina. \'ar hann háseti á skipinu. Prentsmiðjan Gutenberg. Sunnefa. Mynd af rjettarástandinu á íslandi á 18. öld. Eftir Guðbrand Jónsson. Það hefir lengi viljað brenna við á voru landi, ís- landi, að embættismenn hafa komist í misjafnt álit, sjerstaklega dómarar. Það er nú svo að leiti aðiljar til dómara um úrskurð mála, hlýtur að fara svo, að einhver þeirra beri skarðann hlut frá borði. En svo er mannlegu eðli nú farið, að hjer sem annarstaðar þykist sá er lægri hlut biður órjetti beittur. Bitnar sú gremja eðlilega á dómaranum, og í mannfæðinni hjer hjá oss, þar sem alt hlýtur að gjörast fyrir allra aug- um, getur orðið nógu óþægilegt að verða fyrir barð- inu á henni. Þó að slík gremja auðvitað vakni alveg eins mikil með mönnum í öðrum löndum, þá kafn- ar hún þar í manninergðinni; hver og einn hefir þar ekki tækifæri til að hugsa um málefni annarra manna, og einstaklingnum verður því allerfitt að beina at- hygli allra eða margra að þeim órjetti, sem hann þyk- ist verða fyrir, eða verður fyrir í raun rjettri. Það er því ógnar eðlilegt, að hjer á landi verði tiltölulega hærri hvellur úr því, sei® aflaga fer hjer, þó að alt reyndar verði oft ekki í öndverðu nema dylgjur ein- ar, en hvellurinn sjálfur komi fyrst síðar, eins og af- skræmt bergmál sannleikans. Óánægjan með embættismennina er gömul hjer í landi, og hún lifir enn bráðfjörug. Það sýnir best rit- ið „Nýji sáttmáli", sem fyrir skemstu er hjer á prent komið. A rjettmæti þeirra umkvartana, sem þar koma fram skal enginn dóinur lagður. En höfundur ritsins virðist kenna sjálfstæði því, er ísland öðlaðist 1918, um meiginið af þeim misferlum, sem honum finnast vera á stjórnarfari voru og dómstólum. Rjett eins og það hefði verið betra áður. Þegar litið er um öxl sjest hvert hneyxlismálið öðrú svívirðilegra, ba;ði á 19. öld- inni framanverðri og 17. öldinni, en þó sjerstaldega á 18. öldinni, og gefur manni þar að líta ofan í það hyl- dýpi af heigulshætti, sörlaskap, illmensku og yfir- drepsskap, einmitt hjá embættismönnum — sjálfum dómurunum, að það liggur við að mann sundli. Og svo mikið er víst, að sá timi er vjer lifum á þekkir ekkert, sem geti orðið hálfdrættingur við allann þeirr- ar tíðar ósóma. Því verður þó ekki kent tun á þeirri ófrelsisöld, sem aumust var allra, að stjórnarfarslegt frelsi hafi valdið. Þegar dæma skal um embættismenn þeirrar tíðar verður þeim, þrátt fyrir alt, margt til málsbóta. Er þar fyrst fáfræðin. í þá daga var alt selt á leigu sem , hið opinbera hafði ráð á. Klausturjarðirnar voru Ieigðar hæstbjóðendum, sem fengu þá umboð yfir þeim. Sýslurnar, — og þau dómarastörf, sem þeim fylgdu, þá auðvitað líka, — voru einnig seldar á leigu, og ríkisvaldið gerði sjer á svipaðan hátt mat úr sekt- unum sem til kunnu að falla í einstökum sýslum. Svo var t. d. Christian Dreese landfógeti, annálaður drykkjusvoli og vandræðamaður „sakafalls-forpagt- ari“ í Gullbringu- og Kjósarsýslu, þ. e. að segja, hann hafði sektir þaðan á leigu fyrir árlegt afgjald. Þegar ríkisvaldið ekki hugsaði um annað en að fá sem hæðstar leigur eftir þessi fríðindi, var það undir fjái'- hagsFegu bolmagni nær einu komið hver hrepti. Segir sig sjálft að þau hafi ekki þá frekar enn nú verið i hóndum vitsmuna- og g'æðainanna einna, og að ekki hafi auðurinn sjerstaklega sókt á þá sem mesta hölðu þekkingu og besta. Það varð heldur til þess, að allskonar hálf- eða ómentaður ruslaralýður flaut inn í embættin á pyngjunni einni. Ekki bættu heldur uppboðin á embættunum úr skák, því fyrst urðu em- bættismennirnir að keppa hver hæðst gæti boðið og lirept tignina, en síðan urðu þeir að dauðrembast við að pína út úr embættunum það, sem frekast var auð- ið, svo að þeir gætu greitt afgjaldið og haft þó nægi- legt afgangs til framfærslu sjer og sinum. Þetta er of- ureinfalt reikninsdæmi, og útkoman gat ekki orðið nema ein — hneyxlanlegir embættismenn. Það er litil huggun í því, að annarstaðar hafi á saina tíma verið jafnvont eða verra. En þó var það svo. Þá ríkti er- lendis sá siður um embættaskipanir, sem nefndur var „laquaiismus“ — þjónastefnan, —- og var hýn í því fólgin, að heldri menn komu hjúum sínum í embætti eftir dygga þjónustu. Þá varð margur dómari sem áð- ur liafði haft það eitt að starfi árum saman, að snyrta hárkollu tígins manns og ekkert kunni annað. Þó ekki væri við góðu að búast af embættismönnum þeirrar tíðar, hefði hinsvegar átt að mega gjöra því á fæturna, að hátterni borgaranna hefði verið lýlalítið, svo voru hegningarnar, sem við brotum voru lagðar gífurlegar. En Hflát, brennur, drekkingar, brenni- mörk, húðlát og æfilöng þrælkun á „voru citadelli Friederichshafn“ virðast helst ekkert hafa stoðað. Má af því ýmsar ályktanir draga, en þá þó helst, að ekk- ert bann komi í veg fýrir brot eða glæpi, heldur jafnvel beinlínis örfi þá. Flestir kannast við Stóradóm Páls Slígssonar (1564), og þær vitlausu og mannúð- arlausu hegningar, er hann lagði við ýmiskonar skír- lífisbrotum, er svo voru kölluð á þeirri öld. Sum af þeim brotum eru að vísu ekki refsiverð eftir, rjettar- meðvitund vorra daga, en hegning sú, er við lá var slík, að ætla mætti að hún gæti fælt frá verknaðinum. Nú á dögum er allfátíður glæpur sá, er blóðskömm er nefndur systkina á milli, og leggja hegningarlögin frá 25. júní 1869 (§ 165) við alt að 6 ára betrunarhús vinnu. Þó að það sje reyndar hegning sem um miin- ar, mun sá eðlilegi viðbjóður, sem hver óbrjálaður maður hefir á slíkum samförum, varna því einna best að hann sje framinn. Að minsta kosti var þessi glæpur á 18. öldinni einn hinna langalgengustu, þrátt fyrir það að Stóridóinur lagði það við, að kalmann skyldi háls- höggva en konu drekkja. Þá var vai'la haldið svo lög- þingi, að ekki lægi fyrir því eitt blóðskammarmál og stunduin fleiri. Svo mikil brögð voru að því, að kon- ungur fann ástæðu til að gjöra sjerstakar ráðstafan- ir, enda segir liann í opnu brjefi frá 16. des. 1625: „að vjer höfum náðugast frjett, að mikið óskikkelsi við- gaiigist á íslandi, því sumt kvenfólk láti fallerast, en vilji svo ekki gefa upp hvcr barnsfaðir þeirra sje, af" því að sumar hafi jafnvel getið þau með skyldmerin- um sínum og blóðtengdum ættmönnum". Orsökin til þess að slík mál voru þó svo algeng hjer, er að visu auðsæ. — Það var fámennið, einangrun bæánna, og langir vegir*og illfærir, sem ollu þvi, að olt gat orðið erfitt að fá eðliga framrás fyrir slíkar tilhneigingar, cn annars vegar heimafyrir ekki um neitt að velja, en hinsvegar menningarástand óbrotins almerinings svo, að hann kunni ekki að hafa og hafna í þessum efn- um, svo sem skyldi. Mál það, sem hjer verður frásagt, var í öndverðu risið út af slíku broti. Þó að það i sjálfu sjer væri nógu átakanlegt, þá kom ýmislegt annað inn í það, þegar fram í rekstur þess sókti, svo að það varð víðl'rægasta islenska hneyxlismális á síðari öldum. Og enn lif- ir það í manna minnum og hafa myndast um það þjóðsögur og munnmæli. En þó málið sje sögulegast fyrir það, að embættismaður — sjálfur dómarinn, serii um það fjallaði — flæktist við það sem sökudólgur, eru afskifti embættismanria þeirra annara, sein með mál- ið fóru á ýmsum tímum, engu síður eftirtektarverð, og sýna gjörlega hið dæmalausa skilnings- og ábyrgðar- tilfinningárleysi þeirra, og hneyxlanlega viðleitiii þeirra til að hagnýta stöður sínar í eigin þágu á eina eða aðra lund. Aðal aðiljar málsins voru Hans sýslumaður í Suður- Múlasýslu Jensson Wíum og systkinin Jón og Sunnefa Jóns-börn, eins og málsskjölin kalla þau, og skal þeim nú lýst eftir föngum, áður en að málinu verður vikið. Frh.

x

Vörður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.