Vörður - 04.12.1926, Blaðsíða 1
Ritstjðri og ábyrgð
artnaður
LKristján Alberison
Túngötu 18.
IV
ÍMLiðstiórsi íhaldsflokksinSf
Reýkjavífe 4. rtcs..l«2ö.
Algreiðslu- og inn-
heimtumaður
Ásgeir Magnússort
kennarí.
fe____________51
4i>. bíaft.
^BggjBMMtt
' ' !
A Java er hafin upþreisri gegn
hollenskum yfirráðum. Æsinga-
menn fara um eyna og eggja
menn til þess að hrista af sjer
ok hinna „vantriíuðu" kristnu
manna. Upþreisnarmériri hafa
verið handteknir svo þúsundum
skiftir og fluttir í útlegð til Nýja
Guíuea, en ekkert stoðar, hreyf-
irigin virðist grafa um sig og bú-
ist er við blóðsúthellingum.
Myridirriár érú af nokkrum
kynbornum eyjaskeggjum á Java,
en húsið er sýnishorn af íbúð-
arbyggingum þeirra.
Nissa.
igahugiir
Mussolinis.
Svo má heita, að Mussolini
hafi jafnan sverðið á lofti, hve-
nær sein honrim sinnast við ná-
granna sina eða hann þarf að
f'yigja eftir kröfum sínum um
auknar nýlendur handa ítaliu,
sem er eitt þeirrá landa þar sem
ofuraukning þjóðarinnar veldur
mikluin og sívaxandi örðugleik-
um. Hann er einstæður meðal
valdhafa Evrópu að ofsa. og ógn-
unum og alt framferði hans hin
mesta hætta, sem á vorum dög-
uin er búin friðnum milli. stór-
veldanna.
Vjer skýrðum frá því í síðasta
blaði, að Lc Tcmps (merkasta
stjórnmálablað Frakklands)
hefði gert að umtalsefni mikinn
ítalskan liðssamdrátt við frönsku
landamærin og haldið þvi fram,
að Frakkar yrðu að vera við-
búnir árá's. Blaðið benli á að
líklegast væri að Italir hefðu í
hyggju að taka Nizza, hinn
fræga, fagra strandbæ rjett hjá
landamærunum. Önnur frönsk
blöð hafa talið hættu á því, að
ráðist yrði á Korsíku um leið.
Áhyggjur þessar mættu þykja ó-
trúlegar, vegna þess að ekki
verður sjeð, að ítalir gætu fært
neinar frambærilegar ástæður
fyrir»friðrofum. Hins vegar er ó-
hugsandi að merkustu blöð
Frakka gerðu þeim slíkar get-
sakir út í bláinn.
Það er nú svo komið fyrir
Mussolini, að eftir ógnanir
sínar gegn öðrum þjóðum og
Ioforði til sinnar eigin þjóðar,
þá má nú ekki lengi dragast að
hann geti farið að benda á ein-
hvcrn áranguv af landvinninga-
braski sínu. Annars er hætt
við að ítalir i'ari að linast í
trúnni á hinn nýja Cæsar. Menn
heimta mikið af einræðismönn-
um — og því meir, því tamari
sem þeim eru hin stóru orðin.
Stórveldin eru farin að sjá það,
að til þess að spekja Mussolini
muni vænlegast að láta honum
eftir einhvern sigur — eitthvað
sem gæti styrkt aðstöðu haiís
iriri á við.
28. f. m. hermir skeyti, að
Chamberlain, Briand, Strese-
mann og Mussolini muni bráð-
lega hittast til þess að ræða um
Miðjarðarhafsmál og nýlendu-
raál. M. a. verður rætt um að
veita ítaliu yfirráð yfir ein-
hverju landsvæði af breska hluta
Samaliu, á austurströnd Afríku.
Samalía er nú þrískift, og eiga
Frakkar, Bretar og Italir hver
sinn hluta landsins. Blöðin i
Róm segja að tilgangur Cham-
berlains með því að bjóða ítöi-
um yfirráð yfir auknu landi í
Samaliu, sje sá, að styrkja vin-
áttubönd Itala og Breta og leiða
jafnframt athygli ítala frá
frönsku nýlendunum í Norður-
Afríku, svo að friður megi hald-
ast með Frökkum og ítölum.
Eftir að þetta er skrifað er
símað, að blöðin í París haldi
því fram, að æstustu, fascistar
muni ' vilja hefja • ófrið gegn
Frökkum, en að ósennilegt megi
þykja, að Mussolini sje sam-
þykkur slíkum ráðagerðum.
I
England.
Símað er frá London, að ný
námuhjeruð hafi fallist á frið-
arskilmála námucigenda og bú-
ast menn við að 600,000 námu-
meim vinni í námúnum í lok
vikunnar, eða rúmur helming-
ur þeirra.
Noregur.
Símað er frá Ósló, að nefnd
hafi verið skipuð í þinginu, til
þess að imdirbúa afnám bann-
laganna. Nefndin hefir nú skilað
áliti sinu. Er hún andvíg áfeng-
isskömtun, en leggur til, að allir
þeir, sem eru 21 árs geti fengið
þar til gerð vínkaupaspjöld, sem
öll áfengiskaup viðkomanda sjeu
rituð á, til þess gerlegt verði að
hafa eftiriit með áfengiskaupum
og koma í veg fyrir óhófleg á-
fengiskaup.
Bandaríkin.
Símað er, að samkvæmt árs-
skýrslu Hoovers, verslunarmála-
ráðherra Bandaríkjanna, hafi
velmegun íbúa Bandaríkjanna
vaxið svo mikið síðastliðin ár,
að eins dæmi sje í sögu landsins.
Framleiðsla á nauðsynlegum og
ónauðsynlegum varningi og
eyðsla hefir aldrei ve/ið jafnmik-
il og nú.
Kosningarnar
í Danmörku.
Stjórnarskifti í vændum.
Eftir kosningárnar i Dan-
mörku á í'imtudag verður
flokkaskipunin í Fólksþinginu
þessi: Jai'naðarinenn 53 (áður
55), Vinstriraenn 46 (áður 44),
Stauníng.
Hægrimenn 30 (áður 28), rót-
tæki flokkurinn 16 (áður 20),
Rjettarflokkurinn (Retspartiet
— nýr flokkur) 2, slesviski
flokkurinn 1. Ófrjett um úrslit-
in i Færeyjum.
Svo sem kunnugt er hefir
Síauní/igs-ráðuneytið sitið með
stuðningi bæði Jafnaðarmanna
og róttækra, en þeir hafa eftir
kosninguna 69 i stað 75 í þing-
inu. Stjórnin er því komiri í
minni hluta. Búast má við því
að Vinstrimenn myndi stjórn
með stuðnjngi Hægrimanna.
Minning Eggerts Ólafssonar.
Þrjú erindi um Eggert Ólafs-
son vonuflutt hjer í bæ 1. des.
A skemtun stúde"nta talaði um
hann Sigurður Nordal prófessor,
í Vísindafjelagi íslands Guðm.
G. Bárðarson adjunk en í útvarp
Vilhjálmur 1>. Gíslason meistari.
— Á Akureyri var haldin minn-
ingarsamkoma að tilhlutun stú-
dentafjelagsins. Ræðumenn voru
Davið Stefánsson frá Fagraskógi,
Sigurður Guðmundsson skóla-"
meistari og Púlmi Bannesson
meistari í náttúrufræði. D. St.
flutti þar einnig drápu til Is-
lands. Kór kvenna og karla söng
milli ræðuhaldanna. — Stúdent-
ar og íslendingafjelag í Kaup-
mannahöfn efndu til samsætis 1.
des. til þess að minnast Eggerts
og fullveldisins. Ræður fluttu
Sveinn Björnsson sendiherra og
dr. Bjórg Þorláksdóttir, Svein-
björn Sveinbjörnsson tónskáld
Og Haraldur Sigurðsson pianó-
leikari ljeku á hljóðfæri.
Minningarsjóður
Eggerfs Ólafssonar var um 18
þús. kr. fyrir 1. des. auk gjafar
Helga Jónssonar, sem nema mun
um 10 þús. kr. Stúdentar Ijctu
ágóðann af hátíðarhöldum sín-
um 1. des. renna í sjóðinn.
Brúarfossi,
hinu nýja skipi Eimskipafje-
lags Islands, var hleypt af stokk-
unum 1. des.
Júlíana Sveinsdóttir,
heldur um þessar mundir mál-
verkasýningu í Listvinafjel.hús-
inu.
X