Vörður


Vörður - 04.12.1926, Side 2

Vörður - 04.12.1926, Side 2
9 V O R Ð U R S Eggert Ólafsson 1726 — 1. des. — 1926. Eggert Ólafsson er í tölu hinna glæsilegustu stórmenna, er markað hafa tímamóL í sögu ís- lenskrar þjóðar, jafn ágætur að líkamlegu sem andlegu atgjörvi, jafn frábær að þreki, gáfum og tiginmannlegri skapgerð. Með honum hefst á mestu niðurlæg- ingartímum íslendinga þjóðern- isvakning og framfarahugur. Hann er í senn höfuðskáld sain- tíðtir sinnar, lærður og stórvirk- ur vísindamaður, áhugamaður hinn mesti um hagnýtar fram- farir, valmenni og fyrirmynd að siðþroska og drengskap. Hann er fordæmi og ástmögur Fjöln- ismanna, enda bjuggu með hon- uin ýmsir höfuðkostir Jónasar Hallgrímssonar og Tómasar Sæ- mundssonar, —- ástin á tungu vorri og fornbókmentum, á ís- lensku þjóðareðli og náttúru landsins, viljinn til að vekja og eggja, trúin á framtíðina — öll lund, allur kraftur þess manns, sem er horinn til þess að skapa þróun. Hann vex til vits og ára á tímum síversnandi andlegrar og efnlegrar eymdar. Til þess að gefa nokkra hugmynd um hve miðlungsmönnum myndi hafa þótt vonlaust að prjedika á miðri 18. öld fagnaðarerindi Eggerts, endurreisn tungu og trygð við þjóðerni vort, nægir að minna á það, að nokkrum árum eftir dauða hans leggur Bjarni skóhuneistari Jónsson það til, að íslendi ngar fari að dæmi Norðmanna og Færeyinga og taki upp danska tungu, þvi að fastheldnin við íslenskuna sje ekki einast gagnlaus, heldur og „mjög skaðleg". Svo aurnur og óþjóðlegur var hugsunarháttur lærðra manna hér á Iandi á dögúm Eggerts. „Þrátt fyrir alt, þú skalt, þú skalt samt fram“ — þcssi ljóð- lína Hannesar Hafsteins er ef til vill snjallasta lýsing í bókment- 11111 vorum á anda og sigurtrú Eggerts Ólafssonar og allra and- legra bræðra hans alt fram til síðustu tíina íslandssögu. Eggert var fæddur í Svefneyj- um á Breiðafirði 1. des. 1726. Hann fór 15 vetra að aldri í Skálholtsskóla, var jafnan efst- ur í bekk sínum, útskrifaðist 1746 og fór samsumars til Kaup- mánnahafnar til þess að leggja stund á náttúrufræði. Hann lauk háskólanámi 1748. Fjórum árum síðar hófu þeir Eggert og Bjarni Pálsson, síðar landlæknir, rannsóknarferðir sínar um ísland. Hafði konung- ur falið þeim að rannsaka nátt- úru landsins, leggja ráð á hvern- ig mætti hagnýta gæði þess og efla velmegun þjóðarinnar. 1766 var ferðabók þeirra fullsamin, og var hún að mestu verk Egg- erts. Er hún allvíðtæk lýsing á j náttúru íslands, atvinnuvegum og menningu, mikið vérk og stórmerkt. Var bókin þýdd á ensku, þýsku og frönsku og lengi talin hin ágætasta heim- ild um þjóðarhagi íslendinga. 1767 varð Eggert varalögmað- ur sunnan og austan, en drukn- aði vorið eftir í Breiðafirði, að- eins 41 árs að aldri. Engin tök eru á að segja æfi hans eða lýsa honum sein vert væri, stuttri blaðagrein. En best minnist þjóðin þess, að tvær aldir eru liðnar frá fæðingu hans, með því að lesa það sem um hann hefir verið ritað og hugleiða enn að nýju manngildi hans og afrek. Því ber að fagna, að nú á 2ja alda afmæli Eggerts hefur kom- ið út æfisaga hans, mikil og ítar- leg, eftir meistara Vilhjálm Þ. Gislason. Á höf. þakkir skyld- ar fyrir rækt þá við 'minningu Eggerts, sem ritið ber vott um, og væntum vjer að geta minst rækilegar á það síðar. Stórsigur Íhaldsfíokksins. Landskjörsatkvæðin voru tal- in á fimtudag. Listi íhalds- flokksins fjekk 851^ atkv., listi Framsóknar og Jafnaðarmanna 6940. Jónas Kristjánsson læknir er þannig kosinn landkjörinn þingmaður og Einar Hclgason garðyrkjustjóri varamaður hans. í. sumar fjekk íhaldslistinn 5501 atkv., Framsóknarlistinn 3481 atkv. og listi Jafnaðar- manna 3164 atkv. íhaldið hefur þannig hætt við sig 3013 atkv. frá því í sumar, en hinir floklc- arnir tveir 295 atkv. Úrslit landk'jörsins í sumar vöktu Framsóknarmönnum og Jafnaðarmönnum öruggar vonir um að þeim myndi takast að sigra 1. vetrardag, ef þeir legð- ust á eitt. Við landkjörið í haust átti að fá þjóðina til þess að gefa stjórninni vantraust, með þvi að fella frambjóðanda íhaldsflokksins. Tíminn sagði að „forsjónin“ hefði tekið til sinna ráða og höggvið skarð í fylkingu íhaldsins, svo að nýir tímar og betri mætti renna yfir Iandið. Nú verður fróðlegt að sjá hvernig hinn prestvígði ritstjóri blaðsins fer að skýra þau von- brigði, sem hann hefur orðið fyrir af forsjóninni. Ósi gur stjórnarandstæðinga er hinn mesti snoppungur, sem þjóðin liefir enn rjett þeim. En vitundin um, hve vel þeir hafa til hans unnið, ætti að kenna þeim að bera hann æðru- laust og stillilega. Nýstárlegar aöfarir. Tnjggvi Þórhallsson ritstjóri hefur í blaði sínu horið þær sakir á Ihaldsflókkinn, að hann þiggi mútur af allskonar af- brotalýð og launi með yfirhylm- ing og fríðindum. Vörður, blað íhaldsfl. hefir með fullum rjctti krafist sannana — krafist þess að Tr. Þ. sýndi með dæm- um að sakargiftir hans hefðu v.ið rök að stvðjast. Ritstjórinn hefur þverneitað að færa nokkr- ar sönnur á ámæli sín í garð flokksins. Nú hyggst hann að leiða at- hyglina frá~Tyrirspurnum Varð- ar með næsta undarlegum spurningum til mín. Gunnar Viðar hagfræðingur ritaði um það fyrir skemstu hjer í blaðið, hvernig tekjuskatturinn liefði reynst á íslandi. Hann gat þess að skatturinn hefði stórum brugðist til sveita, að eitt árið hefðu íbúar hinna stærri kaup- túna goldið 95% af tekjum þeim, er rikissjóður hafði af skattinum, en hinn hluti lands- manna þá aðeins 5%. Af þessu dró hann Jni ályktun, að meiri brögð hlytu að vera að skatt- svikum til sveita en við sjávar- síðuna. Nú hygst Tr. Þ. að nota Jiessa grein Gunnars Viðars til þess að æsa bændur landsins gegn mjer. Hann lcgnir því í blaði sínu lwer hafi skrifað greinina — lætur nægja að geta Jiess að hún hafi birst i blaði mínu og skorar á mig að „nefna einhver einstök dæmi VÖRÐUR kemur lit á laugardögum. Ri tstj órinn : Iiristján Albertson, Túngötu 18. — Simi: 1961. Afgreiðslan: Hverfisgötu 21. Opin 10—12 árd. — Simi: 1432. Verð : 8 kr. árg. Gjalddagi 1. júlí. um það, að íslenskir bændur svíki slmtt“! Það er eflaust einsdæmi í allri bjaðamensku heimsins, að ritstjóri hafi gripið til slíkrar aðferðar gegn andstæðingi. Það stappar nærri því að Tr. Þ. ljúgi því á mig, að jeg sje höf. greinar, sem annar maður hef- ur ritað undir fullu nalni. Hvers vegna snýr Tr. Þ. sjer ekki beint til hr. G. V.? Hann er að bera spurningu sína til mín saman við spurningar minar til hans út af rógi hans um íhalds- flokkinn. Til hvaða manns átti jeg að beina spurningum/út af forustugrein i Tímanum, sem ekkert nafn var undir? En hve- nær hefi jeg heimtað sannanir af Tr.'Þ. fyrir því sem t. d. Jgn Dúason eða Jónas frá Hriflu hafa ritað í blað hans undir fullu nafni? Auk þess er spurning Tr. Þ. í eðli sinu svo vitlaus, að ekki er viðlit að svara henni. Sakar- giftir hans á hendur íhalds- flokknum, þær er jeg heli ný- verið gert að umtalsefni, eru þannig vaxnar, að þær verða ekki sannaðar nema með dæm- um. En hins vegar væri það alls engin sönnun fyrir því að mikil brögð væru að skattsvikum til sveita, Jiótt nefnd væru einstök dæmi Jiess, að íslenskir bændur svíki skatt. Maður skyldi sverja fyrir Jiað Islensk tilraunastarfsemi. Þegar við berum saman land- búnað nágrannáþjóða okkar nú og fyrir h. u. b. % öld og at- hugum þann Jiroska, sem hann hefur tekið, á svo tiltölulega skömmum tíma, Jiá er Jiað lík- ast sem í æfintýri. Breytingarn- ar eru svo stórkostlegar, að þessa finst varla líki. Gömlu mennirnir, sem þá bjuggu, myndu óefað hafa hæðst að Jieim, sem fyrir % öld hefðu gengið með Jiá framtíðar- drauma, sem nú eru veruleiki. Jafnvel mestu hugsjónainenn myndu, ef þeir nú litu upp úr gröfum sínum, litast undrandi um, á aðfarir nútímalióndans, og bera fram hverja spurning- una af annarri. Hver hefur, myndu þeir spyrja, fundið upp og kent ykk- ur að nota allar Jiessar marg- brotnu uppskeruvjelar, sláttu- vjelar, sjálfhnýtivjelar, rakstrar- vjelar, snúningsvjelar o. fl., sem vinna það á einum klukkutíma, sem við Jiurftum daginn til, með orfunum okkar og hrífun- um? Hvaðan hafið þið fengið þreskivjelarnar, er þreskja kornið miklu fljótar og betur en við gátum gert með gömlu hand- verkfæruiium okkar? Og hvað- an allar þessar góðu og marg- breyttu tegundir af plógum, herfum og völturum? Hver hef- ur kent ykkur að hirða betur húsdýraáburðinn ykkar, að nota Jiennan tilbúna áburð og' gott fræ? Hver hefur kent ykkur að rækta svona vel mýrarnar ykk- ar, holtin og móana, svo að nú eru þar frjósamir akrar eða tún, þár sem fen var eða eyðimörk, þegar við bjuggum? Og hver hefur gefið ykkur öll þessi góðu kyn af jurtum og dýrum, sem gefa margfalt meiri og betri arð, en það, sem við þektum? Hvaða afl er Jiað, sem hefur hrundið þessum breytingum í framkvæmd, sem hefur gjör- breytt búskaparlaginu, frá því að vera bygt á handafli margra en kröfulágra verkamanna, til Jiess að hafa tekið margskonar vjelar og öfl í þjónustu sína, sem eru ódýrari en hinir kröfu- hörðu verkamenn nútimans? Með þessu hafið þið gert bú- skapinn ekki aðeins ljettari og skemtilegri heldur er Jietta sjálf- sagt eina ráðið til þess að láta hann bera sig nú á tímum. Þannig myndu þeir halda áfram að spvrja og rökræða i Jiað ó- endanlega, svo að ekki væri unt að svara þeim rækilega í einni blaðagrein. En ég ætla að láta nægja að svara þeim í einni setningu: Þctta afl er tilraunastarfsemin. Fram yfir miðja síðustu öld má heita svo, .að búskapur ná- grannaþjóða okkar hafi staðið í stað um langt skeið, a. m. k. í samanburði við framfarirnar síðan. Þá fundust hjer á Norð- urlöndum engar tilraunastöðv- ar, ekkert, sem leiðbeindi bænd- um og flestir ljetu sjer nægja með að húa eins og feður þeirra og afar höfðu gert. En á síðustu 20—30 árum aldarinnar kom tilraunastarf- semin til sögunnar, og siðan hef- ur hún verið kennari bænda og ráðunautur, lyftistöng landbún- aðarins. Það er Jiannig tilraunastarf- semin, sem hefur rannsaltað og borið saman hin ýmsu landbún- aðarverkfæri, gert breytingartil- lögur við þau og ráðlagt bænd- um hvað best er. Það er hún, sem hefur rannsakað og kent bændum hvernig best sje að að geyma húsdýraáburðinn, hvernig eigi að nota tilbúinn á- burð, hvenær best sje að bera á og slá, hvernig og hvenær þeir eiga að leggja kartöflur, sá róf- um, grasi og korni og livernig þeir eiga að breyta órækfar mýr- um og holtum í græna akra og frjósöm tún. Tilraunastarfsem- in er Jiað, sem hefur tckist að mynda ný kyn að grasi, korni og garðávöxtum, sem gefa meiri og betri uppskeru en áður Jiekt- ist. Svona mættí telja lengi. Það finst næstum ekki Jiað atriði innan landbúnaðarins , sem til- raunastarfsemi nágranmtjijóða okkar ekki hefur rannsakað. Og Jiær hafa lært að færa sjer árangur liennar i nyt. Búnaðar- skólarnir, ráðunautarnir og aðr- ir leiðtogar innan landbún- aðarins byggja kenslu sína á árangri innlendra tilrauna — innlendrar reynslu. Bændur byggja búrekstur sinn á inn- lendri reynslu og Jieir hafa fyrir löngu fundið að hún er bjargið, sem aldrei haggast, besta vopn- ið móti öllum örðugleikum land- búnaðarins og i samkepninni við aðra atvinnuvegi og önnur lönd. Danskir búmenn eru jafnan taldir með bestu búmönnum. Mun það ekki að miklu leyti standa í sambandi við, að óvíða eða hvergi er tilraunastarfsemin á jafn háu stigi og þar að tiltölu við landsstærð og fólksfjölda? Framfarasaga danska land- béinaðarins síðustu 50 árin er náið tengd framfarasögu til- raunastarfsemi Jieirrar, er hjer skal rakin í nokkrum aðal- atriðum. Það var á fyrstu árunum eftir 1870 að P. Nielsen skólakennari í Örslev byrjaði tilraunir í smá- um stíl og á eigin kostnað. Ár- 1877 fór konunglega danska landbúnaðarfjelagið að styrkja hann til Jiessa starfs, fyrst með 600 kr. Síðan hækkaði styrkur Jiessi upp í 3000 kr. og kom þá lrá ríkinu og 1886 var fyrsta tilraunastöð Dana stofnsett í Tystofte á Sjálandi. Frá þeiin tíma hefur landbúnaðarstarf- semi Dana tekið risavöxnum framförum, eins og best sjest á eítirfarandi tölum. Árið 1885—86 voru tilraunir gerðar á 5,4 ha lands. Við þær störfuðu 4 menn, og Jiær styrkt- ar með 10000 kr. Árið 1905—06 voru tilsvarandi tölur 132 ha, 25 menn og ca 180000 kr., 1915—16 492 ha, 48 rnenn og ca 255000 kr. og 1923—24, )16 ha, 65 mcnn og ca. 700000 kr. Alls eru tilraunastöðvarnar 15 að tölu, állar eign ríkisins og reknar af Jiví. Þess utan reka dönsku bún- aðarfjelögin tilraunastarfsemi, sein er styrkt af ríkinu með ca. % milj. kr. árlega. Árið 1920 stofnuðu Danir til-

x

Vörður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.