Vörður


Vörður - 04.12.1926, Blaðsíða 4

Vörður - 04.12.1926, Blaðsíða 4
V Ö R Ð U R hætt við „ágjöf", en í torfbúð- unum gömlu, þagar landsynn- ings rigningin var í algleymingi. Frh. Bergþórshvoll. I surtiar var reist nýtt prest- setur að Bergþórshvoli í Land- eyjum. Það er að stærð 18 x 12 ©g bygt í bæjarstíl með tveimur stöfnum fram að hlaði. Gaflar hússins snúa móti suðri ©g norðri og vita allir gluggar í þær tvær áttir. Torfveggir eru að austan og vestan. Á súð er hús- ið járnklætt, en þar yfir á að tyrfa. í miðju sundi eru risgöng milli loftanna, jafnhá hinum lægra mæni, og eru þau líka torfi þakin. — Verður, húsið hið snotr- asta, þegar það er fullgert, hvít- ir stafnar, grænir og grasi grón- ir veggir og þak. 1 haust vanst eigi tími til þess að afla torfa á þakið, en það verður gert með vorinu. Húsið mun kosta um 30 þús. þegar það er fullgert. Minningarsýning sú á málverkum Guðm. Thor- steinsson, sem lengi hefir til staðið að haldin yrði, verður opnuð á morgun í hinu nýja verslunarhúsi Jóns Björnssonar kaupmanns við Bankastræti. Brynjólfur Þorláksson og söng- starfsemi hans. Dr. S. Júl. Jóhannesson minn- ist á söngstarfsemi Br. Þ. í ræðu, er hann hjelt fyirr minni íslands á Wynyard í sumar, á þessa leið: „Hjer hefir verið safnað sam- an á 3. hundrað unglingum og þeir æfðir þannig í söng og is- lenskum framburði, að það geng- ur kraftaverki næst. Maðurinn, sem þetta verk hefir unnið — Brynjólfur Þorláksson — hefir á síðastliðnum árum gert meira til viðhalds íslensku þjóðerni hjer í álfu, en allir aðrir Vestur- íslendingar til samans, með öll- um sínum stofnunum. — Is- lensku Ijóðin, sem hann hefir prentað í hugi og hjörtu ung- linganna og tamið tungu þeirra og tilfinningar í samræmi við, hljóta að bera rikulegan ávöxt þegar þessir sömu unglingar dreifast um allan Vesturheim, eins og salt jarðar, með íslensku tónana á tungunni, íslenska sönginn í sálunni og íslensku orðin á vörunum. Mjer dettur eitt í hug: Væri ekki vinnandi vegur fyrir Vest- ur-íslendinga, að fá þennan mann till að æfa söngflokk svip- aðan þessum, fara með hann til íslands á hátíðina 1930, og láta hann syngja þar? Væri nokkuð hentugra efni til í brú yfir hafið en tónarnir frá .saklausum sál- um íslensku barnanna, eins og þeir sem heyrst hafa hjer í dag? Er það nokkuð, sem Vestur-ís- lendingar gætu gert, er betur vekti eftirtekt á þeim heima og traustara tengdi saman þjóð- brotin? Og verðug virðing væri það manninum, sem flokkinum stjórnaiy að fara slíka sigurför, sem það hlyti að verða." Bátur ferst. yjelabáturinn „Baldur" hjeð- an úr bænum fór til veiða á mánudagsmorgun og hefir ekki til hans spurst síðan. Er talið víst að hann hafi farist í roki því, er gerði síðari hluta mánu- dags. Stjórnin ' fjekk „Suður- landið" til þess að leita bátsins í Faxaflóa, en það varð hans ekki vart, Fjórir menn voru á bátnum, allir á besta aldri: Helgi Hclgason frá Barði við Klappar- stíg hjer í bænum, Stefán Bryn- jólfsson, Hverfisgötu 59, ættað- ur frá Selalæk í Rangárvalla- sýslu, Sigurbjörn Bjarnason og Páll Sigurðsson, frá Hofi í Ása- hreppi. „Islandsk kjærlighet". heitir smásögusafn (151 bls.) sem nýlega er út kömið á norsku eftir ungan íslending, Kristmann Guðmundsson. Lúðvík Guðmundsson stud. theol. hjelt framhalds- fyrirlestur um vígsluneitun bisk- ups á fimtudag. Hjelt hann þvi fram að annaðhvort yrði bisk- up að halda fast við kenningar þær er hann hefði flutt áður en hann tók við embætti, eða sækja um lausn frá því. Lagði hann mikla áherslu á að kirkjan yrði að vera frjálslynd og rúmgóð, eða segja að öðrum kosti skilið við rikið. Reikningsvjelin VE-PO-AD Samlagning — Frádráttur •, Telur upp að 9,999,999,99 Ómissandi hverjum manni, þar eð hún er ábyggileg fljót og auðveld i notkun. Sjer- staklega lientug fyrir innheimtumenn. Send gegn póstkröfu út á land. Kostar aðeins 20 krónur hjá Aðalumboðsmanni verksmiðjunnar Hans Ragnar, Vonarstræti 12, Reykjavík. Húseignir þær á Stokkseyri, er áður tilheyrðu Kaup- f jelaginu „Ingólfur" fást keyptar. Tilboð i eignirnar allar í einu lagi eða hverja fyrir sig, til sölu á staðnum með lóðarrjettindum, eða til niðurrifs, óskast sent Lárusi Fjeldsted hæstarjettarmála- fl.m. í Reykjavík fyrir 10. desember þ. á. Frá ísafirði #er símað 1. þ. m.: „Þór" kom hingað með þýskan togara, „Franz" frá Gestemunde, síðast- 'liðinn föstudag. Veiðarfæri voru i ólagi, er þór tók hann. Skip- stjórinn var dæmdur í 2000 gull- króna sekt. Tíðarfar óstöðugt. Síra Ragnar E. Kvaran hefir haldið fyrirlestra um ts- landsferð sína viða í bygðum Vestur-íslendinga, við mikla að- sókn. Dánarfregnir 1. þ. m. andaðist hjer i bænum ekkjan Jóna B. Einarsdóttir, 69 ára gömul. Hún var móðir Helga H. Einarssönar •verkfræðings og þeirra systkyna. Leiðrjetting. Fyrir skemstu var þess getið hjer i blaðinu að nokkrir vin- salar hefðu verið teknir fastir hjer í bæ, þar á meðal Guðrún Jónsdóttir, er kölluð var þjón- ustustúlka á kaffihúsinu „Ald- án".*Þetta óskast leiðrjett, G. J. hefir aldrei haft nein störf á hendi á þessu kafí'ihúsi. Prentsmiðjan Gutenberg. Sunnefa. Mynd af rjettarástandinu á íslandi á 18. öld. Eftir Guðbrand Jónsson. x Þegar málið hófst var Hans Wíum 25 ára. Faðir hans hjet Jens Petersen Wíum og var fæddur um 1684, eða svo virðist þegar hann 1739 segir lausri sýslunni og kveðst vera miðja vegu milli fimtugs og sextugs, og kvartar þá mikið undan ellilasléika. Faðir hans var Peter nokkur Hendriksen Wíum, sem var yfirskoð- andi við hernararskrásetningu í Kaupmannahöfn. ís- lenskir höfundar segja, að móðir Jens, kona Peders hafi heitið Bolette, og veríð systir eða systurdóttir Júlíönu Maríu Danadrottningar. Það nær vitanlega engri átt, en það er ekkert þvi til fyrirstöðu, að Bólette t. d. hafi verið þerna drottnlngar og það valdið mis- sögninni. Ekki er það ósennilegt, að Jens hafi verið brokkgengur í uppvextinum, og að honum hafi verið komið hingað til betrunar, eins og oft var gjört við danska vandræðamenn í þann tíð. 1715 var hann orð- inn undirkaupmaður á Beyðarfirði. Varð hann siðan aðstoðarmaður Bessa sýslumanns' i Múlasýslu Guð- mundssonar, og sýslumaður að honu mlátnum 1723, að því er virðist fyrir bænarstað Babens stiftamt- manns, og mun hann þar hafa notið föður síns. Jens var óvilsamur og harðgerður, drykkfeldur, rosamenni og skilmingamaður góður, og fara ýmsar þjóðsögur af þeii-ri fimi hans. Jens virðist enginn tiltakanlegur merkismaður hafa verið, og lítt fær um gegna em- bætti sínu, enda leigði hann annann sýslumann, Þor- stein Sigurðsson, til að gegna með sjer eða öllu held- ur Jyrir sig öllum embættisverkum og galt ærna f je fyrir. Svo mikið er þó víst, að eftirtektarverðasti at- burður í lífi hans var óefað viðskilnaður hans við það, Frásögurnar af því eru að vísu búnar að fá á sig greinilegann munnmælakeim, en það virðist þó í öllu verulegu vera ljóst nyð hvaða atburðum hann hafi orðið. Hann sagði af sjer sýslunni 1739 og fjekk lausn frá henni 1740. Sama ár fór hann i sjóferð, og voru með honum Jón lögsagnari Bjarnason, stúlka nokkur og fimm menn aðrir. Lá leið þeirra fyrir Berunes og komst ekkert þeirra lifandi til lands. Fanst skipið seinna, og í því fimm menn dauðir, og voru stíngir á líki eins þeirra. Höfðu þeir Jens' og Jón verið ölv- aðir er þeir lögðu á stað og þeim að líkindum lent í ryskingum sín á milli og við skipverja, en bátnum hvolft við það. Til Jens og Jóns spurðist aldrei síðar, en sú þjóðsaga myndaðist, "að Jens hefði komist i er- lent skip og til Englands og tilgreinir hún fleiri at- vik að því. í þessu er auðvitað engin tilhæfa, — það er hugarburður einn. Um lundarfar og hátterni Jens Wíum kvað síra Grímur Bessason er lengi var skrifari hjá syni hans: Á Skriðuklaustri valdsmann var Wíum fyi"-á dögum, • með korða sundur kauða skar kontra norsku lögum. Kona Jens, en móðir Hans hjet Ingibjörg Jónsdótt- ir, var hún prestsdóttir frá Hálsi. Voru börnin mörg og kemur ekkert þeirra hjer við sögu að frágengnum Hans, nema Guðný. Hans Wíum var fæddur 1714. Hann gekk í Hóla- skóla, sigldi til Kaupmannahafnar, og var skrifaður í stúdentatölu þar 1737. Aldrei tók hann próf, og var við nám örskamma hríð, því 1738 fjekk hann veitingu fyrir Vestmannaeyjasýslu1). 1739 var hann settur til aðstoðar föður sínum í Suðurmúlasýslu og f jekk veit- ingu fyrir henni eftir hann 1741. Vikið var honum frá um stundarsakir útaf Sunnefumálinu, 1751, en hann fjekk embættið aftur 1756. Fjekk hann lausn frá embætti 1778 og dó 1788. Hann var tvígiftur og eignaðist þrjú börn. Ef marka mætti skapgerð manna af rithöndinni, hefir hann verið ljettúðugur og laus i sjer, því höndin er bæði ófögur og ógreinileg nema undirskriftin. Heldur virðist og Sunnefumálið bera þess vott, að hann hafi verið með þessum ókostum. í embættisfærslu sinni virðist hann hafa verið tveggja- handa járn eins og af Sunnefumálinu má sjá. Óskila- maður um fjárreiður embættisins virðist hann einnig hafa verið, þvi stundum er hann að biðjast vægðar ' um greiðslu af sýslunni, en stundum þurfa yfirboð- arar hans að ganga eftir þeim með mestu harðneskju, svo varð t. d. Pingel amtmaður að gjöra 1747. Skrif- stofustörfin sýnast og hafa verið alllausgyrt, svo að yfirboðarar hans þurftu að ganga eftir skýrslum og skilríkjum frá honum. Svo varð Bantzau greifi stift- amtmaður 3. maí 1766 að biðja Magnús amtm. Gísla- son að sjá svo til, að Wíum eins og honum bæri sendi stiftamtmanni dóm sem hann hafði kveðið upp í þjófn- aðarmáli Þórðar nokkurs Pálssonar. Ef satt er, sýnir það og ófýrirleitni hans sem embættismanns, að hafa, ef svo bar undir, skotið skjólshúsi yfir glæpamenn, og skotið þeim undan, í stað þess að taka þá fasta. Segir 1) Ekki settur, eins og sumstaðar segir. Gisli Konráðsson það hafa verið ahnannaróm, að Wí- um rjetti sakamönnum hjálparhönd á þennan hátt. Tilfærir hann slíkar munnmælasagnir þessu til sönn- unar og eru þær báðar settar hjer, ekki af því að þær sanni neitt um hvort Wíum hafi gjört þetta, nje heldur, ef satt væri, í hvaða tilgangi það hafi verið gert, heldur af því að þær sýna svo aðdáanlega hvert álit alþyða hafði á Wíum. Önnur sagan er af þvi að Wíum hafi hýst Fjalla-Eyvind vetrarlangt, og er hún svo: „Það var iim kvöld á Skriðuklaustri, að maður ó- kendtir kom þar; barði sá að dyrum; en er til dyra var gengið, og sá spurður að heiti, Ijest hann Jón heita. Óskaði hann að tala við sýslumann. sjálfann. Var Wíum það sagt; gekk hann við það út til komu- manns. Kom Wíum þá inn síðan og sagði Guðrúnu konu sinni, að mann þann sem kominn væri hefði hann tekið til -vetrarvistar og mótmælti hún því að engu. En þegar að morgni reið Wíum á bæ þann er Hrafnkelsstaðir heita, á Skriðuklaustursjörð, þar lands- seti hans bjó á, og fann bónda að máli, en hvert erindi hans var vissu ekki aðrir ménn. En það varð þá um sömu mundir, að kona ein kom til vistar á Hrafn- kelsstaði, er kvaðst Steinun heita.- Það bar til eitt kveld í myrkri á Hrafnkelsstöðum, að bóndi mætti henni í baðstofudyrum eða göngum, svo þau rákust hvort á annað. Spyr hann þá byrstur hver þar færi. Hún svar- ar: „það er Halla"; var þó kölluð Steinun eftir sem áð- ur. Á Skriðuklaustri um jólin var Wium nokkuð við öl og spilaði þá með fleirum og einn þeirra Jón vetr- artökumaður hans. Segir þá Wium: „Hefir þú ekki stolið sauðunum mínum í sumar — Jón eða hver djöf- ullinn þú heitir". Svaraði Jón þá: „Allir verða í nauð- unum nokkurnveginn að láta, sýslumaður góður". Um vorið fór Jón í þurtu svo enginn af vissi. Um sama leyti hafði og konan horfið frá Hrafnkelsstöðum; var þá líka vant tveggja hesta á klaustrinu; var þá leita far- ið um tvo daga og fundust ekki. Var þá sýslumanni til sagt, að hvergi fyndust. Svaraði hann þá: „Eru ekki nógir bölvaðir merarsynirnir?" Fundust þeir og aldrei, og þóttust menn þá víst vita, að hann hefði gef- ið þá Eyvindi og Höllu. Ljek og orð á að mörgum væri hann liðsinna er í sökum voru, ef hans leituðu, og sagt er að valdsmenn þar eystra og höfðingjar sum- ir kölluðu hann „skálkaskjól". Það er auðsjeð á þessari sögu, að Wium hefir verið við alþýðuskap, umgengnisgóður við auma og með eng- ann embættishroka, og ekki látið sjer alt fyrir brjósti brenna. Hin sagan er á þessa leið: (Frh.).

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.