Vörður - 11.12.1926, Blaðsíða 1
Afgreiðslu- og inn-
heimtumaður
Ásgeir Magnússotl
kennarí.
ILJtgef andi : 3HÖ®tj6rn £iial«isflolálisiii8.
IV. kv.
ReykfavÍK II. «U»s. 1926.
ðO. blað.
í haust birtu heimsblöðin á-
varp frá fjölmörgunl merkustu
fjármálamönnum Evrópu og
Ameríku, þar sem þeir skoruðu
á þjóðirnar að hverl'a frá vernd-
artolíuin, þ. e. innflutningstoll-
vm á þeim vörum, sem hægt er
aö framleiða ódýrar i öðrum
löndum, en í því Iandi, þar sem
tollurinn er á lagður. Kváðu
íjármálamennirnir að afnám
verndartolla myndi ge'ra fram-
leiðslu og viðskifti örari og heil-
brigðari og minka atvinnuleysi
Tollmúrar Evrópu
og dýrtið. Ekki verður enn sjeð
hver áhrif þetta ávarp kann að
hafa.
Enskur hagfræðingur hefir
nýlega látið móta uppdrátt þann
af Evrópu ,er fylgir þessum lín-
um, og er hann nú lil sýnis í
„Bank of England" í London.
Er hvert land lukt tollmúrum,
misháum í hlutfalli við þá inn-
flutningstolla, sem þar eru í lög-
um. Lægstir múrar lykja um
England, Holland og Danmörku,
miðlungi háir um Svíþjóð, Noreg,
Frákklarid og írland, allháir um
Þýskaland og ítalíu og enn hærri
um Spáii, Jugóslavíu, Rúmeníu,
Tjekkó-Slóvakíu, Pólland, Ung-
verjaiand og Grikkland. En lang-
hæstir eru tollmúrarnir um sam-
eignar-lýðveldið rússneska. Til
þess að lýsa útilokunarstefnu
þess gagnvart erlendum vörum
sem glegst, hefir hagfræðingúr-
inn enski látið setja gaddavírs-
girðingar ofan á rússnesku toll-
murana.
Vilhjálmur II.
Alimikið er rætt um það í út-
Jendum blöðum, að Vilhjálmi
fyrverandi keisara muni leika
feugur á að hverfa heim til
Þýskalands og setjast að í hölí
sinni í hinum fræga baðstað
Homburg von der Höhe. Höll
þessi er meðal þeirra eigna, er
verða áfram í eigu hans eftir
samningum hans við þýska lýð-
veldið. Er talið að hann dreymi
enn um afskifti af málum þjóð-
ar sinnar og muni þá höllin í
Homburg verða miðstöð nýrrar
breyfingar, er raskað geti friði í
Frakkar og ftalir.
Símað er 7. þ. m., að Frakk-
ar safni liði á frakknesk-ítölsku
landamærunum, til þess að vera
til taks, ef Fáscistar gera árás.
Þjóðverjar og Bandamenn.
Shnað er fra Genf, að um leið
og ráðsfundur Þjóðbándalags er
Þýskal. og spilt fýrir því út á við.
Hollenska stjórnin telur sig
engan rjett eiga á því að hindra
för keisarans úr landi. Sam-
kvæmt lögum um verndun þýska
lýðveldisins, er það lagt á vald
stjórnarinnar, að leyfa eða
banna keisaranum aðsetur í
Þýskalandi, og hefir núverandi
stjórn lýst yfir því við Frakka, að
hun muni ekki veita honum
heimfaraleyfi. En þessi lög falla
úr gildi í júli næsta ár, og er tal-
ið mjög óvist að meiri hluti fáist
í þýska þinginu með þeirri til-
lögu jafnaðarmanna, að keisar-
anum verði bönnum dvöl í
Þýskalandi. Er því engu hægt að
haldinn, en hann hófst í gær,
muni þeir Briand, Chamberlain
og Stresemann ræða um eftirlit
með þýskum hermálum, heim-
sendingu setuliðsins úr Rinar-
bygðunum o. fl.
Lœkkun herkostnaðar.
Símað er frá London, að
spá um hver ákvæði verða lög-
leidd að ári, er að því lúta að
verja lýðveklið fyrir áhrifum
keisarans.
Annars hefir hann verið veik-
ur i haust og ér yfirleitt talinn
heilsuveill nú orðið.
Myndirnar yfir þessum línum
eru af höllinni í Homburg og frá
þeim tíma, er keisarinn hafðist
þar við. Á vinstri myndinni sjest
fólk bíða þess í smáhópum, að
fá að sjá keisaranum bregða
fyrir, en hægri myndin er tekin
að morgni dags, þegar keisar-
inn er að leggja af stað út að
ríða, svo sem hann var vanur á
degi hverjum.
Churchill hafi áformað að gera
tilraun til þess að koma á sam-
vinnu á milli Englands og Frakk-
lands og ítalíu um lækkun út-
gjalda til hermála. Ef þetta tekst,
minkar það stórum skattabyrð-
irnar í þessum löndum
Landkjörið.
Eins og getið var um i síð-
asta tölubl. voru hinn 3. þ. m.
talin atkvæði, sem greidd höfðu
verið við landskosningu þá, sem
fór fram 1. vetrardag, og urðu
úrslitin þau, að íhaldsflokkur-
inn íjekk 8514 atkv.. á sinn lista,
en Framsóknarmenn og Jafnað-
armenn 6940 atkv. á hinn sam-
eiginlega lista sinn.
Til kosningar þessarar var
stofnað vegna fráfalls Jöns
Magnússonar forsætisráðherra,
og var vikið að þvi mjög greini-
lega í Verði fyrir kosningarnar,
að tilgangslaust og ranglátt væri
að láta nokkra kosningu fara
fram, því að íhaldsflokkurinn
átti eftir stærð sinni kröfu á, eft-
ir reglum hlutfallskosninga,. að
eiga á þingi 3 af hinum 6 lands-
kjörnu þingmönnum.
En forráðamenn Framsóknar-
innar dauf'heyrðust yið öllum
þessum rökum og voru lengi
sumars í launmakki við Jafnað-
armenn um að bera fram sam-
ciginlega landskjörslista. Og svo
fór að lokum, að samkomulag
náðist, en erfið var sú fæðing og
margir væru nefndir til, þar sem
erfitt reyndist að finna þann
mann, er væri þeim sjónhverf-
ingahæfileikum gæddur að sýn-
ast bóndi i sveitum en verkamað-
ur i kaupstöðum.
Úrslit kosninganna sýna, að
sjónhverfingaleikur" þessi hefir
ekki tekist sem best og var þó
ekkert til sparað. Sá maður, sem
Valihn var til þess að leysa af
hendi hið erfiða hlutverk, þandi
sig á ferðum uhi allmikinn hluta
landsins og hjelt annan daginn
fundi með bændum í sveitum og
hinn með verkamönhum í kaup-
stöðum. í fylgd með honum var
oftast Jónas frá Hriflu og mun
það litið hafa bætt fyrir í sveit-
um, en ekki fara sögur af, að
þeim fjelögum hafi orðið skota-
skuld* úr að lofa hverjum því,
sem best hentaði.
Varla er efi 4 því, að nú sjá
þeir Timamenn, að betra hefði
þeim verið að fylgja ráðum 1-
haldsflokksins og stofna ekki til
þessara kosninga, þvi að ekkert
mun vera þeim ókærkomnara en
hin ótvíræða traustyfirlýsing til
íhaldsflokksins og stjórnar hans,
sem felst í úrslitum þessara
kosninga. íhaldsflokkinn fyllir
nú helmingur þingmanna, en
þessar kosningar sýna, að hann
ætti að hafa meira og það er
eins og kjósendurnir hafi við
þessa nýafstöðnu kosningar ver-
ið að benda hinum hluta þing-
mannanna sem greinilegast á
það, að Ihaldsfl. sje sá sem
stuðnings megi vænta í framtíð-
inni, ef svo verður haldið áfram
af flokksins hálfu sem hingað
til. Þetta mun íhaldsfl. finria vel
og gæta þess að halda áfram
á sama ferli umbóta og fram-
kvæmda, seni hann hefir fetað
síðan hann tók við stjórnartaum-
unum 1924. Flokkurinn og
flokksstjórnin finnur auðvitað
hið mikla traust sem liggur bak
við úrslit þessara kosninga og
þakkar fyrir þá hvöt til starfs og
dáða, sem í þessu felst. Enginn
stjórnmálaflokkur á Norðurlönd-
um á því láni að fagna nú sem
stendur að hafa meiri hluta
kjósenda bak við sig, nema I-
haldsflokkurinn íslenski. Alstað-
ar annarstaðar þarf sam-
bræðslur flokka til stjórnar-
myndunar. Og utan Bretlands
hins mikla mun það vera mjög
fátítt í Norðurálfu, þar sem þing-
ræði er, að stærsti stjórnmála-
flokkurinn sje hlutfallslega eins
sterkur og íhaldsflokkurinn is-
lenski.
Hinar nýafstöðnu kosningar
eru góð bending um þær vonir,
sem íhaldsfl. má gera sjer um
kosningarnar næsta haust. Að
sama skapi sem kosningar þess-
ar eru örvandi fyrir fylgismenn
Ihaldsflokksins, eru þær leiðar
fyrir Timamenn og þó einkum
forsprakkana, sjerstaklega þá 2,
sem vikulega með stórum orðum
og miklum hávaða reyna að telja
alþjóð manna trú um, að nú sje
ver stjórnað landinu en nokkru
sinni fyr. Varla líður svo vika, að
þessi 2 menn, sem báðir eru
kappaldir af fje bænda Idndsins,
berji ekki bumbuna í Tímanum,
og reyni að sverta og svívirða í-
haldsmenn, sjerstaklega þá, sem
þar standa framarlega í fylk-
ingu. Altaf telja þeir nýtt og nýtt
og altaf er verst hið síðasta. Fyr-
ir þessa menn getur það ekki ver-
ið skemtilegt að fá dóm eins og
þann, sem liggur í síðustu kosn-
ingu. Sá dómur hlýtur að hafa
svipuð áhrif og köld vatnsgusa á
reiða hana. En allra verstur fyr-
ir þá, er þó dómur bændanna,
sem í kosningunum liggur, því
að hann er í fám orðum sá, að
meiri hluti bænda landsins trúir
ekki neinu af því sem þeir segja.
Blað þeirra og þeir sjálfir eru
með öðrum orðum á því stígi, að
því og þeim er ekki alment trú-
að. Þeim er ekki trúað til að
segja satt. Kjósendur eru ekki
þeir skynskiftingar að hægt sje
ár eftir ár að villa þá með blekk-
ingum um að altaf fari stjórn-
arfarið versnandi og hvert stór-
hneykslið reki annað, en engar
afleiðingar komi af öllu þessu.
Kjósendur sjá, að ef rjett væri
frásögn Tímans væri alt í kalda
koli, fjárhagur landsins ákaflega
bágborinn, enginn næði rjetti
sínum og öllu væri stjórnað með
hag fámennrar klíku fyrir aug-
um. En mikill meiri hluti kjós-
enda hafa.nú sýnt, að þeir trúa
ekki neinu af þessu, af því að