Vörður - 11.12.1926, Blaðsíða 2
V Ö R Ð U R
þeir hafa rekið sig á að það get-
ur ekki verið satt. Hið nefnda
blað og höfundar þess eru þvi
komnir á það stig, að ekki er tek-
ið mark á stóryrðum þeirra,
enda hlaut svo að fara fyr eða
síðar eftir aðförum þeirra.
Hin nýafstaðna kosning sýnir
greinilega straumhvörf meðal
kjósenda landsins. Aldrei hefir
nokkur stjórnmálaflokkur hjer
á landi orðið fyrir meiri von-
brigðum en Framsóknar- og
Jafnaðarmanna-flokkarnir nú.
Miklu um þenna ósigur veldur
það, sem áður er nefnt, að trúin á
forsprakka Framsóknar er að
hverfa. En annað atriði hefir og
stuðlað að ósigrinum og það er
sambræSsían við Jafnaðarmenn
bæjanna. Oft og mörgum sinn-
um hefir því verið haldið fram í
Verði, að talsvert náið samband
væri milli þessara flokka og bent
á, að aðalleiðtogi Framsóknar
væri hreinn Jafnaðarmaður.
Þetta hefir Alþ.bl. játað en Tim-
inn neitað 'því. Við hinar al-
mennu kosningar 1923 var bent
á sambandið milli þessara
flokka, en öllu var því neitað þá
og það talinn kosningarógur
Varðar, sem Timinn kallaði þá
kosningapjesa. En nú hafa þeir
Tímamennirnir kastaS grímunni
og • með því sýnt, að frásögn
Varðar var rjett og jafnframt
hafa þeir opnað augu margra
kjósenda á landinu fyrir því, að
tillætlunin var að vjela þá til
fylgis öfgastefnum nútímans.
Um Tryggva Pórhallsson, sem
mest hefir reynt að telja öðrum
trú um, að hann væri hinn eini,
sanni bændavinur, er það nú
upplýst, að hann stóð af hálfu
Tímamanna fyrir samningunum
við Jafnaðarmennina, þvi að
Jónas frá Hriflu var þá erlendis,
er samningar fóru fram. Af þess-
um samningum hlaut það að
leiða, að Tr. Þ. varð að heita
Hjeðni Valdimarssyni stuðningi
við kosningarnar hjer í bæ í
haust. Nú méga allir íhuga
hversu eðlilegt þeim þyki, að
maður sem vill reyna að verða
bændaforingi, skuli gera sam-
band við hörðustu andstæðinga
bændanna. Það nægir að benda á
þetta, og munu þá allir sjá óheil-
indin og hið falska landsmála-
flagg, sem siglt er undir/
Sambræðslan milli Framsókn-
ar- og JafnaSarmanna er örugg
sönnun þess, að þessir flokkar
ætla, ef Ipeir ná svo miklu fylgi,
að viðlit sje að mynda stjórn, að
gera það í sameiningu. Þá'mun
verða bert hvert stefnir. Til þess
að fyrirbyggja þetta er engin
önnur leið fyrjr kjósendur en
að efla íhaldsflokkinn svo, að
hann sje þess megnugur að bera
einn óskifta ábyrgð á stjórn
landsins. Til þess þarf hann að
hafa að minnsta kosti 22 þing-
menn í sínum flokki og helst
nokkru fleiri. Eftir kosningun-
um nú er varla mikill efi á því,
að kjósendur muni sjá fyrir
þessu næsta haust og það jafnvel
þótt margir Framsóknarferða-
langar leggi land undir fót næsta
sumar.
Hinn mikli kosningarósigur
stjórnarandstæðinga stafar og
vitaskuld að nokkru leyti af því,
að mennirnir, sem íhaldsflokk-
urinn bauð fram voru lands-
kunnir, mætir menn, en á móti
voru boðnir menn, sem ekki
standa hinu má sporSi. Efri mað-
ur stjórnarandstæðinga hefir að
visu farið talsvert víða um land,
en vafasamt mun, að hann hafi
unnið nokkuð við það. Heima í
hjeraði segja kunnugir menn, að
ekki þyki vert að fela honum
opinber störf. Hann fæst við bú-
skap þegar hann er heima, en
mikill.tími fer í ferðalög og fyr-
irlestrahald. Er það gefið upp, að
fyrirlestrarnir sjeu um sam-
vinnufjelagsskap, en í rauninni
eru þeir um stjórnmál að mestu
og einhliða í vil Framsóknar-
mönnum. Ekki er kunnugt hver
borgar þessi ferðalög, en ekki er
ósennilegt, að kostnaði af þeim
sje jafnað niður á bændur lands-
ins, jafnt þá, sem fylla íhalds-
flokkinn og hina sem Framsókn
Reynslan hefir nú sýnt það
greinilega, að allur' sá kostnað-
ur, sem samfara var síðustu
kosningum, var óþarfur. Það eru
Tímamenn sem eiga sök á þeim
kostnaði. Hann var bakaður rík-
iss.jóði, sýslusjóðum og kjósend-
um. Væri fróðlegt að meta til pen
inga þessa hagsýni Tímamanna,
en það verður þó ekki gjört hjer
að öðru leyti en því, að bent er
á, að ef reiknað er fyrirhöfn og
ómök kjósenda, er þetta stórfje.
Sýnir þetta bert, að það er dýr
leikur að stofna til kosninga að
óþörfu, en slíkt hafa nú Tíma-
menn leikið á kostnað almenn-
ings.
Tíminn heldur því fram, að
nokkru valdi um kosningaósig-
urinn, hve illa hafi verið sótt
kosningin vegna óveður. En ekki
er mikið satt í þessu. Yfirleitt
var kosningin betur sótt nú en
1. júlí í sumar. Það er að sönnu
rjett, að í Þingeyjarsýslu og
Múlasýslu voru greidd 178 atkv.
færra nú en í sumar og telja
Tímamenn það skaða sinn. Mun
þetta og rjett vera að nokkru, en
tap þetta vinnst fullkomlega upp
við það, að við þessa kosningu
greiddu samtals 311 fleiri menn
atkvæði í Eyjafjarðar- og Dala-
umdæmi en í sumar. Veðrinu
verður því ekki um kent, þegar
borið er saman kosningafylgi
stjórnarandstæðinga nú og í
sumar.
Hinar nýafstöðnu kosningar
sýna það, að landsstjórnin hef-
ir ekki mist fylgi við breytingu
þá, sem á henni varð í sumar.
Þvert á móti er það greinilegt,
að kjósendur vilji sýna, að þeir
sjeu samþykkir þeirri aðferð,
sem við var höfð, er hinn fyrv,
forsætisráðherra fjell frá. Tíma-
menn hefðu sjálfsagt kosið helst
að þing hefði verið kvatt saman
til þess að ráða fram úr vand-
ræðunum, til þess að fá tækifæri
til að reyna að hleypa af stað ill-
indum og glundroða, þótt það
kostaSi ríkissjóðinn mikið. Má
landsstjórnin vera kjósendum
þakklát fyrir hinn ótvíræða
stuðning, sem þeir hafa veitt
henni og er varla efi á, að hún
muni reyna að sýna þakklæti
sitt i verkinu, með því að halda
óbreyttri þeirri stefnu, sem hún
hefir haft og telur rjetta. Með
því hlýtur hún að telja sig vera
í samræmi við meiri hluta kjós-
enda.
Að öllu athuguðu hafa kosn-
ingar þessar verið hið mesta
stjórnmálahapp, sem íhalds-
flokknum gat hlotnast, en varla
VORÐUR
kemur út á Iaugardögum.
Ritstj órinn :
Kristján A Wertson,
Túngötu 18. — Simi: 1961.
Af greiðslan :
Hverfisgötu 21.
Opin 10—12 árd. — Sími: 1432.
Verð : 8 kr. árg.
Gjalddagi 1. júlí.
munu stjórnarandstæSingar mjög
hróðugir af því að hafa með
stjórnmálafákænsku sinni orðið
þvi valdandi, að happ þetta bar
að höndum. En því má ekki
gleyma, að ein megin orsök þessa
happs er hið síþverrandi fylgi
Framsóknarflokksins í sveitum.
íhaldsflokknum er það ekki á
móti skapi, að þetta sje sann-
reynt sem oftast.
Civis.
Tíminn.
1 fyrra var Tíminn eitt þeirra
fáu höfuðstaðarblaða, sem ekki
mintist Benedikts Sveinssonar á
aldarafmæli hans. Og á tveggja
alda afmæli Eggerts ólafssonar
var Tíminn eina Reykjavíkur-
blaðið, sem ekki flutti um hann
minningargrein.
Það er eins og blaðið muni þá
aðeins eftir forvígismönnum
þjóðarinnar á liðnum öldum,
þegar það hyggur sjer i hag í
því að misbrúka nöfn þeirra í
smekklausum og sjálfhælnum
æsingagreinum.
Sunnefa.
Mynd af rjettarástandinu á Islandi á 18. öld.
Eftir GuSbrand Jónsson.
Magnús hjet maður er komst í Ijótt kvennamál.
Vildi Guttormur lögsagnari Hjörleifsson grípa hann
og dæma. Flýði hann áður á fund Wíums og bað hann
liSsinnis. Ritaði Wíum nú „vin sínum, er á duggu
var, og sendi nú Magnús meS þaS og bað hann að
koma Magnús utan, og fjekk honum nokkuS skot-
silfur. En fyrir því hann átti að fara yfir sýsluhluta
Guttorms, bað Wíum Magnús að hraða svo ferðinni, aS
hann gisti ekki í norSurhluta sýslunnar lengur en tvær
nætur, því leitaS mundi hans. Hjelt Magnús áfram
en kom hina þriðju nótt til kunningja sins og gisti
þar. Þá var Guttormur á ferð kominn meS nokkra
menn til aS fanga Magnús. Barst honum pati af hvar
hann vera mundi. Gátu þeir því farið hann og höfðu til
baka með sjer seint á degi. Magnús baðst þá á leið-
inni að ganga til þurftar sjer, og drógst lítið á eftir.
Heimtu þeir þá að hann flýtti sjer, svo þeir næðu
gistingu, en hann ljet ekki á liggja. Var þá ekki trútt
um að þeir hryndu honum og drægju áfram; var og
veður frjósandi. Um nóttina gistu þeir Guttormur að
bónda auðugum og var honum fylgt í baðstofuhús
hlýtt, en kveiktur eldur fyrir fylgdarmenn hans í skála
frammi að verma sig við. Vildi Magnús þar ekki að
koma; atyrtu þeir hann mjög og kölluðu drembinn
hjervilling, en því næst sáu þeir, að blóð lak niður
undan bol hans eða brjóstadúk, sem kallað var, og
hneig hann dauður niður litlu síðar, því að stungið
hafði hann sig á hnífi litlum, er hann hafði eftir orð-
ið. Fannst þá brjef Wíums á honum. Var það skömmu
siðar að Guttormur reið að finna Wíum og sýndi hon-
um brjefið, átaldi-mjög lagabrot hans mikið, og hót-
aSi honum lögsókn. Varð Wíum þegar uppi og reidd-
ust þeir mjög og deildu ákaflega. Höfðu menn siSan
í minnum orð Wíums við Guttorm, er hann reið með
heitingum reiður úr hlaSi, því þá mælti Wíum: ,.Drektu
nú blóðið úr honum Magnúsi bölvaður blóS-
hundurinn. Dettu af baki og dreptu þig, far þá svo til
Vítis". Guttormur reiS afarfjörugum hesti svo langt
bar hann undan fylgdarmanni sínum, datt af baki,
drógst lengi í stigreipi og fjekk af .því bana, ætluðu
menn hann hafa hálsbrotnaS".
Sagan ber þaS meS sjer að hún, að þvi er til hlut-
deildar Wíums kemur, er ósönn. Bæði er það ólíklegt
að Wíiim hefði komist hjá óþægindum af málinu þar
sem brjel' hans átti að hafa fundist á Magnúsi, og ó-
líklegra fyrir það, að Guttormur og Wíum voru aS
sögn fjandmenn. Svo er og hitt að sagan af láti Gutt-
orms er ýkt, — hann fjekk slag eins og gengur og
gerist og hneig örendur af hestinum. En hitt sýnir
sagan og, að samúð almennings hefir verið Magnúsar
megin en ekki Guttorms, og hefir alþjóðarálitið enga
ímynd þeirrar samúðar betri fundið en Wíum fyrir
það, hvað hann var alþýðlegur og góðgjarn. Báðar eru
og sagnirnar ólíklegar af því, að varla kemur til að
þessi atriði hefðu getað legið í láginni í Sunnefumál-
unum, þegar óvinir Wiums settust að honum. Reyndar
ber það, að Wíum nefnir dæmdann og útlægann þjóf í
dóm með sjer í Sunnefumálinu, heldur vott um, að
honum hefir enginn stuggur af slíkum mönnum stað-
ið, og þeir verið honum handgengnir.
Hjer verSur að geta þess, jafnvel þó litlu máli skifti,
aS þekt virSist Wíum hafa Fjalla-Eyvind, og veriS
honum innanhandar i vandræSum hans, annað hvort
al' vangá, sem sennilegra er, eða af fullu ráði og fús-
um vilja. 1764 höfðu þau Halla og Eyvindur strokið
úr haldi frá Halldóri Jakobssyni sýslumanni í Stranda-
sýslu. Fóru þau austur í Múlasýslur, og þaðan norður í
Þingeyjarsýslur, og voru þá með leiðarbrjef frá Hans
Wíum, þar sem hann biður menn að greiða götu þeirra,
sjeu þau Eyvindur og Halla sem nú nefna sig Jón
Jónsson og Guðrúnu Jónsdóttur á leið heim til sín,
en hún sagðist burtgripin af tveimur útileguþjófum,
Arnesi og Abraham, í grasaheiSi. Þeir Arnes og Ahra-
ham eru alþektir. Tók Pjetur sýslumaSur Þorsteins-
son, sem altaf hafSi augastaS á Wíum, þingsvitni um
þetta.
HiS ytra er Wíum lýst svo, aS hann hafi veriS stór
vexti og þrekinn, en harSur í lund og ófyrirleitinn,
hvatur til hvers hlutar og allra manna orSfærastur,
drykkfeldur og baldinn viS vín og barsmíðamaður. III-
ur var hann og þeim er móti honum snerust, svo sem
atferli hans við Sigurð Brynjólfsson, vitni þvi er hættu-
legast var honum í Sunnefumálum, lýsir. Ekki er þess
getið um Wíum að hann væri neitt sjerstaklega kvenn-
hollur og ek'ki er hann bendlaður við nein önnur
kvennamál en Sunnefumálið. Wíum bjó fyrst á Eig-
ilsstöðum á Völlum, síðan á Eiðum í EiSaþinghá, en
síðast á Skriðu í Skriðdal.
Um systkinin Jón og Sunnefu Jónsbörn vita menn
ekkert nema það sem af málinu sjest. Þau virðást
hafa verið úr Borgarfirði eystra, og var hann 14 vetra
en hún 16 er þau rötuðu í ógæfuna. Lauslátari virðast
þau systkin hafa verið en alment gerist, því Sunnefa
Ienti eftir fyrstu barneign sína með bróður sínum, áð-
ur en hún var sloppin við afleiðingar hennar, i nýju
barneignarmáli, sem öll vandræðin hlutust af, og Jón
var, eins og síðar sjest, ekki við eina fjöl feldur eftir
það heldur. Wíum segir Sunnefu vera „að harðýðgi og
ósannindum áður víSfræga'' í sóknarskjali sínu fyrir
lö'gþingi á Ljósavafni 1756. Hann kallar þau og bæSi
harShnökkuS og kveSur þau hafa framdregiS sitt líf -
sem hinar verstu manneskjur. HvaS sem satt kann í
þvi að vera, er hitt víst að Sunnefa víkur aldrei frá
þeim framburði, að hún hafi engin mök haft viS bróS-
ur sinn eftir fyrra brotiS, en þar fer Jóni bróSur henn-
ar öSruvísi. Af því skyldi mega ráða, hver framburð-
urinn, sem rjettari er, að Sunnefa hafi verið lund-
fastari en Jón, eða hafi hún logið, harðsvíraðri. Hitt
er og athugandi, að við fyrra brotið reyndi hún aS
ljúga það af sjer og var það vorkunarmál, svo mikil
vandræði sem hið sanna hlaut yfir hana að leiða.
En Austan-Teitur Sigfússon, sem hafði sjeð þau, bysir
að sögn Gísla Konráðssonar þeim systkinum svo hið
ytra, „að Sunnefa væri handvirðukona mikil, dökk-
eygð, svört á brún og með síðu hári, langleit og föl-
leit en sómdi sjer vel", en Jón bróðir hennar hafi „og
verið vel á sig kominn að jöfnum aldri".
Það var von að Sunnefumálið vekti athygli á sinni
tíS, og þá ekki hvað minst fyrir það, hve lengi það
var á döfinni. Full 17 ár liSu frá því það hófst og þar
til því lauk að fullu — ekki með endanlegum dómi,
heldur vegna þess, að höfuSaSiIinn, Sunnefa, var, ef
svo mætti segja — flutt í annaS lögsagnarumdæmi
— var dáin. Og svo var eftirtekt sú, er máliS vakti, mik»
il, að sveitadráttur varS um faSerni síSara barns Sun-
hefu og fólkið gekk i tvenna flokka út úr þvi, eftir þvi
sem Vallanesprestinum, síra Stephani Pálssyni segist
frá. (Frh.).