Vörður


Vörður - 18.12.1926, Blaðsíða 2

Vörður - 18.12.1926, Blaðsíða 2
2 V O R Ð U R Dapur kliður. „Skjótt hefir sól brugðið sumri“ söngla þeir nú í herbúð- um Tímans. Sjaldan hefir stjórnmálaflokkur orðið fyrir sárari vonbrigðum. Dómur þjóð- arinnar við landkjörið síðasta kom svo óvænt og var svo harð- ur. Það var annað hljóð i stroknum eftir landskjörið í sumar sem lcið : Þá var hrópað : Eljan! Eljan. Þá hafði „forsjón- in tekið í taumana" til þess að hinum „útvöldu“ gæfist kostur á að sýna til fullnustu yfirburði sína og hylli meðal lýðsins. Kosningaúrslitin í sumar stigu forkólfum Framsóknar til höfuðs. Þeir þóttust hafa ráð þorra kjósenda svo í hendi sjer, að óhætt væri að taka grímuna ofan rjett í'bili. Þeir gerðu opin- bert samband við „öfgaflokk- inn“, sem svo hefir oftast nefnd- ur verið í Timanum. Þeir breiddu yfir ágreiningsefnin, sem þeir hafa talið milli þessara flokka. Ekkert hnjóðsyrði heyrð- ist um „öfgaflokkinn". Einn af mest metnu flokksmönnum Framsóknar fjekk ekki rúm í Tímanum mánuðum saman, vegna þess að álit hans á banda- mönnunum þótti falla illa við lofsöngva tilhugalífsins. Jafnframt var veitst að íhalds- mönnum, bæði flokknum i heild sinni og einstökum flokksmönn- um, með offorsi og illindum svo að fádæmum sætti. Öll viðleitni Framsóknar-máltólanna gekk í þá átt, að koma því inn hjá bændum, að íhaldsmenn væri vargar í vjeum, fjandsamlegir viðreisn landbúnaðarins og allri menningu sveitanna. Hjer í blað- inu hafa þessar kenriingar marg- sinnis verið hraktar. En Tíminn trúir meira á mátt endurtekn- inganna en mátt sannleikans. Þess vegna er sömu blekkingun- um veifað aftur og aftur, og kenningar vaktar upp að nýju, þótt ótal sinnum hafi verið tætt- ar sundur. Sainfara rógnum um íhalds- flokkinn var óspart gefið í skyn, að gullöld landbúnaðarins mundi renna upp, ef Framsókn næði að mynda stjórn. Allsstað- ar var látið skína í fjárstyrk og fríðindi. Af siðustu kosningum ættu Tímamenn að geta lært tvent: að bændur eru ekkert upp með sjer af tengdunum við Lenins- lolkið, og að þeir eru liættir að taka mark á rógnum um íhalds- flokkinn. Þeir mega eiga það, Tímafor- kólfarnir, að þeir liggja ekki á liði sínu. Þeim verður ekki bor- ið á brýn, að þeir sleppi nokkru tækifæri til að sverta andstæð- ing og svívirða. Þeir hafa til að vega aftan að mönnum, ef ekki er komist í höggfæri á annan hátt. Og vopnin eru verknaðin- um samboðin. Þeir hafa styrkan fjelagsskap og harðvituga liðs- foringja um land alt. Þeir eru allir Iogagylltir af „háleitum hugsjónum“ rg „göfugum iifs- skoðunuiu“. Þeir eru postular siðferðis og' ímynd rjettlætis. Og samt vill þjóðin ekki þýð- ast þá. Mikill meiri hluti kjósenda við síðustu kosningar hefir sýnt hvers hann metur gaspur þeirra. Þorri manna hefir fengið skömrn og fyrirlitning á atfcrli þeirra. Það er ekki til neins að reyna að leýna ósigrinum. Það er ekki til neins að afneita sambandinu við „öfgaflokkinn.“ Það er ekki lil neins að segja eins og götu- strákur, sem lúskrað hefir ver- ið, að þetta hafi verið „ómark“. Því verður ekki leynt að flótti er brostinn í liðið. Þó talað sje digurbarkalega heyrist kjökrið i gegn. Timamenn heimtuðu kosning- ar. Þeir fengu það sein þeir báðu um — og ofurlítið ineira. Á. J. íslensk blöð í Ivaupmannahöfn. Bókmentanefnd ísl. stúdenta- fjelagsins í Höfn hefur fengið leyfi til þess að láta blöð þau og tímarit, er fjelagið fær hjeðan að heiman, liggja frammi á al- þýðidiókasafninu (Kommunebib- liotheket) í Helligaandshuset í Valkendorfsgade. Er mikil bót að því að íslendingar, sem í Höfn dvelja, eigi þannig kost á því að ganga hvenær sem er að öllum nýjum íslenskum blöðum vísum í einum af lestrarsölum borgarinnar. Kringum land á Skailagrími. Eftir Bjarna Sæmundsson. ■SG[.myix Eins og áður var sagt hjeld- um við á hvítasunnudag vestur í Álsbrún, en svo nefnist NA- brún Djúpáls, álsins mikla, scm liggur beint úr ísafjarðardjúpi, út í úthafsdjúpið norðan við Halann. Leituðum við fyrst á s. n. Hóli uppi á brúninni, um 25 sjóm. NV. al' Rit, en þar gengur „Bríkin“ eins og þverhníptur hamraveggur, á mararbotni, út í álinn; er oft góða drætti að fá við þenna vegg' og úti í Bríkinni, en mjög verður alt að standa glögt og kasta verður bakborðsvörpu úti í álnum, draga uppeftir ham- raveggnum landmegin og upp á brúnina og svo snúa út á Brik- ina. Aflinn brást í þetta skifti: slöttungur af smákarfa, stút- ungi, steinbít, skarkola, skráp- flúru o. fl. Kiptum við því inn með Brúninni og reynduin 10 sjóm. út af Rit, 119—95 fðm. og fengum töluvert af stútungi, vænuin þyrsklingi og ýsu, en fátt a.f þorski. Fórum við því um kvöldið inn á s. n. Bleyðu, inni undir landhelgismörkum, úti fyrir Djúpmynninu og fisk- uðum þar um nóttina og fram á. næsta morgun, í góðu hlje fyrir landsynningnum á 50—75 fðm., en aflinn batnaði ekki; að vísu var hann töluverður, svipaður fiskur og út með Brúninni, en miklu meira af þyrsklingi, sem skipstjóra var ekki um að drepa. — Stórhveli sáum við hjer, hið 4. í ferðinni. Þar sein við vorum nú rjett inni undir Kvíainið, datt mjer í hug elsli fiskifræðingur þessa lands, Þuríður gamla Sunda- fyllir. Hún selti Ivvíarmið á ísafjarðardjúpi, eins og sagt er frá í Landnámu og fjekk fyrir það á kollótta af hverjum bónda við Djúpið. Jeg skal láta bú- fræðinga og bændur um að út- lista það, hvers vegna Þuríður vildi heldur hafa ærnar kollótt- ar, en hyrndar, en hitt er mjer Ijóst, að liún ‘hefur ekki verið „blönk“ i fiskifræði, þar sem hún valdi miðið rjett við Djúpmynn- ið, en ekki inni í Inn-Djúpi. Það er ekki mikil áhætta að gera ráð fyrir, að sjaldan bregðist fiskur í álnum úti fyrir Djúp- mynninu og vísa mönrium á Kvíamið, sein óbrigðult mið. Aftur á móti er fiskur stopull í Inndjúpinu og svo liefur ef- laust verið á landnámstíð (það sýnir þessi saga hest) eins og annarsstaðar innfjarða hjer við land og þá reynslu hefur Þuríð- ur haft frá Noregi og þvi ekki vogað að setja miðið lengra inni en þetta. Þegar hjer var komið sögunni, var kdminn 24. maí, svo að við höfðum nú verið úti 12 sólar- hringa, og höfðum siglt mikið og var sagt að kolin — afl þeirra hluta sem gera skal á togara —■ væru farin að ganga lil þurðar. Reyndist lika sá orðrómur sann- ur, því að um dagmálabil kom Jónas yfirmeistari upp í stýris- hús og sagði skipstjóra í em- bættisnafni, að nú mætti ekki Sunnefa. Mynd af rjettarástandinu á íslandi á 18. öld. Eftir Guðbrand Jónsson. Sumarið 1739 meðan Jens Wiurn var sýslumaður í Suður-Múlasýslu rötuðu systkinin Jón og Sunneía Jónsbörn, sem þá voru í Borgarfirði eystra, í það mikla óláp að eiga barn saman. Var hann þá 14 vetra en hún 16. Getur hann þá ekki hafa verið eldri en á 14. ári, og hún á 16. er samfarir þeirra byrjuðu. Þessi glæpur var þá svo algengur, að hann hefur vakið minni eftirtekt en hann myndi hafa g.jört nú á dögum, en varð þó vegna æsku þeirra Sunnefu og Jóns að drjúgu umtalsefni manna á meðal. Þau systkini voru með þessu fallin í það stórmæli, að ekki var nema vonlegt, að þau vildu reynda að smeygja s.jer úr því. Greip Sunnefa þá til þess óyndis úrræðis að lýsa Erlend nokkurn Jónsson föður að barninu. Þá var þó farið að komast lcvis á það hvernig í öllu lægi. vSóknarprestur Sunnefu, síra Gísli Gislason, skarst í leikinn, og fjekk hana — þó með naumindum væri — til að taka lýsinguna aftur, með „guðlegum áminn- ingum“. og játa hið sanna, að Jón væri faðir barns- ins. Jens Wium tók þau systkini í varðhald og hjell próf í málinu á Desjamýri 2. nóv. 1739, nefndi sjer síðan, samkv. 20. gr., 5. kap. 1. bókar Norsku laga Kristjáns 5., átta meðdómsmenn, og dæmdi þau syst- kini af lifi samkv. Stóradómi, hann til að höggvast, en hana til að drekkjast, og var það 20. apríl á Bessastöðum i Fljótsdal. 1740 fær Jens Wíum lausn frá embætti og ferst 7. maí, en Hans, sonur hans tekur við. Varð hann þá að taka fangana til sín og halda áfram málinu. 22. júli 1740 gefur Magnús lögmaður, síðar amtmaður Gíslason út lögþipgisstefnu til erfingja Jens Wíums, og meðdómsmanna hans til ábyrgðar fyrir dóminn, en til Jóns og Sunnefu til þess „endilegan dóm í málinu lýða“. Hingað til hafði málið gengið eins og vant var snuðrulaust, en úr því fór það að ganga skrykkjótt, og úr þessu er altaf annarhvor málsparturinn eða báðir með útúrdúra og krunsprang, sem alt miðar til þess að grugga málið, sem líka tekst svo ágætlega að aldrei kemst maður að því með neinum líkum, hver sannindin i því voru. Hver tilgangurinn hefur verið með því, er aðeins liægt áð Iciða veikar líkur að. Samkvæmt áðurnefndri lögþingisstefnu komu 11. júlí 1740 Hans Wíum sýslumaður og sakamaðurinn Jón Jónsson, ásamt verjanda sinum, fyrrum sýslu- manni Jóni Þorsteinssyni, fyrir lögþingið. Tjáði Hans Wium þar forföll Sunnefu, svo og það að annar vott- urinn að veikindum Sunnefu gæti ekki komið til stað- ar fyrri en næsla dag. Daginn eftir, 12. júlí, ganga enn sömu menn fyrir lögþingið og leggur Wíum fram „eitt skrif daterað 25. Junii 1741 undir sínu nafni, hvar inni hann segist hafa spurt Sunnefu Jónsdóttur, hvort hún gæti ekki sökum veikinda-sig tilgefið ásettrar al- þingisreisu, hvar lil hún hafi svarar, að hún treysti sér ekki fötum að fylgja, ekki heldur til alþingisfará. Til vitnis eru skrifuð nöfn Brynjólfs Brynjólfssonar, Sigurðar Eyjólfssonar og Nikulásar Gíslasonar, að þeir viðstaddir verið liafi, sem sama skrif greinir með víð- ara. Sýslumaðurinn Hans Wíum framfærir að það vitni, sem hjer i gær liefði ekki kunnað sökum fjar- lægðar að mæta, væri enn nú ekki komið til lögþings- ins, en obligeraði (þ. e. skuldbatt) sig að það skyldi mæta hjer á næstkomandi föstudag fyrir middag“. Það virðist af þessu svo sem Wíum að einhverju leyti hafi haft vonda samvisku, úr þvi að honum þyk- ir nauðsynlegt að hafa þrjú vitni að forföllum Sunn- efu, svo og að hann hafi búist við því, að framburður síns eins myndi ekki tekinn trúanlegur um það. Virð- ist það jafnvel benda til að eitthvert kvis hafi þá verið um samdrátt milli hans og Sunnefu. Svo er og ein- kennilegt að Wíum er að eins með einn vottinn hjá sjer og með greinileg undanbrögð undan að koma með hinn. Það var því von að Magnús lögmaður Gíslason færi að hyggja betur að þessu eina vitni, sem við var, þó það eins vel hafi getað verið af hrekk, hafi honuin verið kalt til sýslumanns. Þvi er það, að þegar „Brynj- ólfur Brynjólfsson kom fyrir rjettinn spurði lögmað- urinn herra Magnús sýslumann Hans Wíum, hver sá maður væri, hvar til hjernefndur sýslumaður svaraði, að hann Brynjólfur hefði verið skólapiltur. Síðan spurði lögmaður Magnús sýslumann Hans Wíum, hvort hann kynni að framvísa nefnds Brynjólfs kynn- ingu (þ. e. skilríki). Sýslumaður Wium óskaði að sjer væri til næstkomandi föstudags gefinn þar til frestur“, og hann fjekk hann og þau skilaboð mcð, að þá ætti hann að liafa vitnin í lagi. Við Brynjólf þenn- an hefir þá þegar jiótt eitthvað bogið sem og reyndist, og farið að leika grunur á að vitnin væru í sjálfu sjer einskis nýt, sem líklega hefir verið rjett. Hitt hlýtur mann nú að gruna, þegar maður minnist sagnanna af Wíum, ‘ Fjalla-Eyvindi og Magnúsi sakamanni, að sýsluinaður hafi ætlað að reyna að koma Sunnefu undan, eða að minsta kosti hafa einhver undanlirögð henni til bjargar. Hvað að Sunnefti liefir verið eða hvort nokkuð hefir verið að henni er óvíst, en það er A’íst og skiflir máli að. hún var þá há-ófrísk að siðara barninu. Föstudagurinn var 15. júlí og gengur þá Wíum enn fyrir dóminn ásamt Jóni sýslumanni Benediktssyni, sem Lafrentz amtmaður 13. hafði skipað verjanda þeirra systkina eftir beiðni Wíums. Ekki verður sjeð hvað til þess hefir komið að Jóni sýslumanni Þor- steinssyni, sem í fyrsta rjettarhaldinu hafði verið verjandi systkinanna, hafði verið hafnað. Mótmælir hinn nýji verjandi þegar í stað því, að vitnið Brynj- ólfur sje yfirheyrt um forfölll Sunnefu, nema fram komi skilríki fyrir því hver hann sje, en Wium „til- býður að bevísa, hvar Brynjólfur hafi haft sitt aðset- ur, þá liann hafi af sjer tekinn verið til að vitna um forföllin", en játar hins vegar nú, að vitni sín hafi ekki búföst verið, enda liafi hann þegar vitnið átti að taka sent eftir tveim mönnum búföstum, en þeir ekki kom- ið, og hafi hann þá gripið til þessara manna er voru hendi næstir. Kemur það nú enn fremur upp úr dúrri- um, að annar maðurinn, Sigurður Eyjólfsson, er „þén- ari“ (þ. e. meðreiðarmaður og skrifari) Wíums. Jón Benediktsson inótmælir því að sönnuð sjeu lögleg for- föll Sunnefu og heimtar að málinu sje frestað eins og lög mæli fyrir (N. L. 1—4—32) og liiður úrskurðar á því, án þess að sjáist að Wíum hreyfi neinum veru- legum mótmælum. Sama dag kom úrskurðurinn, og var hann samkvæmt kröfu Jóns Benediktssonar. Vitni Wiuins eru lýst ónýt, Brynjólfur vegna þess, að „hann ei framvísar skýrteinum um sitt ásigkomulag“, en málinu er frestað til næsta árs og skildi stefnan gilda til þess þings, en Wíum er skipað að sjá um, að frest- urinn sje birtur öllum aðiljum. Ekki sýndist þá vera neinn verulegur kraftur i þeim grun, sem kann að vera fallinn á Wíum um einhverja brellni í málinu, þvi hon- um er falið að hafa sakamennina í haldi.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.