Vörður


Vörður - 18.12.1926, Blaðsíða 4

Vörður - 18.12.1926, Blaðsíða 4
4 V O R Ð U R VÖRÐUR kemur út á laugardögum. Uitstj óri nn : Kristján Albertson, Túngötu Í8. — Sími: 1961. Afgreiðslan: Hverfisgötu 21. Opin 10—12 ártl. — Sími: 1432. Verð : 8 kr. árg. Gjalddagi 1. júlí. blaði kusu 178 færri í Þingeyjar- og Múlasýslum við landkjörið i haust en við kosninguna 1. júlí. Og ber sjálfsagt að kenna um færð og veðri. En hvernig Tím- anum getur reiknast að listi hans hafi fyrir þetta fengið 12—1500 atkv. færra í þessum sýslum, en hann átti von á — það er hart nær óskiljanlegt. Því ekki þarf að efa, að „ofhátt“ hefir. hlað- ið ekki ætlað að reikna — það er óhætt um það. En alkunnugt er hye menn eru mishneigðir fyrir hinar öðr- ugri greinir stsérðfræðinnar. Er því í sjálfu sjer ekkert við þvi að segja þótt menn flaski á þungu dæmi. Bjartsýnn ritstjóri. Tr. Þ. segir í blaði sínu, að „áframhaldandi vöxtur kauptún- anna en hnignun sveitanna", sje eitt af „stefnumálum íhalds- flokksins". En —• bætir hann við — „varla koma íhaldsmenn þessu í framkvæmd á næsta þingi“ og segir að kosningarnar pð hausti skeri úr uin þetta sem önnur stefnumál flokksins. Það má búast við því, að mörg- um Framsóknarbónda verði Ijett- ara í skapi er hann les þessa bjartsýnu spá ritstjórans. Hann segir að „varla" muni íhalds- flokkurinn geta lcomið því fram á þingi í vetur, að fólkið verði rekið úr sveitinni og hefir von um að enn verði stundaður bú- skapur í landimi fram yfir næstu kosningar. Tíminn dæmdur. Svo sem kunnugt er stefndi Garðar Gislason heildsali rit- stjóra Tímans fyrir ýms meið- andi ummæli er blaðið hafði flutt um hann-og viðskifti hans í sambandi við hrossaverslun G. G. sumarið 1923. Munu þessi uinmæli aðallega hafa verið frá Jónasi Jónssijni skólastjóra og alþ.inanni. Flest þeirra voru i greinum, sem undir stóðu tvær stjörnur eða X, en eins og kunn- ugt' er hefur alþ.maðurinn auð- kent með þessum merkjum ým- islegt það, sem hann af einhverj- um ástæðum síður vildi undir- rita með upphafsstöfum sínum. Undirrjettardómur í inálinu var uppkveðinn 15. apríl i vor. Var Tr. Þ. dæmdur lil að greiða Cr. G. 25 þús. kr. í skaðabætur, 300 kr. í sekt til ríkissjóðs og 300 kr. í málskostnað. Tr. Þ. á- frýjaði málinu til hæstarjettar og kvað hann dóm sinn upp á mánudag. ÖII ummæli Tímans vorii dæmd dauð og ómerk og Tr. Þ. til að greiða 200 kr. í sekt og 5 þús. kr. skaðabætur til G. G. fyrir tap og álitsspjöll. Málskostnaður undirrjettar var staðfestur en málslcostnaður í hæstarjetti látin íalla niður. Skip ferst. Norska skipið „Baíholm“ lagði af stað frá Akureyri 2. þ. m. á- leiðis til Hafnarfjarðar og hefur ekki síðan lil þess spurst, en á Mýrum hafa rekið lík tveggja íslendinga er með því voru og ýinislegt lauslegt úr skipinu. Má af því ráða að það liafi lar- ist í Faxaflóa einhverntíma í ill- viðruni siðustu vikna. — Skip- verjar voru 18, en af Islending- um þeim, er tekið höfðu sjer sjer far með skipinu frá Akur- eyri er kunnugl um þessa: Theodór Bjarnar verslunar- mann frá Rauðará við Reykja- vík, Karólínu Jónasdóttur. unga stúlku frá Ákureyri, Steingrím Ilansen, ungan mann frá Sauð- árkróki, Ingibjörgu J . Loftsdótt- ur, unga stúlku frá Akureyri. Enn fremur var á skipinu ís- lenskur vjelstjóri, Guðbjartur Guðmundsson, hjeðan úr bæn- um. — „Balholm var 1610 sinálestir að stærð og var í förum lyrir H.f. Kveldúlf. Stórbruni á Stoltkseyri. Að kvöldi hinns 9. þ. m. kom upp eldur í svonefndu Ingólfs- húsi á Stokkseyri. Var veður allhvast og breiddísl eldurinn óð- íluga til næstu húsa. Brunnu sjö hús til kaldra kola og’ nokkrir skúrar, þar sem geymd voru i veiðarfæri o. íi. Húsin sem brunnu voru verslunarhús Ing- ólfsfjelagsiiis, verslunarhús As- geirs Eiríkssonar, ibúðarhúsið Varmidalur, heyhlaða, nær full, eign Jóns Jónassonar hreppstj. og íshús, eign Jóns Stuidaugs- sonar. Húsin voru öll vátrygð hjá * Brunabótafjelagi íslands fyrir tæp 80 þús. kr. en flest sem í þeim var, hæði vörur og annað, var annaðhvort óvátrygt eða vá- trygt undir saniivirði. Tjónið af brunanum er því allmikið. Gin- og klaufaveikin. Atvinnumálaráðuneytið liefur bannað innflutning á heyi og hálmi, lifandi fuglum, alidýraá- burði, hráum og lítt söltuðum sláturafurðum, ósoðinni mjólk og notuðum ioðurmjölssekk j- um frá Noregí, vegna sýkingar- hættu af gin- og klaufaveikinni, sem þar gengur. Hálm til um- búða um norskar vörur má þó flytja fram að nýjári, en á að brenna hann undireins þegar hingað kemur undir eftirliti lög- reglustjóra. Bann þetta gilti áð- ur um innflutning á sömu vörum frá Danmörku, Svíþjóð, Þýskalandi, Hollandi og' Belgíu. Dýrtíðin og starfsmenn ríkisins. Samband starfsmanna ríkis- ins hjelt fund nú í vikunni lil þess að ræða launamál sín. Svo sem kunnugt er lækkar dýrtíð- aruppbót þeirra alhnikið nú frá áramótúm og mun meira en scm því svarar, hve verð á Hfs- nauðsynjum liefir lækkað. Kem- ur það til af því, að ekki er tekið tillit til ýmsra höfuð- pauðsynja við útreikning vísi- tölu þeirrar, sem uppbótin er miðuð við. — Aðaltillaga sú, er fundurinn samþykti, fór fram á það að dýrtíðaruppbótin yrði framvegis reiknuð af öllum laununum, .en ekki af hluta þeirra, eins og nú er. Tvær vara- tillögur voru sámþyktar, önnur um að reynt yrði að fá ómaga- upphót, hin um að farið yrði fram á sjerstaka staðaruppbót fyrir þá emhættisménn, er bú- séttir væru í Rvík: — Þá voru og sammþyktar tvær tillögur, er koma skyldu til greina, þegra launalögin yrðu endurskoðuð. Hin fyrri var á þá leið, að við ákvörðun dýrtíðáruppbótar vrði tekið tillil til húsaleigu, Ijóss, hita, fatnaðar, skatta o. f 1., en hin síðari fór fram á að dýrtíð- aruppbót yrði reiknuð út oftar cn einu sinni á ári. Hjónaband. 16. þ. m. voru gefin saman Ágústa Ingólfsdóttir og .Thor Thors cand/jur. Fóru sama dag lil útlanda með „Lyru“. Ný bók. Út eru komin Úrvalsrit Magn- úsar Grímssonar í einu bindi 262 bls. að stærð), kvæði, leik- rit, ritgerðir og þjóðsögur. Iiall- grimur Ilaligrimsson ineistari hefur annast útgáfuna og ritað æfisögu M. Gr. Útgefandinn er Guðm. Gamalíelsson. Vetraferðabíllinn mikli, sem á að halda akveg- inum austur færum á vetrum, er nú kominn hingað og verður bráðlega reyndur. Skúr liefur verið bygður vfir hann á Kol- viðarhóli. Kvennaheimiliö h.f. Samkvæmt skýrslu gjaldkera nemur innkomið hlutafje nú kr. 27,717,34. í Reykjavík hafa verið keyplir hlutir fyrir kr. 14245.00. Þá eru hæstar þessar sýslur: N.-ísa- fjarðarsýsla kr. 2255.00, S.-Múla- sýsla kr. 2200.00, S.-Þingeyjar- sýsla kr. 1110.00, N.-Múlasýsla og Gullbr. og Kjósarsýsla kr, 975.00 hvor. Aðraf sýslur eru hegri. Þó hefir nokkuð af hlutum verið keypt í öllum sýslum landsins. Þcss má geta, að ein kona í Reykjavík (frú Ragnhildur Pjetursdóttir, Háteigi) helir keypt hlut lyrir kr. 1600.00. Mörg kvenfjelög og sambönd þeirra hafa lagt fram hlutafje. Eru þar hæst: Bandalag kvenna og Lestrafjelag kvenna í Reykja- vík, hvort kr. 1000.00, Thor- valdsensfjelagið, Reykjavík og „Likn“, Vestinannaeyjum, hvort kr. 500.00. Hið íslenska kvenfje- lág kr. 300.00, Sainband norð- lenskra kvenha og Kvenfjelag fríkirkjusafnaðarins, Reykjavík, hvort kr. 200.00. Ýms önnur fje- lög kr. 100.00. Margar konu'r hafa lagL mikið á sig við söfnun og innheimtu hlutafjár, og sýnt hugmyndinni um Kvennaheimilið á ýinsan hátt skilning og vinarhug. ÖH- um þessum konuin kann stjórn- in bestu þakkir. Langt er frá, að enn sje Lak- markinu nóð, og heilir því hluta- fjelagið enn á aðstoð allra góðra manna. Þjer, sem á einhvern hátt vild- uð vinna fyrir h. f. Kvennaheim- ilið, gerið stjórninni aðvart, hún svarar greiðlega öllum spurn- ingum. ' F. h. stjórnarinnar. Steinúnn II. Rjarnason, p. t. ritari. Utanáskrift: H. f. Ivvenna- heimilið. Pósthólf 686, Rvík. PrentsmlSjau Gutenberg. 13 12 leg hætta stafar slíkum gróðri ekki af næturfrostum, ef frostið fer ekki yfir 2°. Þær tölur, sem hjer hafa verið nefndar, raska á engan hátt þeirri vissu, að bygg hafi verið ræktað hjer víða um land fyr á öldum, og að það hali náð þroska í góðuin meðalárum. Bornar sainan við nýj- ustu tilraunir styðja þær miklu fremur þá trú, að bygg megi rækta í meðalárum á allri suður- og suð- vesturströnd landsins, og á hinum sumarhlýrri stöð- um í öðrum landshlutum, að byggræktin geti verið nær árviss, þar sehi skilyrðin eru best, og að byggið muni gcta náð þroska í flestöllum sveitum landsins, þegar best árar. Þess var áður getið, að korngróður virtist þurfa ininna hitainagn til að þroskast í norðlægum (sumar- Ijósum) löndum, en þegar sunnar dreguf. Undanfarin siðustu ár hefir Klemens Krisijúnsson, búfræðingur, ræktað bygg við Reykjavík (Freyr XXII, 1—4 tbl.). Bygg, sem var sáð 1. og 10. maí 1923, var skorið 10. september „saunilega þroskað". 1924 var bygginu sáð 1., 10. og 15. maí, og það var skorið, þroskað 10. sept. Hitamagn sprettutimans var 1923 (frá 1. maí til 10. sept.) 1120° C„ og' 1924 1174° G. Er þetta minna hita- magn en — á sama tíma — i meðalári í Reykjavík. Það er mjög athyglisvert, að sama byggtegund sem þarf 1240° hitamagn til að þroskast í Noregi, þrosk- ast hjer þó hitamagnið sje að eins 1120°. En hverju skiftir það íslenska bændur og gras- ræktarmenn, að verðurátta er hjer eigi kaldari en svo, að möguleikar til byggræktar eru meiri en t. d. á Röros í Noregi, eða líkir og i Alta? Spurningunni verður hjer svarað með því að sýna, hvað erlendar tilraunir sanúa um grasræktarmögu- leikana í sveitum þeim, er liggja á norðurmörkum byggræktarinnar, og bera þær sannanir saman við ein- stakar tilraunir og reynslu heima fyrir. Fyrst skal athuga túnræktar- og grasræktarlilraui^r á Röros. Sveitin var til forna skógi skrýdd, — skóg- urinn er nú eyddur, og vorkuldar og frostnætur fara ómildum hönduin um jarðargróðann. Enda segja Rörosbúar, að þar sje altaf 8 mánaða vetur, og auk þess kuldatíð í 4 mánuði. Grænfóðurræktartillraunir gerðar í Röros 1920—24 sýna, að ýmsar korntegundir, svo sem hafragras, hygg, vorrúgur o. fl„ blandað og óblandað, hafa gefið frá 566 til 1187 kg. af þurru grænfóðri af máli (V,0 ha.) eða sem svarar 18 til 37% hestum (100 kg.) af dag- sláttu. Af tilr&unaspildum í Norðurbötnum í Svíþjóð (400 —500 metra yfir sjó) fengust á árinu 1906—08 3650 —-4030 kg. af nýju grænfóðri af máli, eða sem svarar 29—33 hestum af þuru grænfóðri af dagsláttu. Gömul, Ijeleg tún, sem farið var að bera tilbúinn áburð á, gáfu af sjer á öðru ári frá 300—551 kg. af máli*) (ca. 9—17% hestur af dagsláltu) eftir áhurð- armagni og blöndun. 3—4 ára gömul tún, þar sem skilyrði voru svipuð, gáfu af sjer 457—796 kg. af máli þar sem heppileg áburðarblanda var notuð (14—25 hestar af dagsláttu). Á tilraunastöðinni á Vinningstad í Valdres fást ár- lega um 700 kg. af lieyi af máli á nýleguin túnum, *) Tölurnar sýna að þessi tún hafa ekki verið í eins góðri rækt og við teljum sæmilegt. 14 og 650 800 kg. at' þurú grasfóðri af máli, en Vinning- slad lig'gur betur en Röros (hitamagn maí—sept. uni 1500° C.), svo byggrækt er þar nær örugg. Árin 1915—22 Ijet Þjóðvinafjelagið norska gera ný- ræktartilraunir á Ábjörstölen og í Vangröftdalen. Þessi sel liggja svo hátt til fjalla, að kornrækt er ekki til- tækilleg. Meðaluppskera af heyi af máli var 05!) kg. þessi ár, en komst upp í 1583 kg. af máii. Meðalupp- skera af þurru grænfóðri (hafragrasi) var 071 kg. af máli, en mest 1158 kg. Þessar tölur munu nægja til að sýna, að í fjalla- sveitum með svipuðum sumarhita eins og viða á fs- landi — í fjallasveitum, sem eru við takmörk bvgg- ræktarmöguleikanna -—■, fæst geysileg uppskera af heyi og grænfóðri, þegár vel er í haginn búið. i»» tölurnar sjeu tilraunatölur og ekki sje hægt að gera ráð fyrir slíkri eftirtekju lijá bændum alment, sýna þær ljóslcga, að túnræktarskilyrði eru góð á þessuw slöðvum. Einstakar íslenskar tilraunir benda alveg í söiiiu átt og erlendu tilraunirnar. Á Vífilstöðuin og víðar, þar sem grænfóðurrækt hefir verið stunduð árum. saman, hafa fengist 1700—2300 kg. af nýju hafra- grasi af máli, þegar vel er borið á. Þetla verður ekki metið minna en 425—575 kg.*) af þurru grasi af máli, eða 13%—18 hesta af dagsláttu, og jafngildir j»ó óefað meiri tölu en sem þessu nemur. f gróðrarstöð- inni á Akureyri hefir fengist svipuð uppskera, eða jafnvel meiri. Mun inega fullyrða, að hafragrasupp- *) Talið að 4 kg. af nýslegnu hafragrasi geri 1 kg. af þuru heyi. I

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.