Vörður


Vörður - 03.12.1927, Blaðsíða 1

Vörður - 03.12.1927, Blaðsíða 1
Ritstjóri 03 ábyrgð armaður Kristján Alberíson Túngötu !3. jimn ¦ ¦ 1 *<r-'" ¦—fflj Afgreiðslu- og inn- heimtumaður Ásgeir Magnússotí kennari. ÍJtgefa-adii : Mlöstjórn íha.ldsflokl£siiis. V. ár. Reykjavik :5. despmber 1027. 40. blad. Heimsþing lútherstrúarmanna. í júlí 1929 verður haldið í Kaupm.höfn alþjóðaþing lúth- erstrúarmanna, og er búist við þVi að það verði hin merkasta mótmæiendasamkunda síðan á siðabótatímum. Sækja það full- trúar frá öllum Evrópulöndum Og öllum álfum. Tveir af for- göngumönrium þingsins, Mnre- hcad prófessor l'rá Nevv York og Dr. Pehrson frá Gautaborg, dvöldust fyrir skemslu í Khöfn til þess að undirbúa það, og var þá tekin mynd sú af þeim sem vjer birtmn i dag. Prófess- orinn talaði á þessa leið um þihgið við danskan blaðamann: — Þar verða fyrst og fremst r'ædd þrjú mikilvæg efni: Hvernig eigum vjer að laða æskuna að kirkjunni og hvern- ig á að haga kristindóms upp- eldinu? Hvað á kristindómur- irin að leggja til úrlausnar á þjóðfjelagsvandamálum vorra 'tíma? Og hvernig geta lúthersku kirkjurnar i öllum löndum sameinast í skipulagsbundna heild, þannig að kirkja hverrar þjóðar haldi þó fullu sjálf- stæði? Kaþólska kirkjan sækir l'ram, við verðum að tengjast samlökum, vinna saman, skipa okkur í eina fylking. Stórskáld vorra tíma. Grazia Deledda. Á laugardaginn kemur (10. des.) verður Nobels-verðlaunun- um úthlutað i Stokkhólmi. Bók- mentaverðlaunin fær að þessu sinni ítalska skáldkonan Grazia Deledda, sem á síðari árum hef- ir hlotið heimsfrægð fyrir skáld- sögur sínar frá Sardina. Hún er 52 ára (fædd 1875). og ólst upp á Sardína. Foreldr- ar hennar lifðu fábreytilegu lífi í t'agurri, frjórri fjallasveit. Dóttirin fjekk snemma djúpa ást á ' viltri fegurð heimkynna sinna og hinu óbreytta lífi bændahha. 15—16 ára gömul skrifaði hún í'yrstu smásögur sínai' og kom þehh á prent í rómversku tímariti. Hún hljóp með það til foreldra sinna og sýndi þeiin hróðug nafn sitt undir sögunu'm. Þau urðu æf og bönnuðu hejmi að halda áfram að skrifa. Það væri lítt sæm.andi ungri stúlku af góðu fólki að fást • við slíkt. Nábúarnir hneyksluðust mjóg á þessu til- tæki hennar — hún hafði sett bíelt á naí'n æltar sinnar og stallsystrum hennar var bann- að að vera með henni. Grazia gerðist dul og ómannblendin, en einsetti sjer að verða fræg skáldkona. Áform hennar óx og í'estist í kyrþey, hún opnaði hng og ímyndun i'yrir lifi og nátt- úru á Sardlna og kynti sjer sem best luin mátti aít er að því laut, að geta lýst fæðingarey sinni i skáldverkum. 25 ára gömul giftist hún cm- bættismanni í hermálaráðuneyt- inu í Róm og hefir síðan skrif- fætur sögur döl að hvert skáldverkið á öðru. Allar frægustu hennar gerast á Sardina, . ..... 11111, hálendi og þorpum hinnar blómauðgu, litmörgu, ilmandi og stórfenglegu eyjar. Sögufólk- ið er bændur og hjarðmenn og ungar stúlkur i þjóðbúningi, óspilt og frumrænt fólk með sterkar ástríður, yilt, óbrotið tilfinningalíf, örlynt, skjótt að grípa til hnífsins og fremja hermdarverk — en innst inni góðlynt og heiðarlegt, trygg- lynt og ástríkt. Hún lýsir lífi þess í stríði og önnum, <JanSl og gleði, hátíðum þess og píla- grímsgöngu til bændahúsanna uppi í fjöllunum — i sólskini hins suðræna hláhimins, i þrumuveðrum og f jallaskúrum. Sálarlýsingarnar eru skarpar og lifandi. Alt efnið íullkomlega á valdi hennar. Hún hefir auðg- að bókmentir heimsins með lýs- ingu heillar þjóðar og hins dýrð- lega eylands, sem hefir fóstrað hana. Þegar henni barst sú fregn að henni hefði verið veitt Nóbelsverðlaunin, hin mesta ytri viðurkenning sem skáldi getur hlotnast, þá komst 'hún svo að orði við blaðamenn, að hún hcfði búist við þeim í mörg ár. Það má gera ráð fyrir því að á næst.u árum verði ýms af bestu verkum hennar þýdd á Norðurlandamál. Ein af sögum hennar*er til á dönsku, „Efter Skilsmissen", önnur á sænsku, „De levendes Gud" (talin ein af fremstu sögum hennar, þýdd af skáldinu Anders Österling). Afvopnunarfundurinn. Khöfn «30. nóv. Frá Genf er símað: Afvopnunarfundur Þjóðabandalagsins vár settur í dag. Lögreglan hefir gert víð- tækar ráðstafanir til þess að vernda líf rússneska fulltrú- ans. \ Menn búast við því, að til- lögur Rússa fari í þá átt, að þjóðirnar minki allan herbún- að um helming. Frá Berlin er símað: Margir menn ætla, að Þjóðverjar sjeu hlyntir tillögum þeiin, sem Rússar ætla sjer að bera fram á afvopnunarfundinum í Genf, og muni þýsku fulltrúarnir verða stuðningsmenn tillagn- anna. Frá Genf er símað: Aðalhlut- verk afvopnunarfundar Þjóða- bandalagsins, sem nú er hald- inn, er að kjósa nefnd, sem á að rannsaka öryggismálin. Fer nefndarkosning þessi fram samkvæmt samþykt, er náði frain að ganga á þingi Þjóða- bandalagsins i september. Þá er afvopnunarfundurinn var sellur, fóru fram almennar um- ræður um afvropnunarmáI. — Fulltrúi Rússa á fundinum, Lit- oinov, bar fram tillögur á fundi þeim, sem haldinn var í gær, um l'ullkomna, almenna af- vopnun innan fjögra ára. Frestað var til næsta nefndar- fundar að ræða tillögur þær, sem Litvinov bar fram fyrir h(")iid rússnesku ráðstjórnar- innar. Khöfn 2. des. Frá London er síinað: Tillögur þær, sem full- trtii Rússa bar fram á afvopn- unarfundi Þjóðabandalagsins i Genf, fá yfirleitt daufar við- tökur hjá þeim, sem sæti eiga á fundinum. — FrjálsJyndu blöðin í Englandi virðast vera þeirrar skoðunar, að það sje óhugsanlegt, að hægt sje að hrinda því í framkv. á skömm- um tíma, sem felst í tillögum Rússa, og sje því óþarft að ræða þær að sinni. Kaldhæðni örlaganna. Varalögregla. Jón Maymisson lagði fyrir þingið 1925 frv. til laga um varalögreglu í kaupstöðum, er vera skyldi til taks þegar hin venjulega lögregla ekki fengi haldið í skefjum uppivöðslu- seggjuni og óeirðarmönnum. Þegar hann var aðspurður hvers vegha frv. væri fram- komið, ininti hann 111. a. á að það hefði nokkrum sinnum komið fyrir í kaupdeilum í Reykjavík, að»stofnað hefði ver- ið til óspckta, lögreglan hrak- in og barin o. s. frv. ,1. M. kvað þjóðf jelagsvaldið ekki geta horft upp á slíkt til lengdar án þess að gera ráðstafanir til þess að tryggja það, að yfir- völdin bæru jafnan sigur af hólmi í slíkum viðureignum. Framsóknar- og jafnaðar- blöðin hófu nú ákafa rógburð- arofsókn á hendur íhalds- flokknum i'yrir frv. þetta. íhaldið ætlaði að fara að berja á verkalýðnum! Ungir og efni- legir „hugsjónamenn" úr verka- mannastjett áttu ekki framar að geta hrakið lögregluna, ráð- ist á vinnandi menn, skorið á vatnsslöngur o.s.frv.! Hvílíkt of- beldi, að ætla sér að hindra slíkt! Frv. dagaði uppi í þinginu, en rógburðinum hefir stöðugt verið haldið áfram. Það eru ekki nema fáar vik- ur síðan núver. dómsmálaráð- herra sagði að Ihaldsstjórnin hefði viljað „fá her til að berja á hjúum sínum". Vjer komum að því siðar hvaða isl. ráð- herra hafi fyrstur skákað „hjúum" sínum með hervaldi. Óeirðirnar í fyrra. Yorið 1926 var enn kaup- deila í Reykjavík, verkfall við höfnina o. s. frv. Verkalýðs- leiðtogarnir bönnuðu m. a. að skipað yrði upp úr „Lyru", hún sigldi með vörurnav aftur til Noregs. Kaupmaður einn fór með skrifstofumenn sína nið- ur á hafnarbakka og ljet þá setja i land nokkra kassa af cggjum. AlImikiII hópur ungra jafnaðarmanna safnaðisi utan um þá, barði þá, reif klæði þeirra og fleygði eggjakössunum aft- ur út i „Lyru". Tveir lögreglu- þjónar horfðu á þetta án þess að hreyfa legg eða lið. Annað- hvort hafa þeir hugsað sem svo, að enginií mætti við margn- um, eða þeim hefir skilist sein Alþingi ætlaðist til þess, að jafn- aðaiinenn hefðu sjerrjettindi til þess að stofna til óspekta og að ekki skyldi taka hart á því, þó að þeir rifi klæði frið- samra borgara og gæfi þeim glóðarauga. Sama dag tefst öll umferð um Austurstræti, þar var aðsúgur og áflog og ópin ghundu um allan iniðbæinn klukkustundum saman. Hvergi sást lögregluþjónn. En daginn eftir hældist .Alþ.bl. um á fremstu síðu yfir þeim stór- sigri hugsjóna og siðmenning- ar, að einn andstæðinga þess hefði verið hárreittur í liardag- anum. Þingið sat þá á rökstólum. Má geta þess að enginn af þingmönnuni Framsóknar sá á- stæðu til þess að hælast um yf- ir viðhnrðunum og minna á hve giftusamlega Alþingi hefði farist i'irið áður, þegar frv. um varalögreglu var svæft. ,,LitJa ríkislögreglan". A síðasta Alþingi bar íhalds- sljórnin fram frv. um starfs- menn á varðskipum rikisins. Alþ.bl. hamaðist allan þingtím- ann á móti þessu frv., taldi að hjer a'lti að fara að koma upp einskonar grimuklæddri vara- lögreglu. „Litla ríkislögreglan" hefir blaðið jafnan nefnt varð- skipin í háðungarskyni. Blaðinu stóð geigur af þeirri tilhugsun, að ríkisvaldinu gæti einhverntíma orðið stuðningur að varðskipunum, þegar halda þyrfti uppi lögum og rjetti. Grunur blaðsins hefir nú reynst rjettur. Stjórn sú, sem Alþ.bl. styður, hefir nú gerl varðskipin að „lítilli rikislögreglu". Sá af ráð- herrunum, sem jafnaðarmönn- um er hlýjast til, sem best hef- ir stutt þá í baráttunni gegn lög. um varðskipin, hefir nú tek- ið þau í þjónustu sína til þess að framfylgja lögum og rjetti. En auðvitað ætlar stjórnih ekki að nota varðskipin gegn saklausum og heiðarlegum á- flogahundum úr flokki hug- sjónamanna. — Varðskipin hafa verið notuð til þess að ógna mönnum, sem engum hefir dottið i hug að hafa ætti forrjettindi til yfirgangs og uppivöðslu. Og má því búast við að Alþ.bl. uni því hið besta, að varðskipin eru nú orðin „lítil rikislögregla". Bolvíkingar. Vjer höfum aður skýrt frá því, er Bolvíkingar ráku á brott rannsóknardómarann Halldór Jáliusson, söfnuðu Hði gegn honum og fylgdu honum til skips. Nokkrum dögum síðar kom hann aftur til Bolungar- víkur og setti rjett þar. En á meðan rjettarhaldið fór fram, lá varðskipið „Þór" á höfninni í Bolungarvík. Nú fjeii alt í ljúfa löð, dómarinn hafði ekki frekar orð á því að laka hrepp- stjóra Bolvíkinga í gæsluvarð- hald og komst brátt að raun um að hann væri sýkn saka. „Þór" ljetti akkerum án þess að neitt sögulegt hefði gerst. Það er eftirtektarvert hvern- ig Tíminn (12. nóv.) skrifaði út af tiltæki Bolvíkinga: „í ákveðnustu íhaldshjeruð- um landsins, Rangárvallasýslu

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.