Vörður


Vörður - 03.12.1927, Blaðsíða 2

Vörður - 03.12.1927, Blaðsíða 2
2 V Ö R Ð U R og N.-ísafjarÖarsýslu, virðist vera öröugt að koma frarn lög- um og rjetti eða jafnvel halda almenna fundi (Hvolfundinn) fyrir uppreistarhug og siðleysi sumra íhaldsmanna. — Stjórn- arflokkurinn, sem þykist öðr- um fremur vilja vernda núver- andi þjóðskipulag, fóstrar þær meinsemdir í hugarfari og lífs- stefnu manna, sem horfa til stjórnleysis og niðurbrots á þjóðskipulaginu. Og blöð flokksins ala á uppreistarand- anum. Tíminn vill spyrja: Mun þjóðin þola, að rjettvísin sje smúnuð og rjettarörygginu í Iandinu sje traðkað, þegar í- haldsmenn komast í ósamræmi við landslög? Nei og aftur nei! Hún mun krefjast þéss, að uppreistarmönnunum verði refsað, eins og lög mæla fyrir“. Þegar Tíminn segir að blöð íhaldsmanna „ali á uppreistar- andanum“, þá á' blaðið við það eitt, að þau hafa sagt frá við- burðunum í Bolungarvík. En þegar blaðið talar um „uppreistarhug og siðleysi" í „á- kveðnustu íhaldshjeruðum landsins“, — hvers vegna gleymir það þá Reykjavík? Hvar í landinu hefir borið meira á uppreisnarhug en i höfuðstaðnuin? Blaðið talar um uppreisnarhug „sumra“ íhalds- manna — en hvers vegna hafa foringjar Framsóknar aldrei haft áhyggjur af yfirgangi „sumra“ verkamanna? Hvers vegna hefir Timinn aldrei kraf- ist þess að uppivöðsluseggjum og óaldarlýð úr flokki jafn- aðarmanna væri „refsað eins og lög mæla fyrir“? Einar Jónasson. Sumarið 1916 sendi íhalds- stjórnin einn af lögfræðingun- um úr stjórnarráðinu vestur á Patreksfjörð til þess að lita eftir embættisrekstri sýslu- mannsins í Barðastrandarsýslu, Einars Jónassonar. Skýrsla sú er lögfræðingurinn gaf stjórn- inni, bar það ekki með sjer að neitt verulegt væri að at- huga við embættisrekstur E. J. í haust sendi núver. stjórn tvo inenn vestur til þess að rannsaka enn á ný embættis- rekstur E. J. Skýrsla þeirra er oss ekki kunn, en ætla má að hún hafi varpað öðru ljósi yf- ir starfrækslu sýslumanns en skýrslan frá 1926. Því að stjórnin hefir nú vikið E. J. úr embætti um stundarsakir. Fyrir nokkrum dögum setti stjórnin Berg Jónsson, fulltrúa lögreglustjórans í Rvík, sýslu- mann í Barðastrandarsýslu og sendir hann vestur á „Þór“. Þegar B. J. kom til Patreks- fjarðar, neitaði E. J. að víkja úr embætti. Símaði hann Morg- unblaðinu ástæður sínar og er skeyti hans hirt á öðrum stað hjer í blaðinu. Stjórnin sendi ,,óðinn“ þegar i stað vestur og með skipinu Hermann Jónas- son, fulltrúa bæjarfógetans í Rvík, og fól honum að fram- kvæma afsetninguna. „Óðinn“ kom til Patreksfjarðar fyrir hádegi í gær og að því er vjer best vitum, liggur nú allur her- skipafloti ríkisins á höfninni þar, búin til atlögu gegn upp- reisnarmanninum E. J. Hvíiík kaldhæðni örlaganna, að það skyldi verða Jónas Jóns- son, sem íyrstur gerði varðskip- in að „lítilli ríkislögreglu!“ En ef E. J. hefði nú verið úr flokki „sumra" jafnaðar- manna, hvernig hefði J. J. þá farið að? Það er erfitt að spá nokkru um það. En svo mikið er víst, að þótt Tíminn nú am- ist við uppreisnarhug „sumra íhaldsmanna“, þá hefir blaðið og flokkur þess, með afskiftum sínum af varalögreglumálinu, haldið hlifiskyldi yfir upp- reisnarhug „sumra" jafnaðar- manna. Meðan rjettlætistilfinningin í stjórnarherbúðunum er svo skeikul, mun það tæplega vekja óblandna aðdáun þótt blaðið óskapist yfir því að „rjettvísin sje smánuð og rjett- arörygginu í landinu traðkað“. Tvennir tímar. Þegar varalögreglan var á dagskrá 1925 var svo að heyra á Alþ.bl. og Tímanum að ekki gæti komið til mála að aðrir en verkamenn risu gegu lögum og yfirvöldum. Þá fanst ekki á að þessi blöð hefðu miklar á- hyggjur af rjettaröryggi og lög- gæslu — en bæði ráku upp á- mátlegan og falskan söng um að nú ætti að fara að berja á verkamönnum! Og þetta væl hefir síðan komið í stað allra röksemda gegn þeirri skoðun, að tryggja bæri ríkinu vald til þess að halda uppi lögum og rjetti. En nú er öldin önnur. Nú er það í ljós koinið, að fleiri en jafnaðarmenn einir geta fundið upp ú þeim skolla, að gerast ójafnaðarmenn. Og þá stynja bæði blöðin þungan yfir spill- ingunni og heimta að hart sje tekið á allri uppivöðslu gegn lögreglu og ríki. Og varðskipin þeysa með ströndum fram og hafa ekki við að halda „hjúunum“ í skefjum — eftir skipun Jónasar Jóns- sonar dómsmálaráðherra, eftir- lætisgoðs jafnaðarmanna. Áveiturnar í Árnessýslu. 1 47. tölubl. „Tíinans" voru þessar tvær smágreinar: „Miklavatnsmýrarúveitan. Nýlega scndu bændur á áveitusvœðinu l>á Dag Brynjólfsson i Gaulverjabæ og SturJu Jónsson Fljótshólum á fund ríkisstjórnarinnar til þess að bera upp vandkvæði sin út af skemduni á áveitusvæðinu. Flóðgátt áveitunn- ar hafði verið ótraustlega bggd og hefir áin brotið umbúnaðinn og flættt inn á áveitusvœðið til stórskemda. Leita bændur, sem von cr til, úrræða að lialda ánni í skefjum. Skeiðaáveitan. Eigi er heldur tíð- indalaust á því áveitusvæði. Áeetlun verkfrœðinganna tim kostnað við verk- ið regndisl núlega jafnfjarri }>vi rétta, sem }>ú er mest liafa brugðist úœttanir þeirra, en það er ekki litið. Til dæmis um fjarstæðuna má geta þess að kostnaðurinn við að sprengja skurð gegnum eina klöpp varð Í20 þús. kr., en allur koslnaður við ú- veituna var úœtlaður 107 þús.t Af þessum sökum hefir þyngri fjárhags- byrði lagst á hcrðar bændum á á- veitusvæðinu en ætlað var í fyrstu. Nýlega fór Jónas Jónsson rúðherra austur ú Skeið, til þess að kynnast ástandinu og halda fund með bænd- um um vandræði þetta. Vernur siðar núnar greint frú þessu múti“ (I.ctur- hreytingar hdr). Eins og sjá má á greinarend- anum, er þar lofað nánari greinargerð síðar. -Jeg hefi því beðið rólegur alllangan tíma, en nú mun loíorðinu fullnægt með neðanmálsgrein kenslu- og kirkjumálaráðh. Jónasar Jóns- sonar í 52 tbl. „Tímans“: „Ó- bilgjarna klöppin". Mjer var það altaf ljóst, að ofanskráðar greinar væru ritaðar af núver- andi kenslu- og dómsmálaráð- herra, því bæði var það, að hann lætur nafn síns getið í greininni og svo er hinn nýji ritstjóri „Tímans“ enn varla svo kunnugur þessum málum hjer syðrð, að hann riti um þau að svo slöddu. Jeg mun nú gera þessi tvö áðurnefndu áveitumál að um- talsefni og mun þá rjett að byrja á stíflunni í áveituskurð- inn á Miklavatnsmýri. Miklavatnsmýraáveitan. Stíflan í áveituskurðinn var bygð 1916 og þá auðvitað gerð þannig, að Þjórsá ætti ekki að geta runnið yfir hana í mesta | vexli, enda var yfirborð henn- ar (stíflunnar) í hæð sem sam- svaraði 3ja feta (ca. 1,0 m) hæð yfir það vatnsborð, sem nokkurra ára mælingar og um- sagnir kunnugra manna á vett- vangi töldu hæst. Stíflan hef- ir staðið óhögguð í 10 ár — fyrst í jólaflóðinu 1926 brast stíflan. En hvað segir þá kenslu- og dómsmálaráðherra: „Flóðgáttin var ótraustlega bggð“. Stíflan er bygð i 2,0 m brcið- an úveituskurð, sem gengur úr Þjórsá út á hina svokölluðu Miklavatnsmýri og eins og úð- ur er um talað, miðuð við það, að yfirborð hennar liggi 3 fet- um yfir mesta háflæði Þjórsár, en hvað skeður svo? Þjórsá stíflar sig í hlákunum um jóla- leytið 1926, fyrst fyrir neðan Egilsstaði og rennur yfir Vill- ingaholtsengjar m. m., en svo riður hún úr sjer þeirri jaka- stíflu og setur aðra í sig á eyr- unum neðan við bæjinn Mjó- sund, þannig, að öll eða mest öll Þjórsá rennur í suðvestur yfir Mildavatnsmýri. Farið var þá á báturn, þar sem undanfar- inn mannsaldur var gengið þurrum fótum á öllum tímum árs. Stiflan í áveituskurðinn á Miklavatnsmýri var bygð og reyndist að standa öll vanaleg eða fyrirsjáanleg áföll í 10 ár, en hún var gerð sein stífla í á- veituskurð úr Þjórsá, en ekki sem fyrirhleðsla eða stífla fyr- ir sjálfa Þjórsá, ef hún í ófyrir- sjáanlegum vexti stíflaði sig og kastaði sjer vestur yfir Mikla- vatnsmýrarláglendið. í 52. tbl. „Tímans“ minnist háttvirtur ráðherra J. J. á þessa áveitu í neðanmálsgrein sem heitir „Óbilgjarna klöppin“. Þar segir hann þö svo rjett frá, að í vatnavöxtunum um jólaleyt- ið í fyrra hafi áin fossað yfir stífluna og grafið undan stífl- unni innanverðri og rekur þá að því sem jeg gat um hjer að framan, að vatnsborð árinnar mun hafa orðið meira en þrem fetum hærra heldur en það hef- ir orðið hæst undanfarin 30 ár; þetta hefir auðvitað orsakast af áðurnefndri jakastíflu. Þá talar háttvirtur dóms- málaráðherra um „þjóðgal verk- fræðinnar" sem hann lætur falla ofan í hyl er áin liafði grafið. Ef þetta á að vera eitt- hvert hnytti-yrði er það tor- skilið, en lítil virðist mjer al- varan ef þetta á að vera spaugsyrði og undarlega hugsað á islensku, ef gat getur steyptst ofan í hyl. Þá getur háttvirtur ráðherra þess að stíflan hafi verið end- urbygð og búið um traustleg- ar en áður. Vel má það rjett vera, en hinu mun jeg óhikað spá, að komi Þjórsá á hina nýju stíflu á sama hátt og í fyrra, þá getur hinn háttvirti ráðherra leytað að stíflunni eða hlutum úr henni í nánd við nú- verandi stíflustæði, því að ef ú eins og' Þjórsá stíflar sig í miklum vexti og flæðir inn á Mildavatnsmýri, þá nægja ekki fyrirstöður, sem bygðar eru sem flóðgátt í 2ja metra breiðan skurð. Að svo stöddu hefi jeg lokið ináli mínu um Miklavatnsrnýr- aráveituna, og vik þá að Skeiðaáveitunni. Tvisvar sinnum áður hefir háttvirtur dómsmálarúðherra talað um hina hringavitlausu áætlun um Skeiðaáveituna. í bæði skiftin hefi jeg litið á þessi skrif eins og hvert ann- að blaðamannaþvaður, því á- veitan var ekki gerð að um- talsefni, heldur var nrjei rjett þetta eins og hvert annað oln- bogaskot upp úr þurru. Nú fer hann á stað, eins og að ofan iná sjá með nokkrar töluupphæðir og lastyrði um mig og' stjettabræður nrína. Eins og sjá má af ofan- skráðri grein telur hann áætl- aðan kostnað 107 þús. kr. og getur það rjett verið, en af mjer var kostnaðurinn áætlað- ur kr. 103,600.00, en eftir að jeg hafði með málið að gera voru gerðar breytingar — ein- um skurði sleft og skurðum og brúm bætt við eftir óskum Skeiðamanna — svo það getur verið nærri sanni að öll áætl- unin rniðuð við árið 1915 hafi orðið kr. 107,000.00 Þegar við verkfræðingar ger- um áætlanir um verk sem framkvæma á á næstkomandi árum, þá höfum við engan á- byggilegri mælikvarða heldur en þann sem svipuð verk hafa kostað undanfarið ár. Þetta nær bæði til verka sem unnin eru i daglaunum og þó helst til verka sem unnin eru i ákvæð- isvinnu. Áætlanir mínar eru dagsettar 21. mars 1916 og verðið sem þar er lagt til grundvallar er miðað við næsta ár á undan (1915); þó er það hækkað urn 5 aura um tímann þ. e. úr 35 aurum uppi 40 aura um kl. tima. Þetta verð lagði jeg tii grund- vallar við áætlun mína um á- veituna. Útkoman verður þá eins og taflan sýnir: Taflan er skráð þannig, að afföll og vextir af lánunum eru dregin frá og svo upphæðin sem unnið var fyrir færð niður svo að hún samsvari 40 aura kaupi. Hjer er einungis verðið mið- að við verkakaup. Jeg hefi ekki aðgang að sjálf- um reikningunum, því þeir eru fyrir tveim árum sendir Stjórn- arráðinu og getur hinn hátt- virti dómsmálaráðherra af þeim sannfærst um hvort miklu muni skakka urn tilgreint verka- kaup. Það sem jeg ekki hefi að- gang að reikningunum hefi jeg neyðst til þess að miða alt við verkakaup, en nú er það öllum ljóst, að ýmsar vörur, svo sem sement, sprengjuefni, kol, olía, timbur og ýms áhöld hækk- uðu mun meira en þrefalt í verði á árunurn 1915—1922 og hvar er svo þessi hringaviilegsu í áætluninni? — Jú, hún inun verða svo, að ef reiknuð er verðhækkun á byggingarefni, sprengiefni m. m. stendur á- ætlunin betur heldur en alment er hægt að heimta um áætlanir, sem gerðar eru um verk á stöðum, þar sem lítið hefir verið uin framkvæmdir, sist í ákvæðisvinnu, og því vinnu- markaður hvorki reglubundinn nje ábyggilegur. í neðanmálsgrein sinni, sem háttvirtur dómsmálaráðherra kallar „Óbilgjarna ldöppin", drepur hann meðal margs ann- ars einnig á Skeiðaáveituna, en nú er úætlunarverðið orðið rúm- ar 100000 kr. og byggingar- kostnaður kr. 450000. Hvorugt er rjett, eins og sjú má að framan; en nú gerir hinn hátt- virti ráðherra þá uppgötvun, að við höfum ekki fundið klöpp þá, sem var í botni aðal- áveituskurðarins ofanverðum, og það segir hann enda þótt að í nefndri áætlun iriinni sje gert ráð fyrir 12000 rúmmetr- um af þjettum leir og hrauni. Hitt er annað mál, að jeg bjóst ekki við, að hraunklöpp þessi yrði jafndýr eða „óbilgjörn“ — svo hnittilega kernst hann að orði — eins og raun bar vitni. Að reyna til hlítar hraunklöpp, sem nær yfir um 4000 fermetra af landi, til þess með nokk- urri vissu að áætla kostnað við að sprengja hana, er dýrt og erfitt verk, einkum þegar klöpp þessi er í 3—5 metra dýpi. — Þetta er talað til þeirra manna sem skyn bera á verklegar

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.