Vörður


Vörður - 03.12.1927, Blaðsíða 3

Vörður - 03.12.1927, Blaðsíða 3
V Ö R Ð U R 3 framkvæmdir, en ekki til hátt- virts dómsmálaráðherra. Þá lætur háttvirtur dóms- málaráðherra þess getið, að ef trúnaðarmenn lándsins hefðu sagl satt (sic) frá erfiðleikun- um, þá mundu Skeiðabændur ekki hafa lagt út í verkið. — Hvar er hjer logið til? Það ein- kennilega í þessu máli er það, að árið 1920 var um það rætt, að fresta verkinu um nokkurn tima og vinna einungis með skurðgröfunni, en meiri hluti áveitustjórnarinnar var því mótfallinn, aðallega af þeirri á- stæðu, að húið var að vinna fyrir um kr. 85000,00, og bæði það, að þær voru fjelaginu til byrði, og eins hitt, að bændur gjarnan vildu fá vinnu vor og haust, reið baggamuninn svo haldið var áfram tafarlaust. Jeg hygg nú að jeg hafi skýrt málið svo að óhlutdrægum mönnum sje ljós hlutdrægnin í skrifi háttvirts dómsmálaráð- lierra, en þar sem jeg geng að því vísu, að hann reyni síðar að rjettlæta þessi skrif sín eða láta einhvern annan glóp gera það í sinn stað, er jeg reiðu- búinn að tala um málið að minsta kosti til nýárs. Jón H. ísleifsson verkfræðingur. Bændaskólinn á Hvanneyri Samkv. nýútkomnum Frey eru þar nú 44 nemendur. Hey- fengur á Hvanneyri var 1000 hestar af töðu 3300 af útheyi. Af jarðeplum fengust 50 tunn- ur og 230 af rófum. I fjórða sinni á „Skallagrími“. Eftir Bjarna Sæmundsson. Frh. Daginn sem við lögðum af stað var nokkur jeljagangur, en þegar við komum norður í Jökuldjúpið birti upp og var veðrið hið unaðslegasta flesta dagana, út og suður af nesinu, hægur NA-vindur og heiðskirt með hita kringum frostmark á nóttum, en 2—3 stigum fyrir ofan það á daginn. Kæini mað- ur norður fyrir nesið, hvesti hann stundum á norðan, og i Jökuldjúpinu var oft sunnan undiralda, sem benti á storm fyrir sunnan land, énda var og oft þykni í suðri. Lognið út af nesinu var í raun og veru skjól af jöklinum, skjól sem náði 20 — 30 sjómilur til hafs. eða lengra og furðulangt, þegar á það er litið, hve lítili jökullinn er um sig. Að eins einn dag var NV-stormur, sem gekk upp í norður þegar á daginn leið. Var sjór þá nokkuð úfinn, því að töluverð undiralda var af suðri, beint á móti vindkvik- unni og valt ,,Skalli“ þá drjúg- um; var líka farið að raskast jafnvægið á honum. Þá var útsýnið heldur ekki leiðinlegt, og þegar horft var upp á Snæfellsnesið, mátti taka undir með Steingrími og segja: Ljóst var út að líta, ljómaði fagurt oft Snæfell hrími hvíta við heiðblátt sumarloft. Skein þar mjöll á hnúkum hæst .... Tófuskinn falieg og vel verkuð vil jeg kaupa fyrir allra hæsta verö. Þórður Pjetursson. Sími 1181 og 1258. Reykjavík. Já, Snæfell (þ. e. Jökullinn) var ekki að eins hvitt efst uppi, það var alhvítt og nesið með, því að snjóað hafið nóttina áð- ur en við komum i Djúpið, og það lýsti af Jöklinum og hraun- straumana mátti rekja alla leið ofan frá gígum og niður að sjó og í rjettri birtu mátti sjá í kíki fjöldamarga gára niður eftir hlíðunum, líkt eins og æðar á manns handarbaki; enda voru það eins konar æð- ar, hraunpípur, sem mynduð- ust, þegar hraunið rann ofan eftir fjallinu. Jökullinn breytti altaf nokkuð útliti eftir því sem' við færðum okkur norður eða suður, en var þó altaf sjálf- um sjer líkur og eitt af feg- urstu fjöllum landsins og einu sinni álitið hið hæsta, þó að hann sje að eins á hæð við Heklu. Það var og gaman að sjá hann á bak við færeyskan kútt- ara, með börkuðum seglum, skamt frá okkur; afar sterkt lit- brigði i sólskininu og óviða mundi geta fegurri ,bakgrunn‘ fyrir fiskiskútu en þarna, nema þegar um austurjöklana er að ræða. Fegurstur var samt jök- ullinn þegar kvöldsólin roðaði hann og rökkrið litlu síðar lit- aði hann allan blýgráan. Annars var fjallasýnin hin unaðslegasta: Úr Jökuldjúpinu að sjá var Jökullinn ,,höfuð það sem er fjalla fremst", en bak við hann á hægri hönd gat að lita hinn svipfagra og til- breytingamikla Snæfellsnesfjall- garð í „styttri útgáfu“ inn eft- ir nesinu, alhvítan af snjó framan af, en sólin bræddi smámsaman snjóinn, bæði úr undirhlíðum jökulsins og fjall- anna. Lgngra til hægri tóku svo við fjöllin fyrir austan Hnappa- dal, Mýrafjöllin, Baula, Okið, Skarðsheiði, Botnssúlur, Akra- fjall, Esjan og eitthvað af Reykjanesf jallgarðinum og Jík- lega sjest á kollinn á Keili. En þegar komið var vestur í Kollu- ál og opnaðist Breiðafjörður, sást Látrabjarg, Stálfjall og Barðastrandarfjöllin þar inn af, öll hvít, það sem sást yfir haf- flöt. Þegar við vorum inni á Drit- víkurggrunninu sást vel upp til nessins. Malarrifsvitinn lengst til suðurs, svo Lóndrangar, eins og stórkostleg gotnesk dóm- kirkja eða skip á siglingu, eftir því sem á þá er litið, Dritvík beint uppundan, yfirgefin og dauð, dreymandi um forna frægð og fjörugt vermannalíf. Lengra út með Bervík og fyrir utan hana hin illræmdu hraun- björg, Svörtuloft, öll útgrafin í skúta og skvompur af hinni þunghentu úthafsöldu, sem velt- ir sér með öllu sínu feiknaafli inn í skápana, svo að sjógus- urnar standa hátt í loft, eins og gjósandi stórhverar. Und Svörtulofta svifi suðar strandfugls garg, hvlst þar Hel und bifi, hamast Rán við bjarg segir Steingrímur. Annars svip- ar Svörtuloftum allmjög til Hafnabergs syðra, en eru miklu lengri og töluvert hærri en það. Bæði eru frá sjónum séð eins og liálfbogagc.ng (Arkade)s þar sem harðara bergir stendur eft- ir eins og súlur, en hið linara eða lausara hefir eyðst fyrir á- tökum sjávarótsins og hellar og skvompur komin í staðinn. Uppi á landi er lítið að sjá þarna framan á nesinu. Þar er nú flest orðið dauft og dautt og hefir verið það síðan um miðja síðustu öld, er fiskurinn lagðist þar frá, löngu áður en nokkur togari hafði dregið vörpu í íslenskum sjó. Dritvik er nafn á heimsfrægri kaffibætistegund, sem framleidd hefir verið í 69 — sextfu og nfu — ár af þektustu kaffibætisverksmiðju Hollands, en svo sem kunnugt er, standa Hollendingar öðrum þjóðum langt framar um tilbúning á þessari vörutegund. Þessi kaffibætir hefir níu sinnum hlotið gull- og silfur-medalfur vegna framúrskarandi gæða sinna, enda er hann búinn til úr allra bestu efnum, vöidum og rannsökuðum af þaulvönum mönnum Þeir, sem reynt hafa, telja VERO-kaffibætinn þann langbesta kaffibæti, sem fáanlegur er hjer á landi. Kaupmenn og kaupfjelög, spyrjist fyrir um verðið og látið reynsluna sannfæra ykkur um ágæti þessarar vöru. Heildsölubirgðir (í i/i-kössum og i/4-kössum) hjá HALLDÓRI EIRÍKSSYNI, HAFNARSTRÆI 22: Sími 175. Sveitab^liö. 119 i dráttarvjelinni. Tiltækilegast er að nota stóran liestplóg með einum skera, og láta mann stýra hon- um. 16 þuml. plógur uirðist vera nægur dráttur fyrir venjulega „Fordson“ dráttarvjel. Eftir þeirri reynslu sem fengin er, virðist ráðleg- ast. að plæga ekki sináþýfið. Það er fljótlegra og ódýrara að vinna það óplægt, með lientugura herfum sem tengd eru við dráttarvjelina og notuð þannig til skiftis, að þau ýmisl skera eða rifa þúfurnar. — Að sljetta vel gróið smáþýfi á þennan hátt — herfa það niður — tel jeg vera vænlegasta verk- efnið, sem ætlað verði dráttarvjelum sem flækst er með bæja milli í jarðræktarerindum. Tvö herfi þarf til að sljetta með, t. d. Hankmóherfi og sterkt rótherfi (,,kultivator“). Vinslunni má haga þannig: Fyrst er herfað með Hankmóherfinu 3—4 umferðir um landið, —- krossherfað ef því verður komið við vegna lögunar þess. Herfið er haft litið skekt fyrstu umferðirnar, en svo smáhert á skekkingunni. Á herf- inu er hafður svo mikill þungi að það vaði sem næst því á öxlum. Næst er rótherfinu beitt á þúfurnar nokkrar umferðir, og svo eru herfin látin ganga á víxl uns fullunnið er. Áríðandi er að rífa rækilega með rótaherfinu í fyrstu kviðunni sem það er notað. Þegar líður á vinsluna og losnar í flaginu, verður að skekkja Hankinóherfið nægilega og þyngja það til- tölulega lítið, svo ekki festi í þvi. Áburðinum er ek- ið i flagið undir eins og greiðfært er um það ineð kerru, svo að hann herfist rækilega saman við mold- ina. Eigi að Ijúka ræktuninni og ganga frá flaginu í einni kviðu, en það er vitanlega mergurinn málsins 120 víðast hvar, er grasfræi sáð eftir þörfum, með eða án skjólsæðis eftir þvi hvert menn vilja fá grænfóður eða ekki. Lolcs er valtað með þungum valta (stein- valta). Það er enginn vafi á því, að hægt er að sljetta smátt þýfi á þennan hátt, með dráttarvjel og hentugum herfum, og að vinslan getur orðið sæmilega ódýr og góð. Frumskilyrði þess að þessi sljettun sje ráðleg, er að landið sje gott og vel gróið, og að nægur áburður — fyrst og fremst búfjáráburður — sje fyrir hendi. Vanalega mun borga sig að sá grænfóðri í flögin t. d. 15 kg. á málið, en það fer eftir gróðurgæðunum hve miklu grasfræi er sáð, eða það er sparað. Gras- fræsáning er þó altaf til bóta nema landið sje því betra og gróðursælla. Hankmóherfin eru bestu herfin til að skera óplægl smáþýfi, af þeim herfum sem nú er völ á; en vel má vera að lengin verði betri tæki til þess, ef eftir því er leitað, og að þessi sljettunaraðferð geti á þann hátt tckiö umbótum eins og aðrar aðferðir. í höndum þeirra inanna, sem rækta í svo stórum stil, að þeir kaupa og nota dráttarvjelar við ræktun- ina, og eru þannig alveg óháðir öðrum, mótast vjel- yrkjan á alt annan hátt en þar sem hún er stunduð sem umferðavinna. Þeir sem eiga vjelarnar geta grip- ið lil þeirra hvenær sem er, og þegar best hentar. Not vjelanna verða þvi miklu meiri og mai'gvíslegri, sjerstaklega við þá ræktun sem stendur yfir árum saman. Undir þeim kringumstæðum er álitlegt að vinna landið með herfum fyrsta árið, og sá grænfóðri, og plægja svo og lierfa á venjulegan hátt annað árið. — Sörn vinnubrögð geta vjtanelga kornið til greina þó 121 um fjelagsvinnu sje að ræða, ef sá sem í hlut á, hef- ir tryggingu fyrir þvi þegar byrjað er á ræktuninni, að framhaldsvinna láist, þegar hann vill og þarf, til þess að ræktunin verði í fullu lagi. Því miður stefnir umferðavinnan altaf að því að ljúka ræktuninni i einni kviðu — oft án tillits til þess htært það sje als- kostar heppilegt. — Þannig verður það líka, þegar umferðavinnan er unnin með aflvjelum, og aldrei frekar en þá. Vjelyikjan er í raun og veru góð og rjettmæt. Það er ekkert athugavert þó landbúnaður- inn kaupi vjelar sem kosta þúsundir króna og jafn- vel tugi þúsunda, þegar aðrir atvinnuvegir kaupa og nota vjelar sem kosta hundruð þúsunda. Alt veltur á því að kröfurnar sem gerðar eru til vjelanna sjeu hóflegar. Sökum þess að það er dautt afl sem er að starfi hætti mönnum við að krefjast of mikils, og leggja út i ýmislegt sem er miður arðvænlegt. Það er ekki að vinna á móti vjelyrkunni, þótt mælt. sje á móti öfgunum, sem vilja loða við slíkar ætlanir, og reynt sje að halda vjelyrkjunni innan eðlilegra takmarka, þannig að það sem unnið er komi að sem fylstum notum. „Til þess eru vitin að varast þau“. Landið herfað — óplægt. Árið 1914 birtist í Búnaðarritinu grein eftir Hall- dór Vilhjálmsson skólastjóra á Hvanneyri. Greinin heitir: Alt fyrir grasræktina. í þessari grein lýsir H. V. sljettunaraðferð, sem liann var þá farinn að nota. Hún er að því fráhrugð- in venjulegri jarðvinslu, að þýfið er ekki plægt. Það

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.