Vörður


Vörður - 19.05.1928, Blaðsíða 2

Vörður - 19.05.1928, Blaðsíða 2
2 V Ö R Ð U R aðiljar því að snúa sjer í þessu efni. Forsætisráðherrann gæti þvi annaðhvort borið þessa málaleitun upp við innánríkis- ráðherra Ðanmerkur fyrir að- ilja eða skýrt þeiin frá hvert þeir skyldu snúa sjer og lagt til þau orð með beiðni þeirra, er honum þætti hlýða“. Undir þetta hafa allir kennar- arnir skrifað; en Magnús Jóns- son gjörir þá athugasemd: „að hann vill ekki að svo stöddu máli benda á fyrri leiðina, sem nefnd er hjer að framan". Athugasemd próf. M. J. ber það skýrt með sjer, að hann er sjálfur þeirrar skoðunar að stjórnarráði voru sje skylt, samkvæmt samhandslögunum, að reka rjettar vors um jafn- rjetti íslenskra þegna með Dön- um, við siglingar til Grænlands og notkun landsins jafnhliða samþegnunum. Þessi meginsetn- ing er og. tvímælalaust skilyrði, eitt meðal annars, um Iöglegt framhald ríkjasambandsins. Einar Benediktsson. „Hvanneyrar- veikin“. F.B. í mai. Eins og kunnugt er, hefir all- víða borið á hinni svonefndu „Hvanneyrarveiki“ í sauðfje undanfarin ár, en fyrst mun veikinnar hafa orðið vart árið 1914. Á veikinni hefir borið í ýmsum landshlutum og í vetur hafa dýralæknar orðið hennar varir, t. d. í Reyðarfirði og norðanlands (dýral. á Akur- eyri). Menn hafa verið þeirrar skoðunar, að votheysfóðrun sje orsölc veiki þessarar, en frá Hvanneyri hefir votheysverkun borist út um sveitir landsins, síðan Halldór Vilhjálmsson varð þar bóndi og skólastjóri, en hann má hiklaust telja að- althvatamenn til votheys- verk- unar hjer á landi á síðari ár- uin. Margir hafa, að órannsök- uðu máli, kent votheysverkun- inni veiki þessa og almenning- ur kallar hana „Hvanneyrar- veiki“. Augljóst er öllum, hve mikla þýðingu votheysverkunin hlýt- ur að hafa hjer á landi, jafn erfitt og það er í mörgum sumr- um að verka heyin vel, vegna óþurka. Hinsvegar er hætt við, að áhuginn fyrir votheysverk- uninni mundi stórum minka, ef sú skoðun ríkti áfram, að votheysfóðrunin væri talin eina orsök eða aðalorsök veiki þess- arar. Veikin er oft bráðdrep- andi. Sauðkindin, sem tekur hana, er oft dauð innan sólar- hrings og sjaldan kemur það fyrir, að sauðkind, sem tekur veikina, nái sjer aftur. Það er þvi sannarlega vert sjerstakrar athygli fyrir bænd- ur landsins og mun hafa, eftir líkum að dæma, stórkostlega þýðingu fyrir framtið íslensks landbúnaðar, að nú er verið að gera ítarlegar tilraunir og rann- sóknir í sambandi við þessa veiki á Hvanneyri í Borgarfirði. Forstöðumaður þeirra er Þjóð- verji, dr. phil. Hellmut Lotz, bakteríu og húsdýrafræðingur (agricultur zoologe), frá Hes- siche Landes-Universitát, Giess- en í Þýskalandi. Dr. Lotz hefir getið sjer hið besta orð sem vís- indamaður og lagt mikla stund á vísindalegar rannsóknir, er snerta landbúnað. Halldór Vil- lijálmsson aðstoðar dr. Lotz á allan hátt til þess að ná þessu marki: Að grafast fyrir rætur veikinnar. En þegar því marki er náð, verður vonandi skamt að hinu, að finna ráð til þess að fyrirbyggja hana. Dr. Lotz hefir fengið eitt herbergi í skólahúsinu til afnota og útbú- ið það sem efnarannsóknar- stofu. Eru þangað komin ýms fullkomin tæki til rannsókn- anna og von á fleirum. Skepn- , ur, sem drepast úr veikinni, eru krufðar, og ýmsir líkams- hlutar þeirra rannsakaðir á vís- indalegan hátt. Dr. Lotz hefir og flutt að Hvanneyri um 20 marsvín. Voru þau sýkt Hvann- eyrarveikinni og athugar hann hvernig veikin hagar sjer á þeim. Þau marsvínin, sem drep- ast, eru krufin og rannsökuð. Þá fara frain fóðrunartilraunir á sauðfé. Tilraunafjenu er flokkað niður áður og er því gefið ýmist vothey eingöngu, vothey og þurhey til helminga eða þurhey eingöngu. Auðvitað verður eigi nákvæm- lega sagt frá tilraununum nú, enda eru þær enn /á byrjunar- stigi. Þó má geta þess, að dr. Lotz hyggur ekki, að votheysfóðrun- in ein sje orsök veikinnar. Vot- heysfóðrun eingöngu hefur ekki orðið þess valdandi, nema í ör- fáum tilfellum, að kind hafi tekið veikina. En ef vothey var gefið með þurheyi, sem eigi var vel verkað, var. rylcugt og mygl- að, þá tóku margar kindur veik- ina — innan þriggja vikna. Eins og gefur að skilja, eru ýmsir erfiðleikar á að rannsaka þetta til hlýtar hjer á landi, þar sein engar fullkomnar rann- sóknarstofúr eða rannsóknará- höld eru til. En áhöld til \ið- bótar eru á leiðinni, og þegar þau eru komin, mun dr. Lotz hafa öll nauðsynlegustu tæki til rannsóknanna. Er hann von- góður um, að rannsóknirnar beri tilætlaðan árangur. Hann hefir samband við háskólastofn- un sína í Þýskalandi og fleiri vísindastofnanir þar í landi og mörguin öðrum löndum. Hefur hann cg skrifað fjölda vísinda- mönnum í ýmsum fjárræktar- löndum um veiki þessa, til þess að fá upplýsingar um, hvort svipaðrar eða samskonar veiki hafi orðið vart erlendis. Hjer er um vísindamann að ræða, sem leggur fram krafta sína fyrir islenskan landbúnað, málefnisins og vísindanna vegna, og má með sanni segja, að enn sem fyr reynist þýsltir menta- og vísindamenn hinni ís- lensku þjóð hið besta. . í sumar ætlar dr. Lotz sjer að ferðast á ýmsa staði, þar sem veikin'hefir gert vart við sig, til þess að afla sjer upplýs- inga hjá bændum og dýralækn- um. Hinu má heldur ekki gleyma, hve mikinn þátt Halldór skóla- stjóri Vilhjálmsson á í því, að starfað er að þessum rannsókn- um. Fyrir hans tilstilli var haf- ist handa í þessu máli og þá hefur hann og búið svo í hag- inn, að dr. Lotz getur starfað á Hvanneyri. Tilraunafjeð legg- ur hann og til. Mun Halldóri skólastjóra manna best Ijóst hvílíkt happ það væri íslensk- um bændum, ef rannsóknirnar leiddu í Ijós, eins og dr. Lotz nú býst fastlega við, örugg ráð til varnar gegn veikinni —- og að frámfarirnar í votheysverk- un gæti haldið óhindraðar á- fram. Að lolcum skal þess getið, að ósk dr. Lotz, en grein þessi er samin eftir viðtali við hann, að Níels P. Dungal docent, hefir á allan hátt sem best hann gat, verið honum til aðstoðar um margt í sambandi \ið þessar rannsóknir. Reykhólamálið. Það ætla jeg að ekki hafi öllu „kynlegri kvistur“ til löggjafar trjes sjest á Alþingi, heldur en frumvarp það til laga um heim- ild handa ríkisstjórninni til þess að taka Reykhóla eignar- námi, sem lagt hefir verið fram þar, og fjekk mjer það mikill- ar undrunar er jeg sá þess get- ið í blöðunum, en þegar jeg leit frumvarpið og sá, að þetta er í því skyni gert, að hafa Reyk- hóla að læknissetri fyrir Reyk- hólahjerað ofbauð injer gersam- lega, því ekki er unt að velja í Reykhólasveit slað þar sem læknir er ver settur fyrir hjeraðsbúa, en á Reykhólum, nema ef farið væri með lækninn enn utar á Reykjanesið, svo sem að Miðjanesi eða Haraar- landi. Vil jeg nú leyfa mjer að fara um þetta mál nokkrum orðum; þykist jeg vel mega gera svo, þar sem jeg hef farið eftir endi- löngu hjeraðinu og all oft um ýmsa hluta þess. Þegar velja á læknissetur skilst mjer mestu varða um valið, að læknirinn búi sem næst miðju hjeraðins. Þannig, að þeir sem heima eiga á endi- mörkum hjeraðsins og útskekl- um, eigi svo sem unnt er, sem allra líkasta aðstöðu til þess að vitja læknisins. En með þessu frumvarpi er þessi regla brotin, svo gífurlega sem mest má verða, nema ef öllu manns viti og , sanngirni væri gersamlega varpað fyrir borð, og læknis- setrið í Reykhólahjeraði sett á annanhvorn enda þess, t. d. á Brekku í Gilsfirði eða að Iíletti í Kollafirði. Skal jeg nú með nokkrum tölum skýra mál mitt, og jafn- framt benda á þann stað, er jeg tel læknissetrið í Reykhólahjer- aði vera best komið, og þar sem sú orka er fyrir hendi til nota á læknissetrinu, sem jeg tel fult eins hagkvæma, eins og hvera- hitann á Reykhólum. — En vegalengdir þær, sem hjer eru tilgréindar í kílómetrum, hefir gefið mjer upp Samúel Eggerts- son kennari, hinn skýrasti mað- ur og skilríkasti, sem er þaul- vanur uppdráttagerð, og fæddur og alinn upp í Reykhólasveit. Svo sem kunnugt er, nær hjeraðið yfir þrjá austustu lireppa Barðastrandarsýslu, — Geiradalshrepp, Reylchólasveit og Gufudalssveit, og er austasti bær í hjeraðinu Brekka í Gils- firði, en hinn vestasti Klettur, sem stendur undir Klettshálsi nokkuð upp frá vesturhorni botnsins á Kollafirði. — Frá Brekku í Gilsfirði að Reykhól- um eru 40,5 kílómetrar, en þó má stytta sjer leið um 1% kíló- meter frá Bæ að Berufirði, þar sem talað hefir verið um að hafa læknissetrið, ef farinn er svonefndur Vatiishryggur, sem liggur talsvert neðar en aðal- vegurinn. Verður þá vegalengd- in frá Brekku að Reykhólum 39 km., en frá Brekku að Beru- firði 26 km. en 27V2 sje farinn aðalvegurinn. — Frá Berufirði að Reykhólum eru 13 km. og fær enginn maður stytt sjer þá leið á nokkurn hátt. Vík jeg nú að vesturleiðinni, sem þannig er háttað að. á henni eru tvær torfærur, er oft verða með engu móti yl'irstignar, og er önnur þeirra Þorskafjarðarvaðall, sem ekki er fær þegar flóð er sjáv- ar og kann oft að verða ófær, þó fjara sje, vegna ísabrots, og lengist þá vesturleiðin um 6 km., ef fara verður inn fyrir Þorskafjörð. Hin torfæran er Gufudalsháls, sem er um 400 metra hár og veggbrattur, verð- ur hann oft ófær á vetrum, fyr- ir hjarns sakir og svella; er þá enginn annar vegur, en að fara út fyrir Skálanes, og lengist þá leiðin vestur á hjer- aðsenda um 12,5 km. Set jeg hjer vegalengdirnar frá Reyk- hólum að Kletti í fernu lagi: 1. Sé fær Vaðallinn og svo Gufudalsháls, er leiðin 52,5 km. 2. Sje ófær Vaðallinn en fær hálsinn, er leiðin 58.5 km. 3. Verði farinn Vaðallinn, en sje ófær hálsinn, er leiðin 60,5 km. 4. Sje baðir ófærir, er leiðin 66,5 km. Jeg skal geta þess, að jafn- langt má telja til tveggja ann- ara bæja en Kletti. Standa þeir einnig fyrir botni Kollafjarðar, og heila: Seljaland og Fjarðar- horn. Nokkru skcmra er að þrem cðrum bæjum í Kollafirði, sem standa innar en vegur- inn kemur niður af Gufudals- hálsi, Sveinungseyri, Káífadal og Múla, en langtum standa þeir innar veginum þeim, og allir eiga þeir níu bæir hjer- aðsins, sem standa í Kollafirði, afarerfiða sókn til læknis, þó læknissetrið væri í Berufirði, eða við austanverðan Þorska- fjörð, og gæti jeg trúað að jóð- sjúkum konum eða lemstruð- um og l'ársjúkum mönnum i Kollafirði, findist þá ærið langt að bíða læknisins, sæti hann ekki fjær en í Berufirði eða Kinnarstöðum, þó ekki bættist við kvalatíma þeirra þær 3—4 klukkustundir, sem það tekur, í allra skemsta lagi að fara frá þessum bæjum út að Reykhól- um og aftur til baka. En fleiri torfærur eru á vegum í vest- urhluta hjeraðsins svo sem Hjallaháls, milli Þorskafjarð- ar og Djúpafjarðar; er hann 360 metrar og mjög brattur að austan, og breiður einnig, en mun tæplega verða ófær. Á 70 ÁRA REYNSLA og vísindalegar rannsóknir tryggja gæði kaffibætisins enda er hann heimsfrægur og hefir 9 sinnum hlotið gull- og silfur-medalíu vegna fram- úrskarandi gæða sinna. Hjer á landi hefir reynslan sannað að VERO er miklu betri og drýgri en nokkur annar kaffibætir. Notið að eins VERO. £>að marg borgar sig. í heildsölu hjá HALLDÓRl EIRÍKSSYNl Hafnarstræti 22. Reykjavik. austurleiðinni er engin tor- færa*), að undantekinni Múla- hlíð, sem að eins einn, bær Brekka í G,ilsfirði, ■ á yfir að sækja. Sú hlíð er oft afarill yfirferðar og stórum hættuleg, en ekki hefi jeg heyrt þess get- ið, að hún yrði með öllu ófær. Jeg þykist nú hafa sýnt með þeiin rökúm, er ekki verða hrakin, að það væri fullkomin óhæfa gegn hjeraðsbúum. þeim, sem lengst sókn eiga og öllum raunar, ef læknissetrið í Reyk- hólahjeraði væri sett á Reyk- hólum, enda er öldungis óþarft í því sltyni að seilast til hver- anna á Reykhólum, og skal jeg nú, svo sem jeg gat um í upp- hafi þessarar greinar, benda á þann stað í Reyjíhólahjeraði, er jeg álít læknissetrið best komið, en það eru Kinnarstaðir í Þorskafirði. Sú jörð stendur við Þorskafjörð austanverðan og fast við þjóðveginn. Er þar nú símstöð og brjefhirðing. Fast við tún þeirrar jarðar rennur á, sem heitir Kinnarstaðaá. Keinur hún úr vatni einu litlu, sem nefnist Berufjarðarvatn og er í dal þeim, sein liggur úr Berufjarðarbotni ofan Reykja- nessins, vestur að Þorskafirði, og er sú vegalengd rúmir 3 km„ en áin er tæpir 2 km. frá vatn- inu til sjávar. — Úc þessari á má fá að minsta koti 40—50 hestorkur rafmagns allan árs- ins hring og ætla jeg þann hita ekki verri en hverahita handa læknissetrinu; auðvitað þyrfti ekki alla þessa orku handa því, en þá kalla jeg að margar flugur væri vel slegnar í einu höggi, ef þessi orka yrði nýtt, fyrst og fremst. handa læknissetrinu og svo handa bæj- um þeim í Reykhólasveit er ekki þyrftu lengri leiðslu en svo, að alt svaraði kostnaði, en þeir hæir eru víslega 12 eða fleiri. — Kinnarstaðáá skilur Hofstaða- land og Kinnarstaða og eru Hofstaðir 2 km. utar með firð- inum. Frá Berufirði að Kinnar- stöðuin eru 3 km., en 16 km. frá Kinnarstöðum að Reylchól- um, og styttast vegalengdirnar sem jeg nefndi hjer að framan á vesturleið hjeraðsins um þá vegalengd hvora leið, á við það, *) Jeg tala lijer ekki um ár, mikl- ar og illar, sem eru víða í hjeraðinu, þær verða að likindum hrúaðar smám sainan, og eru flestar færar á fjör- um, þegar svo stendur á sjó.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.