Vörður


Vörður - 19.05.1928, Blaðsíða 4

Vörður - 19.05.1928, Blaðsíða 4
4 V Ö R Ð U R frið í sálina, lægja öldurótið frá áhyggjum dagsins og gjöra svefninn sælli. Hvert heimili getur átt svo ó- tal margar helgar stundir. Þar sem lífinu er lifað í ákveðnum tilgangi, en ekki eftir nótum at- vikanna, verður hver áfangi á leiðinni eins og ofurlitill sól- skinsblettur. Hversu miklu yrðu þessir blettir ekki bjartari, þess- ar helgu stundir heimilanna verðmætari, ef þær væru gædd- ar kristilegum anda. Jeg fullyrði t. d. að hollara væri að ferm- ingargjafir væru færri, en meira af þvi, sem gæti hrifið sál barnsins til helgra áforma og heita, á þessum tímamótum lífsins. Alvöruþungi þeirrar at- hafnar má ekki drukna í veisluglaumi. Hvaða augum sem annars er litið á hana frá kirkjulegu sjónarmiði. Ef til vill eru hrifningarstundirnar dýrmætustu stundirnar i lífi hvers manns. Þá leitar sálin út fyrir sín venjulegu takmörk og kemst í æðra ástand. Með mikl- um rjetti má ef til vill segja, að daglegt líf á íslenskum heimil- um gefi lítið tilefni til þeirra, en börn eru auðhrifin, og fals- laus og sönn heimilisguðrækni, húslestrarnir, bænirnar og þá einkum söngurinn, alt mun það skilja eftir einhver fræ í sál barnsins, sem seinna eiga eftir að vaxa og bera ávexti í lífi þeirra. Einn kafli bókarinnar fjallar um, hvernig gjöra megi hátíð- leg þessi sjerstöku tækifæri í sögu hvers heimilis: fermingar, skírnir, heimanför, heimkomu o. s. frv., og næra þau kristi- legum anda, og auðvitað er þar sami undirstraumur sem í allri bókinni, að vígja guði líf sitt og störf í gleði og sorg. En fegursti kaflinn þykir mjer þó sá, er ræðir um trúaruppeldi barn- anna, enda er þar snert við þeim streng, sem viðkvæmast- ur er, og vandfarnast með. Af öllum þeim margþættu uppeldishlutverkum sem for- eldrarnir og heimilin eiga að inna af hendi, mun það vera vandasamast, og þess skyldi gætt þarna sem víðar, að ábyrgðin hvílir ekki öll á foreldrunum, heldur á sjerhverjum heimilis- manni, sem er iheð börnunum, og víst er um það að víða er ekki lögð sú alúð við þá hlið uppeldisins sem skyldi. Þess vegna koma nú börn í skólana, sem ekki hafa heyrt Passíu- sálma Hallgríms nefnda, og vita ekki hvað skeð hefur á aðal- hátíðinni ársins og annað eftir þvi, og hitt fullyrði jeg, að full- orðna fólkið hefur oft þau orð og athafnir fyrir börnunum, sem það myndi ekki gjöra, ef það ætti þessa ábyrgðartilfinn- ingu, sem krefjast verður af hverjum, sem er með í því mikla hlutverki að ala upp syni og dætur þjóðarinnar. „Sá, sem sýnir enga viðleitni í því, að hafa gott eitt og' fagurt fyrir börnunum, hefur fyrirgert rjetti sínum til að vera með þeim“, stendur á einum stað í þessum kafla. En einmitt þarna liggur dýpst orsök til meiri hlutans af ógæfu mannkynsins. Ef hægt væri að ala svo upp börn að þau sæju aldrei neitt ljótt og heyrðu aldrei neitt ljótt, en yrði í stað þess bent á alt sem fagurt er og göfugt, myndi þá ekki þessi sori hverfa að miklu leyti úr mannlífinu, sem um ár og aldir rænir það gildi sínu. Jú, þess vegna er það æðsta boðorð uppeldisins, að vera börnunum fögur fyrir- mynd. Því er að vísu haldið fram, að dygðir og lestir gangi að erfðum, og er það satt, en oft er það svo, að börnin fá hvorki dygðirnar eða lestina í vöggugjöf, heldur læra hvort- tveggja af fullorðna fólkinu er þau fara að stækka. Af djúpum skilningi er þvi lýst í þessum kafla hvilikt á- byrgðar og vandaverk það sje, að leggja undirstöðuna undir trúarlíf barnsins, jafnframt því, sem hendingar eru gefnar eftir því sem hægt er, hvernig það megi best verða og þó að slíkt hlutverk sje margþætt er þó takmarkið að eins eitt: Að gjöra börnin að lærisveinum Krists. Að því skyldi alt trúar- uppeldið stefna. Takist það, er takmarkinu náð. Alt af hlýtur þessi mikli vandi að hvíla mest á mæðl’unum, og óskandi væri að hver móðir verðskuldaði þessi fögru eftirmæli: „Engin kendi mjer eins og þú hið eilífa, stóra, kraft og trú, nje gafst mjer svo guðlegar myndir“ og víst er það, að „móðirin sem krýpur við rúm barnsins síns og biður með því og fyrir því, er besti kristniboði hverrar þjóðar“ því þarna sem víðar er það hún ásamt föðurnum og heimilisfólkinu sem nærir dýpstu rætur velferðar mann- kynsins. Og hversu margir eru þeir ekki, sem seinna í hregg- viðrum lífsins verður það sönn hugbót að minnast þeirra stunda, er þeir voru að læra bænarmálið hjá góðri móður, og þótt um eitthvert skeið æfinn- ar sje horfið frá allri trú, og öllu því er snertir eilífðarmálin, verða þó þessar minningar oft seinna til að leiða hugann að þeim sannleika, að í sönnu guðstrausti býr sá friður, sem hvergi er hægt að öðlast annar- staðar, eða sú hefur orðið reyndin margra. Jeg ætla ekki að rekja nánar efni þessarar litlu bókar. Jeg get ekki betur gjört, en að ráða hverju einasta heimili til að kaupa hana og lesa. íslensku heimilin þurfa að eignast ný verðmæti ef þau eiga að verða köllun sinni vaxin. Ef að andi kristindómsins fær að ráða á heimilunum og móta börnin, fer ekki hjá því að hann verði einnig ráðandi i opinberu lífi þjóðarinnar og gjöri það heil- brigðara en nú er það. Heim- ilin verða að skilja og auka sitt helgasta hlutverk, og þá „Nær til jarðar himnaeldsins ylur ef andinn finnur til og hjartað skilur“. Hannes J. Magnússon. Innlendar frjettir. Þýskur togari strandaði á Breiðamerkur- sandi 8. þ. m., en náðist út aft- ur. Fór skipið á land um fjöru, og var sjór brimlaus. Komu togarar að til hjálpar og tókst að ná skipinu út á flóðinu. En níu af skipshöfninni urðu eftir í landi. Og voru þeir fluttir til Austfjarða og þaðan fara þeir út. — Slgsið á Breiðamerkurjökli. í haust sem leið vildi það slys til á Breiðamerkurjökli, eins og kunnugt er, að Jón Pálsson, kennari frá Svínafelli í Öræfum, fórst í jökulsprungu. Ennfremur fór í sömu sprung- una hestur og allmikið af pósti. 16. apríl síðastl. fanst hestur- inn, og daginn eftir lík Jóns Pálssonar, og sömuleiðis póst- koffortin. Er jökullinn þarna á sífeldri hreyfingu eða veltingu, svo að það sem er undir yfir- 188 ungi maður, að næsta sporið verði stigið. Og næsta sporið er þetta: reyndu sjálfur! Reyndu að fá hest og reyndu að fá verkfæri við hestsins hæfi. Reyndu að vinna með hesti og hesta- verkfærum, með fróðleik bókarinnar i huganum. Láttu bókina kenna þjer að strita með viti, að velja hentugasta blettinn til ræktunarinnar, að velja þá ræktunaraðferðina, sem best á við eftir þinni kunn- áttu. Og láttu ekki hugfallast þótt stirt gangi í fyrstu með óvönum hesti og ef til vill ófullkomnum verkfærum, og óvönum höndum sjálfs þín. Reyndu aftur að morgni, þótt þú hafir uppgefist þreyttur og vonsvikinn að kvöldi. Ef þú ert nægilega þrautseigur, þá áttu sigurlaunin vís, græna grasbreiðu þar sem áður var óyrkt jörð, fje og fullnægju þar sem áður var fátækt og fásinni. Ræktunin er undirstaða allra annara búnaðar- framfara. Uppvaxandi mennirnir í sveitunum verða að temja sjer ræktunarstörfin, annars er engrar við- reisnar von. En svo þarf fleira að gjöra. Hirða upp- skeruna, koma upp búpeningi, húsa fyrir menn og skepnum, búa afurðir búpenings til markaðar. Af þessu eru húsabyggingarnar einna fjárfrekastar. — Útgefendur vonast eftir að geta látið næsta ritið í þessu safni flytja nokkrar leiðbeiningar um húsa- gerð sveitabýlisins, og að þær ritgerðir geti byrjað að birtast með næstkomandi vetri. í maí 1928. Fyrir hönd útgefendanna. Jón Þorláksson. Hólaskóli starfar frá 15. okt. til aprílloka á komandi vetri. Samkvæmt heimildarlögum frá síðasta Alþingi verða nokkrar breytingar á fyrirkomulagi skólans. Lýðskóladeild verður starfrækt, bæði fyrir karla og konur. Verður það til undirbúnings þeim búfræðinemum, er eigi hafa hlotið hliðstæða fræðslu annarstaðar, en sem sjálf- stætt nám fyrir þá, er eigi hafa hug á frekara námi. Búfræðinám verður bæði verklegt og bóklegt og stendur yfir einn eða tvo vetur eftir undirbúningi og þroska nemenda. Umsóknir sendist .fyrir ágústlok næst komandi til undirritaðs, sem gefur allar nánari upplýsingar. Steingrímur Steinþórsson, settur skólastjóri. Veðdeiidarbrjel Bankavaxtabrjef (veSdeildar- brjef) 7. . flokks veðdeildar Landsbankans fást keypt 1 Landsbankanum og útbúum hans. Vextir af bankavaxtabrjefum þessa flokks eru 5°/o, er greið- ast I tvennu lagi, 2. janúar og 1. júlí ár hvert. Söluverð brjefanna er 89 krónur fyrir 100 króna brjef að nafnverði. Brjefin hljóða á 100 kr., i 500 kr., 1000 kr. og 5000 kr. | Landsbanki Íslands j J borðinu í dag, getur legið ofan á jöklinum eftir viku tíma. Brjefin voru lítið skemd eftir 7 mánaéa legu í ísnum, og banka- seðlar voru sama og ekkert skaddaðir. Útvarpið hefur nú verið opnað á ný, að tilhlutan og undir stjórn ný- stofnaðs útvarpsnotendafjelags hjer, sem hefur beitt sjer fyrir því, að hægt yrði að varpa út að minsta kosti veðurskeytum og frjettum daglega, og nokkru fjölbreyttara efni um helgar. Fær fjelagið stöðina endur- gjaldslaust, en heimtar heldur ekkert gjald af útvarpsnotend- um þennan tíma. Samvinnufjelag ísfirðinga, hefur nýlega samþykt að láta smíða 5 vjelskip, 30—40 smál. öll af sömu gerð. Þá mun og vera i ráði, að það kaupi tvo línuvciðara, og 2 vjelbáta, 12 smálesta, og ennfremur 10 smá- báta. Eins og kunnugt er, gekk síðasta Alþingi í ábyrgð fyrir 320 þús. kr. láni fyrir þetta fje- lag. Forsætisráðherra Tr. Þ. er um þessar mundir að koma úr ferð til Finnlands. Fór konungur vor opinbera heini- sóknarför til Finnlands til þess að endurgjalda heimsókn Re- landers forseta í Höfn, og bauð hann Tr. Þ. með. Þáði hann boðið, og er nú um það leyti að koma til Danmerkur aftur. íslandsmgndin, sem svo hefir verið kölluð, eða kvikmynd sú, er Loftur Guðmundsson tók hjer um árið af helstu stöðum hjer á landi, atvinnuvegum og lífsháttum þjóðarinnar, hefur verið sýnd víðsvegar í Danmörku undan- farið, og er nú sýnd um þessar inundir allvíða í Þýskalandi. Ráðg jafarnefndin dansk-íslenska heldur fundi sína hjer í Reykjavík í næsta mánuði. Prestsvigsla. Eiríkur Brynjólfsson cand. theol. var vígður á sunnudag- inn í dómkirkjunni til prests að Útskálum. Ennfremur Sig- urður Stefánsson til Möðru- vallaprestakalls, Björn Magnús- son aðstoðarprestur að Prests- bakka og Jón Pjetursson að Kálfafellsstað. Leikendaför til Danmerkur. Nýlega hefur verið stofnuð nefnd manna til þess að gang- ast fyrir því, að íslerfskir leik- endur færu til Hafnar í haust. Hefur nefndin fengið loforð kenslumálaráðuneytisins danska um það, að þessi flokkur geti Ieikið í konunglega leikhúsinu. Sennilegt er, ef af ferðinni verður, að sýndur verði „Fjalla- Eyvindur“ og „Ljenharður fó- geti“. Skólastjóri hins nýja gagnfræðaskóla í Reykjavík á að verða, að því er heyrst hefur, sjera Ingimar Jónsson að Mosfelli. Hefur hann nýlega sagt af sjer embætti vegna heilsubrests, en hann á að geta tekið við nýjum fjöl- mennum skóla þar sem koma þarf skipulagi á alt frá grunni. Ingimar er mjög áltveðinn jafnaðarmaður, og er talið, að hann njóti fremur skoðana sinna hjá kenslumálaráðherra en starfshæfni og annara kosta, er skólastjóri þarf að hafa. Prestskosning fór fram í Suður-Dalaþingum 6. þ. m. Ólafur Ólafsson cand. theol. fjekk 276 atkv. og var því löglega kosinn sóknarprestur. — Sjera Tryggvi Kvaran á Mæli- felli fjekk 66 atkv. Prentsmiðjan Gutenbero.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.