Menntamál - 01.04.1925, Blaðsíða 12

Menntamál - 01.04.1925, Blaðsíða 12
io6 MENTAMÁL meö fjármálupi skólans, innheimtir rekstrarfje hans og ber ábyrg'ö á, aö allar greiöslur hans sjeu skilvíslega af hendi leyst- ar. — 23. gr. Yfirstjórn hngmennafræðslunnar er í höndum kenslumálaráðunéytisins. VII. Ý m i s 1 e g ákvæSi. — 24. Meö reglugeröum verö- ur nánar ákveðið um tilhögun kenslunnar, próf, skólavist nem- enda og burtför úr skóla, kenslutíma og leyfi, reglu og agá, heimavistir, bókasöfn og kennara skóla þeirra og námskeiða, er lög ])essi ræða um. Um alþýðumentun. Mikill meiri hluti íslensku þjóðarinnar mun álíta að alþýðu- mentun sje til góðs. Enda liggur það ljóst fyrir öllum, sem eitthvað hugsa og þarf ekki að rökstyðja það frekar. En það eru skiftar skoðanir um það, hvernig haldið verði uppi góðri alþýðumentun. Nokkrir álíta hina lögskipuðu fræðsluskyldu alþýðu óþarfa og of dýra. Því hefir verið haldið fram, að heim- ilin sjálf gætu annast um fræðslu barna til fermingar, án þess aö ríkið styrkti þau til ]ress. Og er þetta aðalefni í tillögu sjera Ófeigs Vigfússonar, í ritgerö, er hann ritar í seinasta „Skírni". Jeg er ekki eins bjartsýnn og sjera Ófeigur á það, að börnin geti yfirleitt lært á heimihinum, það sem nauðsynlegt er að þau læri. En þótt það sje altof htið, sem sjera Ójfeigur vill að börnin læri til fermingar, þá munu þó fjölda mörg heimili ekki geta fullnægt þeim kröfum, 1)æði vegna mannfæðar, ólægni með að kenna og vankunnáttu. Og lítiö mundi ])að bæta úr, þótt fræðslunefnd og prestur ætti að sjá um, aö ráðinn yrði kennari til að kenna, ef heimilin gætu það ekki. Því að ef sveit- in ætti eingöngu að launa kensluna, er hætt við aö launin yrðu svo lág, að menn, sem sæmilega eru að sjer, fengjust ekki fyr- ir það kaup. Það fyrirkomulag um barnakensluna, sem nú er,

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.