Menntamál - 01.10.1926, Blaðsíða 3

Menntamál - 01.10.1926, Blaðsíða 3
MENTAMAL ÚTGEFANDl: ÁSGEIR ÁSGEIRSSON III. AR OKT.—NÓV. 1926 l.BLAÐ Nýju skólarnir- 1 síðasta árgangi Mentamála hefir oft veriS minst á nýtizkuskóla og allítarlega sagt frá Dalton-aðferð og Decroly-skólum. Hefir það ekki verið gert í þeim tilgangi, að fá kennara til að bylta um öllum sinum starfsháttum, — en á þeim misskilningi hefir bryddað í brjefum til útgefanda — heldur til að kynna íslenzkum kennurum nýjustu hreyfing- ar í skólamálum og vekja þá til umhugsunar um sitt starf og umbóta- viðleitni. Viðkynning við nýjar kenningar og viðleitni er frjósöm. Hinu hefi jeg ekki trú á, að hjer á landi þurfi byltingu í skólamálum. Það þarf umbætur en ekki bylting, og af hinum nýju stefnum má læra margt, og er hitt þó engu síður satt, að hjer er margrar umbótar þörf, sem í nágrannalöndunum telst til gamla timans. Það má helzt læra af nýju skólunum, að taka meir tillit til þroskastigs barnanna, áhugamála þeirra og starfslöngunar. Meira starf og minna bóknám er stefna nú- tímans, og ber þess þó að gæta, að vjer íslendingar erum ekki komnir út í neinar öfgar um bóknám barna. Er það bert þegar þess er gáð, að skólaskylda hjer á landi nær að eins til 4 ára, og er sumstaðar að eins kent 8 vikur á ári, viða 12 vikur, en óvíða lengur en 24 vikur. I Sviss og Hollandi t. d. nær skólaskyldan til Q ára, 42 vikur á ári. Það er fávíslegt að tala um öfgar i islenzkri skólastarfsemi á þann veginn, að bóknám sje meir en börnin þoli. En hitt er rjett, að vjer eigum mifeið óunnið i því efni, að gera bóknámið betur við barna hæfi, og að oss ber að gæta þess að gefa ýmsum starfsgreinumfc en ekki námsgreinum, tneira svigrúm í þeim skólum sem lengi starfa, og bróðurpartinn af þeirri viðbót, sem hinir styttri skólar fá í framtíðinni. — Mentamál munu halda áfram, að birta greinar um erlend skólamál og ágrip af umræðum, sem nú snúast mest um nýja skóla og gamla. Hjer fer á eítir útdráttur úr fyrirlestri, er forstöðumaður kennaraháskólans í Kaupmannahöfn, Vil- hclm Rasmussen, hjelt fyrir nokkru um skólahreyfingar nútímans: Nú eru góðir, tímar fyrir kennara. Aldrei hefir staðið jafn- mikill styr um uppeldismál og' á vorum tímum. Umræður ' 118831

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.