Menntamál - 01.12.1926, Blaðsíða 6

Menntamál - 01.12.1926, Blaðsíða 6
20 MENTAMÁL um starf, og c) skólaprófum. Galton, Cattell og Binet voru brautryöjenclur á þessu sviöi sálarfræöinnar. Sir F. Galton geröi i bók sinni: „Inquiries into Human Faculty“ (1883) grein fyrir víöfangsefninu og setti, skömmu eftir aö bókin kom út, á fót rannsóknarstofu í London, þar sem allir gátu fengiö sig mælda í ýmisum andlegum og líkamlegum greinum. Frá því um 1890 hafa ýmiskonar mælingapróf veriö gerð í Banda- ríkjunum, og notuð allvíöa; er þaö einkum fyrir áhrif Cattells. í Þýskalandi hafa þeir Kraepelin og Ebbinghaus haft forust- una. Hinn þekti, franski sálarfræðingur Alfred Binet, lagði til grundvallar samtalsform læknis og sjúklings, og útbjó ])aö sem kalla mætti spurningakerfi (standardised interview), með 30 spurningum og viðfangsefnum. Þessi gáfna-mælikvarði var endurbættur 1908, og skift eftir aldursþroska, og loks var honum breytt 1911 í síðasta sinn. Mælikvarða þessum hefir verið beitt í ýmsum myndum víða um lönd. Um líkt leyti og Binet var að fullkomna hið vísindalega próf- kerfi sitt, fóru ýmsir amerískir sálarfræðingar að leggja spurn- ingapróf fyrir barnadeildir. Næsta sporið var að búa út fyrir- miyndar spurningapróf, á l^orð við skrifleg viðfangsefni skól- anna. Eitt af hinum fyrstu slíkum kerfum og jafnframt hinum mikilsverðustu, var „hermannaprófið fyrra“, sem gert var 1917. til að mæla nýliða í Bandaríkjahernum. Undir það próf gengu um 2 miljónir manna; þúsund menn eða fleiri voru stundum / prófaðir í einu á sama stað. Notk.un. Upp frá ])ví liefir gáfnaprófum mikið fjölgað, ólík kerfi hafa verið búin til, til að ná margvíslegum tilgangi, og reglurnar fyrir einkunnagjöfinni hafa mikið verið endur- bættar. Prófum þessum er víða beitt, einkum í Bandaríkjun- um, í þeim tilgangi að flokka betur skólabörnin, og við rann- sóknir á hálfvitum og vandræðabörnum. Sömu aðferð og höfð ■er við gáfnafrófiii, er og farið að beita í öllum námsgreinum skólanna. Að minsta kosti ein miljón slíkra prófa var háð yfir „skólabörnum á árinu 1925 einu saman. Nokkrir hinir helztu

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.