Menntamál - 01.12.1926, Blaðsíða 7

Menntamál - 01.12.1926, Blaðsíða 7
MENTAMÁL 21 háskólar Ameríku hafa tekiS upp gáfnaprófin í þær kröfur, sem gerSar eru til upptökú i skólana. Þrátt fyrir verulegar umbætur um skeiö sí'Sustu 20 ára, þá er gáfnaprófunum í ýmsu ábótavant. ÞaS er óljóst, hváö mœlt er; JjaS er ekki gott aö segja, hversu langt má fara í því aS beita ýmiskonar útreikningi viS stigatöluna; þaS er deilt um það,hversu mikiS megi á tölunum byggja alment um gáfna- fariS. Gáfnapróf er enn þá kerfi af viSfangsefnum, sem ekki er gott aS lýsa nánar; stigatalan er enn þá hálft um hálft handa- hófs samlagning á verSleikum — og þaS er enn þá langt frá því aS stigafjöldinn svari fullkomlega til þeirra hæfileika, sem tilætlunin er aS mæla. SálarfræSingar vinna aS því aS bæta úr þessum ágöllum meS því aS setja i staS hinna óákveSnu viSfangsefna önnur hnitmiSuS viSfangsefni, sem raSaS sje ná- kvæmlega eftir því, hve örSugt er viS þaS aö fást, — svo aö stigatalan geti táknaS nákvæmlega þann gáfnaþroska, sem sá, er prófaSur er, hefir til aö bera. Skólagarðar. SkólagarSar eru nýjar fræSslu og uppeldisstoínanir, sem vakiö hafa sjerstaka athygli allra uppeldisfræSinga og skóla- manna á síSustu tímum. ÞaS má segja, aö saga skólagarSanna hefjist áriö 1500, er fyrsta opinbera jurtagarSinum (Botanisk Have) var komiö á fót í Feneyjum á ítalíu. GarSurinn var ný kenslustofnun í þessari vísindagrein, grasafræöinni, og reis síSan upp hver grSurinn á fætur öSrum viS lielztu háskóla Noröurálfunnar. En þaö voru aöeins háskólamenn, er lögSu stund á grasa- fræSinám, er nutu fræSslu i þessum görðum, en þeir beindu aftur athygli almennings aö hinu fjölskrúöuga lífi jurtanna og skipuSti grasafræSinni á bekk meS helztu vísindagreinum.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.