Menntamál - 01.12.1926, Blaðsíða 9

Menntamál - 01.12.1926, Blaðsíða 9
MENTAMÁL 23 þegar hlotiö ást og viröingu allra þeirra, er um uppeldismál hugsa. Iijer skal í stuttu máli viki'ö aö því, hve heillavænleg áhrif störf i skólagöröum hafa á andlegan og líkamlegan þroska barna. í öðru lagi hve notadrjúgt nám þeirra þar er, fyrir lif þeirra og störf i framtíöinni, og i þriöja lagi, hverjar líkur eru fyrir því, a'Ö vjer íslendingar getum notfært okkur þessar stofnanir viö uppeldi barna vorra. — Stöf barna í skólagöröum er einn þáttur uppeldisstarfsenr- innar. Þar eiga börnin aö kynnast lífi og eöli jurta, skilja hvaö Jreirra eigið líf er háð jurtalífinu. Garðyrkjustörfin eru einkar hentug störf til aö glæöa star'f shvöt og fegurðartilfinningu. Námsefn- ið í skólagörðum er við hæfi og þroska barna. Nárnið er lif- andi starf, og stærsti kostur þess er sá, að þar sjá börnin sýnilegan árangur verka sinna. Störfin krefjast n á k v æ m n i og a 1 ú ð a r, en nákvæmnin og alúöin vekja aftur Ireztu til- firmingar barnanna og gerir þau beinlinis að betri börnum. MeÖ allrir viröingu fyrr annari verklegri kenslu í barnaskól- um, t. d. smiði og saúmum, þá hefir ræktunarnám í skóla- görðum nokkra sjerstöðu, er það er borið saman viö hinar aðrar greinir. Munurinn er sá, aö þráðurinn og- dúkurinn ann- arsvegar, og spýtan, er smíðadrengurinn telgir, hinsvegar, eru d a u ð i r h 1 u t i r, en jurtin, sem liarnið gróðursetur, er 1 i f a n d i einstaklingur. Barnið skilur, að það hef- ir líf jurtarinnar i hendi sjer, og það hefir meðvitund um, að það er undir ]jví sjálfu komið, hvort jurtin dafnar vel eða illa. Barnið finnur hvað það er máttugt, að ráða sjálft yfir framtíð jurtarinnar. Þaö liggur því ekki á liöi sínu, og beitir ást sinni og umhyggju til að fegra og fullkomna framtíð jurt- arinnar. Það eru óskiftar ánægjustundir, er börnin eignast á laugar- dagskvöldum, er þau koma einskonar skemtiför í skólagarð- inn, til að skoða og heimsækja litlu vinina sína, blómin. — Þegar kemur frarn i júlí, fá þau svo leyfi til að taka heim

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.