Menntamál - 01.12.1926, Blaðsíða 17

Menntamál - 01.12.1926, Blaðsíða 17
MENTAMÁL 31 staklingar hennar kunni ekki að lesa. En eina ráðið, sem eg sje til þess, aö skólarnir geti hjer leyst af hendi hlutverk sitt sem skyldi, er þetta, aö völ sje skemtilegra og hollra lesbóka á góðu máli. En vi'öast hvar munu hjeruöiri leggja svo óríf- lega til skóla sinna, aö enginn kostur er aö gera lesljókasöfnin nægilega fjölbreytt, nema þvi aöeins, aö útgáfa lesbókanna sje styrkt svo af ríkisfje, aö þær veröi mun ódýrari en nú er. Ef til þessa ráös ýröi gengiö, væri vel, aö „Ferfætlingar“ yröu framarla í rööinni fyrir sakir málsnilli og efnis. Svafa Þorleifsdóttir. Ingunn Jónsdóttir: Bókin mín. Öllum er kunnugt, hversu miklar l)yltingar hafa oröiö í ís- lenzku þjóölífi hin síðari ár. Þau kjör og siðir, er íslenzk börn alast nú upp viö, eru næsta ólík því, er hin vöndust, sem nú eru komin á efri ár. Ekki er sá fróðleikur ómerkur eöa lítils- viröi, aö vita um æfikjör þeirra, sem lifaö hafa á undan þeirri kynslóð, sem nú er uppi. Ekki mundi hin uppvaxandi kynslóð missa neins í við það, að staldra við augnablik og líta um öxl á æfikjör þau og staðhætti, er afi og amma, faðir og móð- ir ólust upp við. Nokkur vandhæfni er þó á aö skrifa um þau efni svo, að börn og unglingar lesi sjer til gagns, því að börn- um er jafnan erfitt að tileinka sjer efni, er veitir þeim enga skemtun jafnframt, Þó get jeg bent á bók, sem vafalaust á erindi til æskulýðsins á þennan hátt, aö veröa kærkomið les- efni, og veita jafnframt fróðleik um margt það, sem liggur glatað og gleymt, að nokkru leyti af því, að fáir hafa hirt um að færa nokkuð í letur af endurminningum bernskuáranna. Bók þessi er „Bókin mín“, eftir frú Ingunni Jónsdóttur frá Kornsá. Er að vísu nokkur tími liðinn frá því, aö bókin kom út, og hennar þegar veriö hlýlega minst af mörgum. En hins- vegar hefir því lítt verið á lofti haldiö, hversu heppileg bók- in væri fyrir börn og unglinga. Svo vill til, að jeg get tilfært glögt dæmi máli mínu til

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.