Menntamál - 01.12.1926, Blaðsíða 18

Menntamál - 01.12.1926, Blaðsíða 18
32 MENTAMÁL sönnunar. Bókin barst mjer í hendur. stuttu á'Sur en vorpróf i barnaskólanum hjer hófust. Var alveg víst, a'S börnin höföu hana ekki augum litið, er lestrarpóf skólans hófst. Okkur sókn- arprestinum, sr. Þorsteini Briern, er var prófdómari i lestri i efsta bekk skólans, kom saman um að velja kafla úr þessari nýju bók til lestrar og endursagnar í þessum Irekk. Völdum við til þess bæði frásögur og lýsingar ýmsar. Sýnt var, að ]>etta nýstárlega lesefni var börnunum til ánægju. Þa'ð sá jeg á svip þeirra. Hitt duldist og eigi, hversu auövelt þeim var að skilja þetta og muna; frá því skýröu endursagnir þeirra, sem voru venju fremur ljósar og glöggar, þar sem um óþekt efni var að ræða. Þa'S, sem jeg vildi því vekja athygli á, meö línum þessum, er í stuttu máli þetta: „Bókin mín“ er hentug bók handa stálpuSum börnum og tmglingum, af því aS hún veitir þeim fróSleik jafnframt ánægju. Svafa Þórleifsdóttir. Argrímur Kristjánsson, kennari í Reykjavík, dvaldi í Noregi og Svíþjóð, og kynti sjer einkum garðrækt í barnaskólum. Skal athyg'li skólanemenda og kennara vak’in á grein lians lijer í blaÖinu. Skólahús vor eru yfirleitt ekki vegsamleg, en ])ó mundu mörg þeirra sóma sjer allvel, ef umhverfið væri í Iagi; leikvellir, skólagarðar og góðar girðingar gera hvorttveggja, að setja menningarblæ á skólann og nemendurna. Það borgar sig sízt að spara síðasta þúsundið, þegar búið er að reisa stórt skófahús, siðasta þúsundið, sem á kannske mestan þátt i að setja svip á skólann og skapa skilyrði fvrir leik og starf nemandans innan vjebanda skólans. Mentamál. Verð 5 kr. árg. Afgr. í Laufási, Rvik, Sfmi 1134. Fjelagsprentsmiðjan.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.