Menntamál - 01.01.1927, Qupperneq 10

Menntamál - 01.01.1927, Qupperneq 10
40 MENTAMÁL þann ókost heimilanna og ■ uppeldisins forna, aö mörg börn frá fátækum heimilum urðu ærið afslcift. Skorti peningana til bókakaupa, svo að bókakostur var mjög rýr, og mun mörg fátæk mó'öir hafa boriö hulinn harm í hjarta, er hún bar sarnan í huga sjer aðstöðumuninn í þessum efnum, hjá sjer og ríkismannaheimilunum. — En hvaö sem þessu liöur, þá má elcki bera saman kauptúnabörnin, sem nú eru aö vaxa upp, og sveitabörnin áöur. Hvers vegna ekki? Vegna þess, að uppeldisskilyröin eru svo ólík, sem mest má verða. í sveitunutn voru víðast hvar all- rúmgóö húsakynni, margt heimilisfólk, tiltölulega fá börn á hverju heimili og allmikil störf við barna hæfi, sem þó fylgdi nokkur ábrygð og frjálsræði, smalamenska, hjáseta hestasóknir o. f 1., o. fl. í kauptúnum aítur oftast þröng húsakynni, fátt heimilisfólk, mörg börn saman og fátt um störf viö l)arna hæfi. — Viö skulum athuga nánar, hvaöa áhrif þetta hefir á uppeldið. Tökum fyrst húsakynnin. í sveitum gátu börn leikið sjer mun rneira inni, án þess að þrengja-að störfum fullorðna fólksins. í kaupstöðum er þess lítill kostur, og mörg móðirin hefir neyðst til að biðja barn sitt aö leika sjer nú úti, heldur en að ])vælast alt af stöðugt fyrir fótum sjer. Þá er fólksfæðin í kauptúnunum oröin svo rnikil, aö á mörg- um heimilum eru aðeins hjónin með börn sín. Má geta nærri, að lítill tími vinst afgangs náuðsynjastörfum til kenslu, þar sem faðirinn er oftast önnum kafinn við að sjá heimilinu far- boröa, en konan við hússtörfin. Má hver sem vill lá, þótt slík heimili geti eigi mjög sint kenslustörfum, — jeg geri það ekki. — Þetta var töluvert ööruvísi á mörgum sveitaheimilum. Þar var að öllurn jafnaði margt fólk í heimili, og þvi einhver hönd laus, til tilsagnar að vetrarlagi, þegar annir voru minstar.. Þá eru störfin. Það hefir verið margsagt, að af iðjuleysi stæðu illar afleiðingar, og þarf ekki að fara í grafgötur um það, að iðjuleysi kauptúnabarna er mjög miklu meira en sveitabarna. Kemur það mest af því, svo sem áður er sagt, að fá störf

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.