Menntamál - 01.01.1927, Qupperneq 15

Menntamál - 01.01.1927, Qupperneq 15
MENTAMÁL 45 II. Vorið. Þcgar veturinn er liðinn, kemur vorið; því fagna allir meira en vetr- inum. Sólin ræðst á klakaskegg gamla karlsins, (karlsins vantaði) itræðir það (hann) upp til agna, og gerir það (hann) að dansandi lækjum, sem hoppa syngjandi niður hliðar og brekkur. Jörðin færist í iðgrænan skrúða. Stórir hópar af fuglum koma sunnan yfir hafið, og skemta mönnunum með hinum fegurstu söngvum. Þeir leita strax að auðum lilettum og fara að húa sjcr til hreiður. Ærnar fara að bera. Kýr og kálfar eru leyst úr fjósinu. Sólin hækkar á lofti, dagarnir lengjast og næturnar verða bjartar. Fólkið fer að vinna á túnunum, og jörðin kemst brátt i algrænan búning. III. Sumarið. Vorið liður og sumarið fer i hönd. Fje er rúið og rekið á fja.ll. Það er fært frá ánum og lömbin rekin á afrjettír; en ærnar hafðar heima og mjólkaðar um sumarið. Þegar túnin eru sprottin, er farið að slá. Þegar búið er að slá túnin, eru engjarnar slegnar. Ef góð er tið, stend- ur heyskapurinn sjaldan lengur yfir en 8 vikur. í júní setst (sest) sólin ekki nema um miðnættið, og þá er nóttin björt eins og dagur. Fuglarnir syngja (synja) mikið á björtum sólskinsdögum, og er mikil skemtun að því. Sumarið er fegursti og hlýjasti (hlíjasti) tími ársins, og þá líður öllum skepnum vel. IV. Haustið. Sumarið liður og haustið kernur. Grasið og blómin fölna og deyja. Blöðin falla af trjánum í skógunum, og þau standa eftir ber og blaðlaus. Fttglarnir vita líka að veturinn er í nánd. Þeir fljúga i stórum hópum suðtir i heitu löndin, nema þeir sent geta lifað af vetarrkuldann; þeir verða eftir. Þá eru í förinni ungar sem fæðst ltafa um sumarið; og verða þeir að þreyta langflugið með foreldrum sínum. Mennirnir búa sig líka undir veturinn. Fjenu, sem rekið var á afrjettirnar um vorið, er öllu smalað, og rekið he'im. Þá tekur við sláturtíðin. Mörgu fje er slátrað; sumt lagt til heimilisþarfa, en sumt er selt. Bóndinn byrgir (birgir) hey og hús vandlega, svo snjórinn nái ekki að falla inn í þatt, þegar veturinn kemur. Bændurnir sækja nauðsynjavöru (nauðsinjavöru) í kaupstaðinn og flytja heim i búið. Kýr og fje er tekið i hús. Svo fer veturinn í hönd.

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.