Menntamál - 01.01.1927, Page 17

Menntamál - 01.01.1927, Page 17
MENTAMÁL 47 Hjer og þar. Útvarp í skólum. Enskir skólar liafa þegar tekiS útvarpiS i sina þjónustu. Fræðslu- starfsemi útvarpsfjelagsins enska, sem nú orðið cr rekið af rikinu, er þrennskonar: 1. Fyrirlestrar. 2. Námsskeið fyrir fullorðna. 3. Kensla fyrir skólanemendur. í fyrsta flokki eru fræðslufyrirlestrar um alt milli hirnins og jarðar, ferðasögur o. fl. 1 öðrum flokki eru samfeklir fyrirlestrar sögulegs efnis, um bókmentir, listir, hagfræði o. fl. Ágætustu vísindamenn eru fengnir til að halda fyrirlestrana. Auk þess eru haldin námsskeið í tungumálum. Hvert nárti- skeið er venjulega i 6—12 fyrirlestrum. í þriðja flokki eru fyrirlestrar um námsefni skólanna; þeir eru sendir út í samráði við yfirstjórnir fræðslumálanna. 1925 nutu 100 skólar þess- ara hlunninda. ■ 1 siðasta mánuði var tala skólanna komin upp yfir tvö þúsund. Þar af voru 70% barnaskólar. Til þessarar fræðslustarfsemi hefir útvarpsfjelagið i sinni þjónustu sveit af uppeldisfræðingum. í sam- bándi við útvarpsfræðsluna eru sendi skólunum kort, myndir og línrt- rit íillskoinar. Kennarar skólanna ráða auðvitað liverju tckið er á rnóti og hvernig útvarpsfræðslunni er háttað innan skólans. Þeir cru og ráðunautar útvarpsfjclagsins um alla tilhögun fræðslunnar. Slik skólafræðsla í sambandi við útvarp, mun ekki enn vera komin á neinsstaðar á Norðurlöndum. Mun og útvarpsstarfsemin ekki komin í það horf rjer á landi, enn sem komið er, að vert sje að hefja slíka fræðslustarfsemi nú þegar; en þess ætti ekki að verða langt að biða. Almennir fyrirlestrar og námskeið eru aftur í byrjun. Má þar helzt tilnefna fyrirlestra próf. Ágústs H. Bjarnasonar um trúmál, sem nú er varpað út vikulega, og skýringar Freysteins Gunnarssonar á íslenzkum kvæðum. Er þar um góða byrjun að ræða, sem mörgum mun verða til gagns og gamans. Carl Lidman heitir formaður sambands sænskra barnakennara. í þvi sambandi eru um 20 þúsund kennarar, og er það ólík aðstaða um marga hluti, sem svo fjölmenn kennarastjett hefir, í þjettbýlu landi með góðum samgöngum, eða okkar íslenzka barnakennarastjett, í strjálbýlinu og

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.