Menntamál - 01.02.1927, Side 1

Menntamál - 01.02.1927, Side 1
MENTAMAL ÚTGEFANDI: ÁSGEIR ÁSGEIRSSON III. ÁR FEBR. 1927 4.-5. BLAÐ Lausn ur ánauð. Ný stafsetning. Jeg hrökk við af undrun og fyltist feginleik, þegar mjer barst í hendur i. hefti „Vöku“, og sá þar, aö hafinn er undir- búningur nýrrar stafsetningar í íslenzkri tungu, þar sem byggja skal á uppruna oröa og eðli málsins. Jeg hefi nú í fullan fjórö- ung aldar fengist viö aö kenna börnum og unglingum stafsetn- ingu og málfræöi tungu vorrar. Jeg hefi í starfi mínu hvorki fyrr nje síðar getað skiliö, hvað vinnast ætti viö nám íslenzk- unnar, með þvi að fylgja blaðamannastafsetningunni eða skóla- stafsetningunni fyrirskipuðu. Jeg- veit að vísu, að tilgangur- inn með þessu var sá, að gera stafsetninguna nokkru einfald- ari en ella. En gallinn var sá, að reglur ]iær, sem gefnar voru um stafsetningu þessa, byggðust ekki á uppruna og eðlislög- um tungunnar, heldur voru þær gerðar eftir fyrirmælum og geöþótta einstakra manna, með líkum hætti eins og kennisetn- ingar ýmsar, er samþyktar voru á kirkjuþingum miðaldakirkj- unnar. Þessi aðferð stafsetningarkenslunnar freistaði margra til þess að læra stafsetningu oröanna, eins og páfagaukar læra orð og setningar hins mælta máls, — án þess að skilja. En slík aðferð getur eftir eöli sínu ekki veitt haldgóða kunnáttu, og auk þess fer nemandinn á mis við þann þroska, er námið veitir, þegar ályktunargáfan er kvödd til starfa. Og eg hefi í öll þessi ár rekið mig á þá staðreynd, að jafngildi þess, er kann að vinnast eftir reglum skólastafsetningarinnar, hefir glatast á annan hátt, eða vel það. Markið, sem stefnt er að,

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.