Menntamál - 01.02.1927, Blaðsíða 2

Menntamál - 01.02.1927, Blaðsíða 2
5° MENTAMÁL er lýtalaus og samræm stafsetning. En sá nemandi, sem ekki lærir aíi þekkja eSlislögmál tungunnar og verkanir þeirra, a8 þvi, er stafsetningu snertir, verSur aldrei traustur á svellinu, liversu vel sem hann lærir skilningslausar reglur og reynir aö færa sjer þær í nyt. Mín reynsla er i stuttu máli þessi: Nem- andi, sem skortir greind til þess aö geta tileinkaö sjer eölis- rök stafsetningarinnar, og Ijreytt í samrænti við þau, lærir ekki heldur rjetta ritun málsins meS hinni aðferöinni. En hver eru þá þessi eðlislögmál eöa eðlisrök, sem stafsetn- ingin á aö byggjast á? Jeg tel sjálfsagt, að nefnd sú, er um getur í ,,Vöku", hafi þegar lagt traustan grundvöll nýrrar, almennrar stafsetningar. Jeg hefi þá von og trú, að meö þeimi hætti verði íslenzk tunga leyst úr þeirri ánauð, sem hún hefir í veriö um hríö. Og jeg tel víst, aö nefndin hafi jjegar fundiö hagkvæmar og greið- færar leiðir aö markmiði því, er framundan liggur í þessu efni. Sennilega er því þarflítið, að jeg leitist viö aö svara spurningunni hjer aö framan. En fögnuður minn yfir þessum vorboöa hinnar nýju hreyfingar og reynsla mín í þessum efn- um freistar mín til þess aö halda lengra út í þetta mál. Ef svo kynni að reynast, að einhver fyndi ofurlítinn stuðning i reynslu minni, vil jeg ekki láta það dragast að skrifa þetta, áður en nefndin hefir gengið að fullu frá tillögum sínurn, og gert þær kunnar alþjóð manna. Eölislög tungunnar finnast, þegar leitaö er að uppruna orð- anna og breytingum þeim, sem orðin hafa tekið frá frummynd sinni. Uppruni orða er jafnan fundinn meö því að leita uppi frummyn'd orðanna í málinu sjálfu eða eldri málum. Má svo rekja sig frá frummyndunum stig af stigi eftir breytingum þeim fummyndunum eöa viðaukum), sem orðin hafa fengið frá önd- verðu. Með þessu er nokkurn veginn hægt að sjá, hvaöa hljóð í nútíðarmálinu eru rjett, þó að breytt sjeu þau frá uppruna- hljóðinu, og hvaða hljóð eru röng. Þetta kemur til af því, eins og allir vita, sent hljóðfræði þekkja, að eitt hljóð getur breyzt í annaö hljóð eða önnur, eftir f ö s t u m r e g 1 u m eða 1 ö g-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.