Menntamál - 01.02.1927, Blaðsíða 3

Menntamál - 01.02.1927, Blaðsíða 3
MENTAMÁL 51 u m. Menn vita, aö af 3 hljó'öum tungunnar, frumhljóöun- um a, i, u, eru öll önnur hljóð hennar leidd, og flokkast hin afleiddu liljóö eftir ætterni viö þessa stafi, eftir ákveönum lög- um. En nú breytast hin aíleiddu hljóö líka á margvislegan hátt (hljóöskifti, hljóövarp, klofning úr e), og alt fer þetta að föstum lögum. Þegar menn hafa lært aö jiekkja þessi lög- mál, og þeim hefir tekist samkvæmt þeim aö þekkja ævisögu orðanna, þá verður það allauövelt aö geta dæmt um, hvaö sje rjett hljóö í nútiöarmáli (lögmálsbundið) og hvaö sje rangt liljóö (utan viö reglur). Almennur framburöur á miðstigi lýs- ingarorðsins 1 a n g u r er 1 e i n g r i. Ef svo væri ritað, væri hljóö stofnsins þar aðskotahljóð eöa utan viö reglur. En sje oröiö ritaö lengri, verður þaö ljóst, aö breytingin frá stofn- hljóði frumstigs er lögmálsbundin (i-hljóðvarp a-e). Lögmál þau, er slxkum breytingum stjórna, þurfa menn að þekkja. Og svipað er að segja um breytingar og orömyndun. Þar eru að starfi viss lögmál, sem nauðsyn ber til aö þekkja, því aö villur í beygingu og myndun orða eru ekki síður algengar en hljóðvillur. Þessi lögmál getur hver meðalgreindur æsku- maður lært að þekkja og beita í þarfir stafsetningarinnar, ef rækt er lögö við kenslu þessa, og' ákveðnar en greiðfærar leiðir farnar. Ef til vill finst þeirn, er forðast vilja átök, erfitt að klifa brekkurnar á þessum leiðum. En um þaö tjáir eigi aö sakast, því að reynslan sýnir, aö aörar leiðir en þessar liggja ekki aö ítiárkinu, — marki rjettrar stafsetningar. Hjer skal eigi eytt rúmi til þess aö rekja hin algengu hljóö- fræöislögmál, sem finnast skaplega skýrð í flestum málfræðis- bókum. En um hin skal farið nokkrum oröum, þau lögmál, sem finnast í byggingu orða og við myndun þeirra. Þau hefi jeg allmikið reynt sem leiðir til rjettrar stafsetningar. Árang- ur þeirrar reynslu hefir ekki valdið mjer vonbrigðum. Ög þó hafa reglur skólastafsetningarinnar verið sem haft um fótinn á hverjum nemanda á þessurn leiðum. Orö þau, sem einhverja beygingu hafa, eru gerð úr tveimur meginhlutum: beygingarstofni og beygingarend-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.