Menntamál - 01.02.1927, Blaðsíða 17

Menntamál - 01.02.1927, Blaðsíða 17
MENTAMÁL 65 vaxinn laufskógur aS baki, en fjörSurinn framundan. Hiö forna, stílhreina hús og Irrosandi umhverfi, baúð ferðalang- inn sannarlega velkominn. Auk þess, sem skólastjórinn bauS gesti sina velkomna til borSs og sængur, er kostaSi aSeins þrjá- tíu krónur um vikuna. Þátttakendur voru um hundraS aS jafnaSi. Sá, er þetta rit- ar, var eini útlendingurinn. Þarna voru menn víSsvegar aS úr Danmörku, frá kennurum smábarna til háskóíakennara. Fyrir- lesarar voru flestir frá Kaupmannahöfn. Þrír frá Vanlöse- skóla, sem er í vesturjaSri Kaupmannahafnar. En í þeim skóla hafa veriS tilraunabekkir um nokkur ár, og höfSu fyrirles- arar þessir veriS kennarar viS þessa bekki. A n d e r s V e d e 1, skólastjóri, setti rnótiS. KvaS hann bæSi kennara og skóla þarfnast yngingar. MótiS væri stofn- aS til þess aö reyna aS fullnægja þeinu þörfum, bæSi þeirra sem læra og hinna, er leiöa. Þaö væri bygt á breiöum grund- velli, svo aö allir fengju eitthvaS. Fyrirlestrar yröu haldnir, fyrirspurnum sint og frjálsar uhiræöur leyfSar. VerSur nú reynt í stuttu máli aö skýra frá ])ví markveröasta, sem tal- aS var um. E g e b e r g, kennari viö tilraunabekkina í Vanlöse-skóla, talaöi um f r j á 1 s a k e n s 1 u barna f yr'stu f j ögu r á r i n í s k ó 1 a n u m. RæSa hans snerist um aöferöir og kenningar. RæSumaSur kvaSst hafa fengist viö kenslu i 18 ár, og fundiS æ betur og betur, aS garnla skólanum er ábóta- vant. Sögulegur grundvöllur tilraunaskólanna eru gamlar leiS- arstjörnur, t. d. Rousseau og fl. uppeldisfræSingar. Hjer er því ekki um nýjar kenningar og kröfur aS ræöa, heldur nýtt lif í gömlum boSskap og kenningum. Ekki held- ur er hér um byltingu aS ræSa, eins og sutnir andstæSingar vorir halda fram, heldur um kröfur til bóta. Gamli, skipu- lagsbundni skólinn er hrygSarmynd. SkólakeríiS er eins og hlekkir um háls og úlnliöi, er tefja blóSrás og valda andar- teppu. Gamli skólinn dýrkar hjáguöi. ÞaS em hinar mörgu námsgrein í sama loftslagi. Skrifa stil eftir leiSarvísum,

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.