Menntamál - 01.02.1927, Blaðsíða 29

Menntamál - 01.02.1927, Blaðsíða 29
MENTAMÁL 77 „Annaö mál er þaö, ef hjer væri um. dau'öa hluti' að ræða. Leggi maður framræslu])ípur i jöröina, verður að merkja við, til að finna þær aftur. En þegar korni er sáð, er óþarft að setja merki við það, þvi að það kemur upp aftur. Þú mátt vera viss um, að það sem þú hefir hlustað hugfanginn á í ræð- um minum, kemur upp aftur, þegar þu þarft á þvi að halda.“ Af því, sem sagt hefir verið hjer að framan sjest, að skóla- hugmyndirnar nýju eru skyldar skólahugluyndum Grundtvigs og Kolds. Hugmyndir þeirra eru að lifna við í barnaskólun- um dönsku. Einn þeirra, er sóttu þetta mót, var dr. phil. Sigurður N æ s g a a r d. Hann er þektur skólamaður í Danmörku og fylgir hinum nýrri stefnum. Þykir hann nokkuð róttækur. Hann flutti ekki fyrirlestur þarna, en tók oft til máls, er uin- ræður voru. Voru orð hans löngum hörð i garð gamla skól- ans. Hann væri soðinn saman úr dauðum og drepaudi kerf- um og reglum. Harðstjórn væri þar ríkjandi. Dýrð herinar hefði aldrei verið eins mikil og nú. Kennarinn væri einráð- ur og alt ætti að koma frá honum. Þetta kyrkti gáfur barns- ins. lYtri hlýðni kvað hann eitt af því versta, sem með mönn- um fyndist. Harðstjórinn skipaði hermönnum að kasta sjer niður af „Sívala turni“ og þeir hlýddu. Kennarinn segði við bornin: „Skrifið!“ og þau skrifuðu. Gamli skólinn þættist alt vita, skipaði reglur og launaði böðla til að táklippa og hæl- höggva þá er eigi fjellu í kerfið. En vitanlega kæmi margt fram í sálarlífi barna, sem menn vissu ekkert um orsakir til, en yrðu þó að haga sjer eftir. Ólag skólanna sæist meðal annars á sjálfsmorðum barna, sem væru all tíð, t. d. í þýskum og amerískum skólum. Umbætur ættu erfitt uppdráttar. Ótrú á vísindum tefði. í tækni væri jafnan spurt um, hvað vísind- in hefðu sagt í gær. Því væru hraðar framfarir þar. En á sálrænu sviði notuðust menn við 2000 ára gamlar kenningar. Uppeldið bæri að miða við það, að barnið er skapað í guðs mynd og háð því vonda. Þegar barnið skapar, sjer maður, að það líkist guði. Þroski barnsins er kominn undir sjálfsstarfi,

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.