Menntamál - 01.07.1927, Blaðsíða 2

Menntamál - 01.07.1927, Blaðsíða 2
82 MENTAMÁL landi er hún lítt kunn ennþá. Engum ætti afi standa nær en kennurum aö bæta ]jar úr skák. Upphafsmaöur skátareglunnar er Sir Robert Baden-Powell, enskur herforingi, f. 22. febr. 1857- Stýröi hann herdeild i Búastriðinu, um siöustu aldamót, og-varö þá heimsfrægur fyrir vörn sina í Mafeking. Eftir aö ófriönum var slotaö, íeröaðist hann nokkur ár um nýlendur Breta í Afríku. Kyntist hann þá til hlítar Iífi innfæddra náttúrubarna og evrópiskra innflytj- enda, sem bjargast uröu á eigin spýtum viö þann skorna skarnt, sem óyrkt náttúra hefir aö bjóöa. Áriö 1903 kom hann heim til Englands, og rak ])á fljótt augun í þjóöfjelagsmein- semdir ýmsar, er nýtiöarmenningu fylgja, en náttúrubörnin hafa litt eöa ekki af að segja. Sjerdrægni, smásálarskapur og siöleysi rjeöu ríkjum, og bar niergð viljabilaðra manna uppi veldi þeirra. Drengskapur, hugrekki og aðrar riddaralegar dygöir virtust hrundar til grunna með riddaraborgunum fornu, en vantraust á sjálfum sjer og öörum reist á rústunum. — fíaden-Powell tók nú aö leita aö ástæöum ])ess, aö evrópskur mentalýöur stóö aö baki afrikskum náttúrubörnUm i siöferði og viljaþreki. Fann hann fljótt þjóöfjelagsveilu ];á, er vera mundi undirrót óheilinda þessara, aö miklu leyti a. m. k. Fjöldi pilta nær aöeins litlum hluta áskapaös þroska, vegna þess, aö skynfæri ])eirra, vilji og dómgreind fá ekki æfingu, nema af skornum skamti, i æsku. Drengir beggja vegna fermingar eiga sæg tómstunda og eyða þeim venjulegast á götum úti. VenjT ast ])eir viö það á iöjuleysi, en iðjuleysi getur af sjer sjálf- hlífni og sjerplægni. Drengir eru ])ó aldrei aögeröalausir. Þaö er gagnstætt eðli þeirra. Þeir eiga sjer athaínaþrá og aflögu starfsþrek í ríkum mæli. Þegar ekkert víst er fyrir stafni, leiöir starfshvötin til smávegis óknytta, sem geta smámsaman oröið aö alvarlegum strákapörum í misjöfnum fjelagsskap. Iöjuleysi og stefnuleysi freista til nautna. Þær krefjast aftur fjármuna, og getur ])aö leitt til þjófnaöar og annarra glæpa, svo sem dæmi sanna. Badeu-Powell tók þegar, er hann var kominn að þessari raun,

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.