Menntamál - 01.07.1927, Qupperneq 3

Menntamál - 01.07.1927, Qupperneq 3
MENTAMÁL 83 að liugsa leiðir til bóta. 1907 þóttist hann undir búinn að hefja umbótahreyfingu. Safna'Si hann þá saman nokkrum Lundúna- drengjum, ljet þá hafast við í tjöldum úti á víðavangi og kendi þeim að sjá sjer sjálfir farborSa a'S öllu leyti. Nefndi hann drengina „Boy scouts“ (njósnardrengi, skáta), eftir drengj- um, er hann hafSi tanúS til njósna í umsátinni í Mafeking. — ÁriS eftir, 1908, gaf hann út handbók skáta: „Scouting for boys“. Setti hann þar fram hiS nýja uppeldiskerfi sitt. Er þaS sni'SiS eftir eSlisfar og lunderni drengja, og mjög reist á sjálfstamningu. Á reglum þeirn, er B.-P. gefur í bókinni, er skátafjelagsskapurinn myndaSur, og gilda þær enn óbreytt- ar i öllum meginatriSum. Hreyfing sú, er B.-P. hafSi komiS af staS, breiddist út hröS- um skrefu'm. 1908 stofnaSi hann skátabandalag fyrir alt Eng- land. Þegar næsta. ár voru komin upp skátafjelög í Danmörku, Noregi, SvíþjóS, Belgiu, Frakklandi og Hollandi. SíSan bætt- ust fleiri JijóSir í hópinn, smám saman, og nú veit jeg enga menningarjjjóS án skáta. Samkvæmt siSustu ársskýrslu (1926) AlþjóSabandalags skáta, — en því stýrir Baden-Powell, — eru innan bandalagsins 1.694.787 starfandi skátar, en ýmsar jjjóSir eru utan bandalagsins. Andi sá, er ríkir i skátahreyfingunni, kemur glegst i ljós i lögum skáta. Þau eru í tíu greinum og lújóSa svo: 1. Skáti segir ávalt satt, og gengur aldrei á bak oröa sinna. 2. Skáti er tryggur. 3. Skáti er hæverskur í hugsununt, oröum og verkum. 4. Skáti er hlýÖinn. 5. Skáti er glaSvær. 6. Skáti er þarfur öllum og hjálpsamur. 7. Skáti er drengilegur í allri háttsemi. 8. Skáti er sparsamur. 9. Skáti er dýravinur. 10. Allir skátar eru góÖir lagsmcnn. Lög þessi eru takmark, en ekki upphaf skátahreyfingarinn- ar. Þau segja, hvernig sannur skáti er, — segja drengjunum, hverjar dygöir þeirn ber aS iSka, en skipa ekkert nje banna.

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.