Menntamál - 01.07.1927, Blaðsíða 4

Menntamál - 01.07.1927, Blaðsíða 4
84 MENTAMÁL Slík lög virSa drengir l)etur en valdboS. „Þú skalt“ hvetur stælta stráka til mótþróa. Einkunnaror‘5 skáta er: „Vertu viöbúinn". Þ. e. viðbúinn aö vera sjálfbjarga og gera skyldu þína, hvar og hvenær sem er og hvernig sem á stendur, og þá fyrst og fremst ])á skyldu, aö hjálpa öðrum af fremsta megni. Æfingar skáta, leikir og störf miöá öll aö því, aö hlýða þessu kjörorði. Því aöeins eru menn viðbúnir, hvað sem að höndum ber, að þeir hafi til að bera margvíslega leikni og kunnáttu. Skátum ber að afla sjer þess, og í því efni eru skátafjelög kröfuhörð. Hver drengur, er gerast vill skáti, verður að ljúka nýliða- prófi, áður en hann vinnur skátaheit og öðlast rjett til að bera einkennisbúning. Að því loknu hefst undirbúningur undir minna skátapróf. Sá, sem staðist hefir það, er II. flokks skáti. en I. flokks skáti veröur hann ])á fyrst, er meira prófi er náö. Til þess að standast það, verður skátinn að hafa náö góðri leikni í því, sem hjer segir: i. Hjálp í viðlögum. Kunna: a. Að lýsa líkama mannsins og helstu störfum hans. b. A8 stöðva blóðrás og binda um sár. c. A8 binda um beinbrot og kippa í lið. d. Ráð við krampa, eitrun, iiruna, kali og mari. e. A8 lífga úr dát. — 2. Geta synt 25 stikur í skvrtu, brókum og sokkum og 100 stikur i sundfötum. — 3. Kunna helstu glimubrögð og varnir, samkv. Glímubók f. S. f. — 4. Kunna aÖ búa tii tvo rjetti matar, kjötmat og spónamat. — 5. Senda og lesa úr ílaggskcytum, 35 s.tafi á inínútu, og jiekkja Morse-kerfið. —- 6. Þekkja merki á landabrjefi, geta krotað upp landabrjef og áttað sig eftir því úti. — 7. Þekkja stjörnu,- merkin: Karlsvagninn, Orion, Kasiopeja, tviburana, .hundastjörnuna og sjöstirnið. — 8. Kunna að greina sundur helstu seglskip, alt að þrísigldri skonnortu og barkskipi og vita helstu heiti segla. — 9. Þekkja helstu drætti í sögtt bæjar þess, er skátinn á heima í, og .vita, hvernig honum er stjórnað.— 10. Geta lýst manni, er ltann hefir horft á drykklanga stund (15 sek.). — ii. Geta mælt hæð húss og breidd vatnsfalls áhaldalaust og ætlast á um fjariægðir. — 12. Kunna að reisa tjald og fást viÖ elda- mensku úti. — 13. Hafa lesið merkustu íslendingasögur og þekkja helztu sögustaði landsins. Hvort prófið veitir rjett til þess að bera tiltekið' merki á búningi sínum. En auk þess geta einstakir skátar lokiö sjer-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.