Menntamál - 01.07.1927, Blaðsíða 7

Menntamál - 01.07.1927, Blaðsíða 7
MENTAMAL 87 Enn veitir skátahreyfingin tækifæri til þess aö leiöa þroska unglinga fram yfir gelgjuskeiö, hinn mesta háskaaldur, og er slíkt ekki þýöingarlaust. Jeg held því, aö ekki veröi móti því mælt, aö skátahreyf- ingin eigi erindi viö alla þá kennara, sem hug hafa á aö vera uppalendur, — þá, sem finna meira í verkahring sínurn eh þaö, að kenna 30 stundir á viku og hiröa laun fyrir. í þeirri hreyfingu finna ])eir þaö, sem þeir leita niest aö. En þaö er ekki einasta, að hún geti oröiö þeim aö notum, heldur geta kennarar einnig gert starfsemi skáta geisilegt gagn. Engir standa betur aö vigi en þeir, aö mynda skátafjelög og standa fyrir þeim. Þeir hafa uppeldisfræðilega þekkingu, og traust almennings, ef lag er meö. Þeirra hlýtur aö vera áhuginn á þeim efnum, er skátar fást við, og þeir finna manna hest, hvar skórinn kreppir að þjóö vorri í uppeldisefnum. Og jeg held aö síðustu, aö þeir eigi fórnarlund um aðrar stjettir fram, en hennar þarf skátaforingi viö, a. m. k. utu sinn. Fyrsta sporið inn á skátabrautina veröur: að kynna sjer uppeldiskerfi Baden-Powells, — lesa einhverja skátaltók. Hún er, því miður, engin til á íslensku enn þá, og stendur það mjög fyrir því, aö þekking á skátamálum breiðist hjer út. •— Bestn erlendar skátabækur, sem jeg þekki, eru ])essar: Robert Baden-Powell: Scoutiug for Boys, (ensk), 334 síöur. Einnig til. i sænskri þýÖíngu. Instruktionsbok för Sveriges scouter, (sænsk), 546 siður. C. Leml)ckc: Spejdcrbogcn, (dönsk), 362 siður. Sami: Spcjdcridræt. Haandbog for Förere, (dcinsk), 494 síður. L. P. Fabricus: K. F. U. M. Spcjdcrncs Haandbog, (dönsk), 233 siður. Taka vil jeg það fram, aö nauðsynlegt er að hafa einhverja hinna bókanna meö, til þess aö hafa full not af „Spejderidræt“, sem er afhragös bók. — Bækttr þessar munu bóksalar í Reykja- vík útvega. Bækurnar gefa upplýsingar um, hvernig byrja skal. F.itt ráö vil jeg þó gefa: Byrjaðu smátt. Best aö taka fyrst 6—8 valda drengi og koma þeim a. m. k. gegn um minna próf. Þar eru

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.