Menntamál - 01.07.1927, Síða 9

Menntamál - 01.07.1927, Síða 9
MENTAMÁL 89 sök á því ? Jeg vil a. m. k. taka þaö fram, a'ö danskir kenn- arar eiga ekki sök, á því, hve lítiö ])eir þekkja til íslands. Oft hefi jeg dáöst aö, hve margir ])eir þó eru, sem þrátt fyrir aö þaö jafnvel meö hinum liesta vilja svo aö segja er ógerning- ur að læra íslensku lrjer, hafa boðið örðugleikunum birginn og varið bæöi tíma og fje til aö nema íslensku. jeg skal nefna nokkra af örðugleikunum, sem hjer er um aö ræða. Enginn skóli, aö háskólanum einum undanskildum, veitir kenslu í islensku, í allri Danmörku, engin íslensk kenslubók er til taks, og þaö, sem verra er, engin íslensk-döhsk orðabók, er hæf sje til notkunar byrjendum í málinu. Þar að auki er hjer víða vandkvæðum bundiö, að fá hæfan kennara í íslenskn. Hve mikið ætli viö læröum í dönsku, ef við hefðum svipaða aöstöðu, og við þar aö auki værum stærri þjóöin? Mjer er nærri aö halda, að það yröi harla lítiö. Vonandi verður bætt úr jæssu áöur en langt um líöur, og þætti mjer líklegt, að Alþingi íslands styrkti útgáfu góðrar kenslubókar í íslensku handa hyrjendum, og einnig útgáfu íslensk-danskrar oröabókar. Slíkt my.ndi engan veginn gera Imjefaskiftin óþörf; þau myndu þvert á móti auka áhugann og útbreiða ])essi hjálpar- meðul. — Auðvitað gefst hjer hiö 1)esta færi á að hreyfa sam- eiginlegum áhugamálum, — kensluaöferöum og nýungum á sviöi uppeldismálanna. Ekki er ólíklegt, aö brjefaskiftin gætu vakið ■ feröahug hjá öörum eöa báöum málsaöilum, og gæti ])á gagnkvæm gestrisni dregiö úr ferðakostnaði aö mun. í sam- ráði viö „Dansk-islandsk Samfund" veröur brjefaskiftunumhag- að sem lijer segir: Þeir íslenskra kennara, sem óska brjefa- sambands viö danska embættis1)ræöur (systur) sendi nöfn sín og heimili til „Dansk-islandsk Samfund", Holbergsgade 4111, Köhenhavín K. Nöfn ])eirra danskra kennara, sem óskað hafa brjefaritara, veröá svo send til allra íslenskra kennara, er til næst, og nöfn hinna íslensku til allra danskra kennara, er „Dansk-islandsk Samfund" hefir samband við. Danskir kennarar (kenslukonur) eru ])egar kyntir tillögu þessari i grein, sem birt hefir verið í blöðunum „Læreren" og

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.