Menntamál - 01.08.1927, Síða 2

Menntamál - 01.08.1927, Síða 2
MENTAMÁL y8 mynduöu me'S sjer fjelög' meö föstu sniöi, gengu í búöir og hús og stálu eins og útförnustu bófar. Þaö var ógaman aö liorfa upp á þetta um tíma. En þaö hefir fariö hjer sem víö- ar, aö þetta heíir mjög hreyzt aftur, þegar kyrö komst á bæj- arlífiö og líf þjóöarinnar. Þegar vitleysan, sem striöinu fylgdi og óhófiö og stjórnleysiö hvarf, þá hefir þetta minkaö aftur af sjálfu sjer. Jeg r-kal ekki fara neitt út i ástæöurnar fyrir þessari skyndi- legu spillingu, sem fer í öldunt frá landi til lands. Þær eru alkunnar, og flestir líta á þetta sem skiljanlegan hlut. Bráða- spilling styrjaldartímanna er nærnari en nokkur pest. í fá- menni og fásinni hjaðnar ]>etta fyrst aftur og jafnar sig. En í sumum stööum er þetta vandræðaástand varanlegt mein, sem ekki verður fyrir komist. Dreggjar stórborganna mora alla tíö af meiri eymd og spillingu en ókunna megi óra fyrir, og sá, sem þar er í heiminn borinn. má heita fyrirfram for- dæmdur. Þó að viö tölum um „spillingu“ hjer, vor á meðal, þá er raunar svo, aö enn mun langt til þess, aö viö eigum viö nokk- uð svipað aö stríöa í þessu og næstu nágrannaþjóðir okkar, svo að ekki sje lengra farið. Útlendingar hafa sagt um okk- ur íslendinga, að hjer sje eitt tukthús og það tómt. Það er gleðilega mikið satt í þessu. En hvarvetna verða þó til vandræðabörn, og lika i fásinn- inu hjá okkur. Undanfarið hefir rnikið veriö um Jjetta talaö, einkum hjer i Reykjavik,- og að einhverra ráða yröi hjer aö leita. Þetta er eitt af því, sem jeg ætlaöi sjerstaklega aö kynna mjer í utanför minni, og ætla jeg að segja ykkur í fám orð- um, hvernig mjer virðast Jtessi mál, úm ,,vandræðabörnin“. Það ntá svo að orði kveða, að í nálægum löndurn, t. d. á Noröurlöndum og yfirleitt í Norður-Evrópu, þá sjeu tvær aðal- aðferðir hafðar viö þessi börn. Önnur stefnan er sú, að setja þau i sjerstök hæli, sem eru misjafnlega ströng. Hin aðferö- in er sú, aö nota sem mest einka-heimili fyrir börnin, koina þeirn til góðra manna, einu og einu, og láta þau alast upp þar.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.