Menntamál - 01.08.1927, Blaðsíða 3

Menntamál - 01.08.1927, Blaðsíða 3
MENTAMÁL 99 Fyrri aöferSin má heita nær eingöngu notuð í Þýzkalandi og' Danmörku, því að Danir hafa sniöiö sína aSferS niest eftir ÞjóSverjum. Aftur hafa Svíar aSallega hina aSferðina, aS nota heimilin seni mest, en hælin sem minst. Jeg skal nú lýsa þvi nokkuS, hvernig þessu er hagaö í Kaupmannahöfn, eftir þýzku sniöi, og svo skal jeg lika lýsa því, hvernig Svíar fara aö, sem hina aöferSina hafa. Mjer viröist þaö einfaldara og skýrara, aS taka þetta tvent til dæmis, heldur en aö fara víSa yfir. ÞaS er fyrst, aö löggjöf er um þessi efni og sjerstök nefnd í hverri borg og hverju hjeraði í þessum löndum, sem ann- ast þessi mál í samráSi við lögregluna, en þó sjerstaklega i samráði viö skólastjórnir og kennara. t Danmörku eru þessar nefndir launaðar, j)ví aS starfiö er allmikiö. Þessar nefndir eru, sem vita má, einkum skipaSar skólamönnum og kennur- um. En í Stokkhólmi t. d. er það svo, aö formaöurinn einn hefir laun, og svo maSur, sem haföur er til sendiferöa, en ann- ars er nefndin ólaunuS. Þegar nú ástæða þykir til aö skifta sjer af barni, eöa kvörtun kemur, þá er fyrsta ráSiö því nær æfinlega þaS, að settur er sjerstakur maSur ti! eftirlits, þeg'- ar hætta þykir á feröum vegna barnsins eöa heimilisins. Barn- inu og heimilinu er fenginn maöur, sem á að líta eftir og hjálpa til. Þaö er reynt, á meöan tiltækilegt þykir, aS barniö geti veriö heima, aö barniS gæti lrætt ráö sitt, eöa þá heimil- iö, ef þvi er um að kenna. Sje heimiliö viSunandi, þá er barn- iö ekki tekiS fyr en i fulla hnefana. En annars hafa þessar nefndir töluvert mikiS vald, mega láta taka börnin algert frá heimilunum eSa foreldrunum. En til dæmis um þaS, aS ekki er gripiö til ])essa fyr en i síöustu lög, skal jeg geta um, aö meöal nær þrjú þúsund barna höföu ein þrjú börn veriö tekin frá foreldrunum. eöa foreldrarnir sviftir umráöum yfir þeim. Danir hafa fyrir sín börn margskonar hæli. NokkuS not- uöu þeir í fyrstu einkahemili, eins og Svíar hafa nú aö meira leyti, og konui börnum sínum þangaö, en það er alveg hverf- andi lítill hluti, t. d. var eitt áriö einum 26 af 60S bömum

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.