Menntamál - 01.08.1927, Side 5

Menntamál - 01.08.1927, Side 5
MENTAMÁL 101 um, 2270 voru vistuö hjer og þar út urn allar sveitir, eitt og eitt, sum suður á Skáni, önnur noröur á Jamtalandi. Þessa aö- ferð hafa Svíar valið, og hún gefst þeim altaf lietur og betur og er meira notuð. Um kostnaðinn er þaö aö segja, aö yfirleitt lendir hann á sveitarsjóðum og bæjarsjóðum, því aö þaö má heita undan- tekning, ef þessi vandræðabörn koma frá efnaheimilum. En allur kostnaöur verður rniklu minni við það, að koma liörn- unum fyrir á sveitaheimilum, þvi aö þau fara fljótt að vinna íyrir sjer. Um vist slíkra barna á sveitaheimilum þarf jeg ekki aö fjiilyröa. Viö hana eru engin vísindi og engar kúnstir. Börn- in eru tekin þar eins og hvert annað fólk, og geti það ekki blessast, verða þau að fara t hæli. En í hverri sveit ertt nienn settir til þess að hafa vakandi auga með líðan tökubarnanna í vistinni, og vík jeg seinna að þessu. En hvernig eru þá hælin. og hverjum ráðum er þar beitt til þess að betra börnin? Það er í fám oröum sagt, að hvert slíkt hæli er fyrst og fremst eftir því, hvernig sá maður er, eða þeir menn, sent þar fara með stjórn og völd. En auk þess verður þó trauðla hjá því komist, að flokka nokkuð í hælin, svo að þeir allra lökustu veröi teknir úr og hafðir sjer. Af öllu þessu verða hælin ærið ólík og misjöfn. Vinur minn einn í Svíþjóð, sem er kennari, lýsti fyrir mjer einu ströngu hæli.Hann fjekk bendingu um ])að, að honum mundi verða veitt formannsstaðan þar, eí hann vildi sækja um hana, og fór hann því þangað til þess aö sjá sig um bekki, því að launin voru girnileg. Þar voru strák- ar alt upp undir 20 ára aldur. Þeir voru reglulegir glæpa- menn. Þeir undu illa vistinni og struku, hvenær sem þeir gátu, og ef einhverjir strákar höfðu strokið, þorði enginn í hælinu að sofna dúr, ])vi aö l)úast mátti við, að þeir kæmu aftur og kveiktu í húsunum. Hann sagði ntjer frá því, að þaö hefði veriö þrautaráðið, þegar allur annar agi brást og ekkert tjó- aði, gott nje ilt, að hneppa vandræðastrákinn inn í klefa, þar

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.