Menntamál - 01.08.1927, Blaðsíða 7

Menntamál - 01.08.1927, Blaðsíða 7
MENTAMÁL 103 ir reynzt afi tæta um á heimilum eða i öðrum venjulegnm vist- um. En hæliö starfar, í fám oröum sagt, eftir þeirri megin- reglu : aö betra ung'lingana með vinnu og reglusemi og trausti á sjálfum þeim, og ai5 kenna þeim eitthvert þaC starf, sem þeir geta lagt fyrir sig í lífinu. Hælinu fylgir mikiS land, bújörS, akrar og skóglendi, svo aS sjálffengin verkefni eru næg. Fyrst, þegar strákarnir koma, eru þeir látnir stunda einhverja útivinnu, eftir aldri og þroska, meSan þeir eru aS venjast og ráSa viö sig, hvaö þeir vilji helzt stunda. En auk búskaparins, sem þeir geta stundaö og láert, ef þeir vilja, er þ'arna trjesmiöja, járnsmiöja, saumastofa og garöyrkja, og er ’^vaö fyrir sig fjárhagslega sjerstætt. Búiö t. d. selur hælinu sjálfu mjólk og önnur matvæli, en bo.rg- ar vinnuna, sem strákarnir inna af hendi. Eins er um smiöj- urnar. Strákarnir fá frá upphafi vist kaup við hvert verk, aö vísu lágt, en því er haldið sarnan og þeim geymt ])aö, þangaö til þeir fara af hælinu. Þeir fá ákveöna borg'un fyrir hverja flik, sem þeir sauma, smíðisgripirnir eru seldir, en flestir ganga þó til bæjarins þarfa á einhvern hátt, en smiöirnir fá sitt kaujr. Eangflestir strákarnir leggja fyrir sig smiðar; margir verö.i klæöskerar, en sumir vilja ekki ööru sinna en útivinnu, og er þeim þaö þá írjálst. Nú er það svo um slíka unglinga. aö sumir þeirra eru allvel gefnir, og sem vita má eru margir ])rýöilega gefnir aö likams- atgervi. En mjög títt er hitt, aö þeir eru vanmetakindur and- lega á einhvern hátt, sumir vesalingar frá fæðingu vegna sjúk- dóms foreldranna eða af öðrum slíkum ástæöum. Vill því verða svo, aö mjög hæfir sitt hverjum í allri meöferö og allri hjálp til þess aö koinast úr vesöld sinni. í þessu hæli er hin strangasta reglusemi í hverjum hlut, stundvísi og nákvæmni, en frelsi svo mikiö, aö strákarnir gætu strokiö daglega, ef þeir vildu þaö. En ])eir gera ])aö ekki. T. d. var þaö, þegar jeg var þar, aö tveir voru aö skógarhöggi all-langt frá hælinu, en forstöðumaðurinn gekk til þeirra einu sinni eöa tvisvar á dag.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.