Menntamál - 01.08.1927, Side 9

Menntamál - 01.08.1927, Side 9
MENTAMÁL io5 að bakhjarli. Ótrúlegustu og viðbjóSslegustu hluti getur jafn- aöarlega boriö undir þessa menn, og þó hversdagslega og ein- falda í sjálfu sjer. Vísindi og lærdómur, svo góöir hlutir sem ])etta eru, eiga oft nauða-litið erindi, eí ganga skal i berhögg viö spillinguna meðal mannanna barna, Þaö er hjartalagið og hyggiuvitiö, sem á ríöur. Eins og alkunnugt er, hafa upp á síökastiö oröið mikil straumhvörf í skoöunum manna á afbrotum og refsingum. Skoðanir miðaldamanna á þessum efnum voru einfaldar: Þeir góöu voru góöir, þeir vondu vondir, og refsingin og harkan var éina svariö og eina úrræöi hinna góöu gegn hinum vondu. En langvinn og blóðug reynzla hefir sannaö mönnum ])aö, aö harðýögin ein gerir sízt að l)æta spillinguna. Einstaklingarnir hafa æfinlega skilið ])etta betur en mannfjelagiö í heild sinni; góðir foreldrar hafa æfinlega kunnaö að beita hörku og kær- leika jöfnum höndum, en þau þjóö.fjelög, sem annars mætti kalla fremur góö, hafa ekki kunnað kærleikann gegn sínum öhlýðnu börnum, heldur beitt haröneskjunni einni. Nú eru að veröa aldahvörf i þessum efnum, að skoöunum til aö minsta kosti, og ])aö er ekki svo mjög mannúöin, heldur bláköld vís- indin, sem ])essu hafa áorkað. Það eru sálarrannsóknir hins nýja tíma. Og hinar dulspekikendu lífsskoðanir eöa trúarkenn- ingar, hvort heldur menn vilja kalla, svo sem guðspekistefnan og spíritisminn, hafa orkaö hjer fjarska miklu. Visindarannsóknir hafa kollvarpað þeirri gömlu. rótgrónu trú, aö sumir sjeu eingöngu góðir og flekklausir, én aðrir eingöngu vondir og spiltir, ])ó aö það hinsvegar þyki nú full- sýnt, að vöggugjöíin veröi hverjum manni örlagaríkust og að gott uppeldi geti aldrei bætt upp ilt eöli, eins og einu sinni var trúaö helzt til mikiö á. En svo sem gott upplag getur spilst, svo má og hjálpa lakara uj)])lagi til viöreisnar. Bæöi hina bláberu vísindaleið, rannsóknaleiðina, og svo lífsskoöana- léiðirnar, hafa menn komist aö einni niðurstööu, aö á ])essum sviðum ráði dulin og voldug öfl, sem mennirnir hafa mjög lítil bein tök á og skilja lítt. Er þcssi niöurstaða raunar ekki

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.