Menntamál - 01.08.1927, Blaðsíða 11

Menntamál - 01.08.1927, Blaðsíða 11
MENTAMÁL 107 manneskjur. Ekki af því, að þær sjeu vondar; þvert á móti eru þær oft gæðin sjálf. En einmitt þær hjartabestu eru oft verstar viðfangs. Það vantar allar taugar í þær, allan vilja og alla dáð. Margar vita í rauninni engin deili ills og góðs í neinu því, sem siðferði heitir eða ráðvendni. Þær geta logið hverju orði, nærri því án þess að vita það eða skilja. Þær geta verið einlægar og velviljaðar á líðandi stund, en vantar alla ábyrgðarvitund. Þær eru sörnu skepnurnar, óðar en hend- inni er af þeim slept. Eins og jeg hefi áður sagt, er venjulega um þ3 vandræða- harna stúlkur, og þeirra mein er nærri eingöngu lauslæti, sem á rót sina í afskaplegu istöðuleysi og hviklyndi, en ekki í ástríðum. Alt sálarlíf þeirra er eins og eitt kviksyndi. Miklu viðsjárverðara er að korna þessum stúlkum í vistir heldur en strákunum. Verða ]rví tiltölulega fleiri þeirra í hæl- um. Er ekki annað fangaráð en aö halda þeim til hússtarfa og gæta strangrar reglu um lifnaðarháttu þeirra. Ekki er um það að ræða, að beita þær neinni hörku eða refsingum, því að afbrot þeirra eru sjaldnast þess eðlis. — Margar af stúlk- um þessum batna þó skyndilega, er ]>ær nálgast fullorðins- árin; verða margar þeirra góðar konur og húsmæður, erida verður þeim það að jafnaði lielzt til bjargar, ef einhver mað- ur festir við þær varanlega trygð og þær við hann. Jeg er að tala um vandræðabörn, og skal því tala um þau eingöngu, þó að í mjög mörgu gildi liið sama um fulltíða vandræðamenn. Eitt er það atriði, sem vel sk.yldi gæta í allri meðferð vand- ræðabarna, og það er það, að þau finni sem minst til þess, aö þau sjeu útilokuö eða höfð sjer, að þau sjeu öðruvísi og miklu lakari en annað fólk. Þessi tilfinning ein getur orðið ólæknandi mein. Brennimark miðaldarjettvísinnar á enni þjófs- ins, hefir vafalaust forhert marga unga sál, sem annars hefði átt sjer viðreisnarvon. Enn er annað, og það er hópsmitunin. iínginn má vita það, hve viðsjárvert það getur verið, að safna i einn stað mörgum þeim, sem hafa háskasamlega andlega

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.