Menntamál - 01.08.1927, Qupperneq 12

Menntamál - 01.08.1927, Qupperneq 12
jo8 MENTAMÁL ágalla. Vita menn þetta raunar gerla um alt þaö, sem að breytni 0.g siöferöi lýtur. En margir eru þeirrar skoöunar, aö þetta beri engu síöur að varast vel, þó að ekki sje um annaö að ræða en gallaö gáfnafar eöa andlegan vanþroska, tornæmi og tregðu. Kona, sem er skólastjóri fyrir stórurn og' ágætum barnaskóla, einhver l)ezta köna, sem jeg hefi talaö viö um skólamál, sagði við mig: Jeg játa það, aö jeg kann ekki ráð, en jeg verð sí og æ hræddari og hræddari viö tossabekkina. Hún var hrædd við þann andlega þunga, sein færist eins og mara yfir slíkan hóp, aö þessi heildarhugblær gerði raunar hvert barn heimskara, sem inn í þann hóp kæmi. Hjer ráða lögmál, sem viö getum ekki greint, en grunar þó, aö til sjeu. Hvorttveggja ])etta eru raunar rök á móti sjerstökum hæl- um: hættan við, aö barninu finnist hælisvistin eins og stimp- ill á sjer, og svo þetta, að safna þeim sarnan i eitt, sem van- þroskaðir eru andlega, en sumpart á valdi illra tilhneiginga. Ekkert er manninum náttúrlegra en það, að mega lifa lífinu óhindraður með öðru fólki, rjett eins og það kemur fyrir; á því byggja ])eir menn, sem reyna í lengstu lög að halda börnum frá hælum og' föstum uppeldisstofnunum; og hvert gott hæli stefnir að ])vi, aö geta sem fyrst slept barninu út i sjálft lífiö. til ])ess að veröa ])ar að manni. (Meira). Skrifleg próf. Alllangt er síðan vakiö var máls á ])ví 'hjer á landi, að taka skyldi upp skrifleg próf í barnaskólum um alt land. Það virö- ist sem það mál hafi átt formælendur fáa, ])ví að ennþá stönd- um við svo að segja í sömu sporum í því efni. Sambandsþing isl. l)arnakennara hefir oft rætt mál þ’étta, en litlu eða engu komið til leiðar,. Nú er ný fræðslumálastjórn tekin viö, og má nú miklu frekar vænta þess en áður, að þessu máli verði gaum- ur gefinn.

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.