Menntamál - 01.08.1927, Blaðsíða 13

Menntamál - 01.08.1927, Blaðsíða 13
MENTAMAL joy Varla veröur nm þaö deilt, að gömlu niunnlegu prófin eru næsta ófullkomin. Ef barn, sem prófað er, hittir á ljett efni til úrlausnar, og leysir ]tað þess vegna vel, þá hlýtur það góða einkunn. En þá er þess ekki gætt, hvernig þekking ]jess er í ö 11 u þvi lesna. hversu m i k i ð það hefir lesið, og hvérsu gamalt barnið er. Þótt barnið viti mikið um Ingólf og Nauðsyn skriflegra prófa. Margir kennarar hafa tekiö upp skrifleg próf að eihhverju leyti, en þau eru oft sitt með hverj- um hætti, og þessvegna ekki sambærileg. En það á að vera takmörk skriflegra prófa að mæla rjett og mæla a 1 1 a. Það má reyndar lengi um það deila, hvori mælt sje rjett. Til þess þarf fullkomlega rjettan mælikvarða, en við eigum aðeins völ á ófullkomnum mönnum, til þess að búa hann til. En væri sá mælikvarði búinn til af hæfustu mönnum okk- ar og síðan notaður um alt land, þá má búast við rjettari og sámbærilegri mælingum, en þegar sinn kennarinn og prófdóm- arinn í hverjum stað prófar og dæmir eftir sínu höfði'. Hjörleif og eigi ]jar ágætiseinkunn, þá er það ekki rjettur vitnisburður ]jess í sögu, ef það veit ekkert um Jón Sigurðs- son en hefir lesið hvorttveggja. Barn, sem lesið hefir aðeins um íslenzku húsdýrin í náttúrufræði, á ekki sama vitnisburð og hitt, sem lesið hefir um alla dýraflokkana, ]>ótt lausn beggja á prófi sje jafngóð í því, sem lesið var. Fjórtán ára barn á ekki jafnháa einkunn og tíu ára barn, þótt bæði hefðu numið jafnmikið og jafnvel. Þetta verður alt aö koma til greina við próf. Námsbækur og áætlun. Ef taka skal til greina þessi þrjú atriði: Þekking, lestur og aldur, þá verður handhægast að fyrirskipa sömu námsbækur um a l’t 1 a n d, og* jafn- vel að ákveða, hvað skuli lesið í hverri námsgrein hvert skóla- ár, miðað við aldur barna. Margir ókostir fylg'ja því, hversu mismunandi bækur eru notaðar. Þegar kennaraskifti verða við skóla, vill síðari kenn- arinn oft nota aðrar bækur en hinn fyrri. Þetta getur verið gott, ef skift er um til bóta, eti ekki er víst að svo sje alt-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.