Menntamál - 01.08.1927, Blaðsíða 15

Menntamál - 01.08.1927, Blaðsíða 15
börnum emkunnir nokkrum sinnum, eöa mánáSarlega á vetri. Þessar einkunnagjafir mættu þá liverfa. Þær geta varla haft aöra þýSingu en þá, aS vera leiSbeining foreldrum og börn- um um framfarir barnanna. En kennurum er innan handar aS fara ])ar aSrar heppilegri leiSir. b'.inkunnir þessar eru oft af handa hófi, sem viS er aS búast, einkum i stórum slcólum. Auk þess eru þær aö hálfu prófeinkunnir barnanna aS vor- inu, en þaS er rangt, aS svo sje. Sje vorprófiS nákvæmt, valda þær ónákvæmni. Barn, sem tekiS hefir miklum framförum, fær þess vegna of lága prófeinkunn. Vorprófin eiga aS sýna, hvernig börnin e r u, en ekki hvernig þau h a f a v e r i 5 einhverntíma áSur. 2. Engin nauSsyn er á þvi, aö prófa börn i skrift eftir for- skriftarbókum eða sjerstakri „prófskrift“, heldur skyldi dæma alla skrift þeirra, er þau leysa af hendi viS hvert próf. Þá er þaö útilokaS, aS börn vandi prófskriftina sína, en skrifi svo illa venjulega. Sá ætti líka betri skriftareinkunn, sem skrif- aSi venjulega vel, þótt prófskriftin væri Ijót, en hinn, sem skrifaSi aldrei vel, nema þegar hann væri aS vinna sjer inn góSa einkunn. ÞaS er heldur ekki lofsvert, þótt barn eigi fagra forskriftarbók, en mjög ljóta stilabók. 3. Flestir rnunu kenna kristin fræSi nokkuS meö öSrum hætti en aSrar greinar. Yfir þeim er meiri helgi og meiri á- herzla lögS á siSgæSisfræSslu þeirra en hina sögulegu. PrófiS skyldi vera meS líkum hætti og kenslan, eSa munnulegt, likt og veriS liefir. Hver saga eSa grein biblíunnar, er barniS hlyti á prófi, skykli njóta sín svo, sem kennara og nemanda væri unt, svo aS prófiö yröi fagurt og áhrifamikiö. Auk þess mætti kynnast hinni sögulegu þekkingu barnsins nokkuS meS fáeinum spurningum á víS og dreif, og draga meS því úr óákvæmni vitnisburSarins. VitnisburS væri rjett aS gefa meS oröum, en ekki tölum, og kærni ekki til greina viS aSaleinkunn. 4. Allir barnaskólar ættu aS gefa yfirstjórn fræSslumál- anna nákvæmari skýrslu um skólahaldiS, en nú er. Þar væri ])ess getiS m. a., hversu rnikiS hver flokkur barnanna hefSi

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.