Menntamál - 01.08.1935, Síða 48

Menntamál - 01.08.1935, Síða 48
126 MliN'NTAMÁL Mun hver einasti kennari þekkja eitthvað til þessa úr daglegu skólalífi. Þess skal getið, að vandræði barns á vissu stigi getur lagast í hópi góðra barna. Nú eru til hæli á landi hér fyrir ýmsa aðra en vandræðabörnin, sem hér eru gerð að umtalsefni. Helgi Iljörvar segir i nefndri ræðu: „Það þarf að koma upp hér í Reykjavik heimavistarskóla fyrir þau börn, sem fást ekki til að sækja skóla reglulega." Bót væri að þvílíkum skóla. En ekki hefir þessi hug- mynd enn verið framkvæmd. Þá er þess að gæta, að þetta er aðeins ein tegund vandræða- barna. Nú hefir breytzt til hins lakara, síðan Helgi Hjörvar lagði þetta til málanna. Þótt lieimavistarskóli yrði byggður í Reykjavík fyrir börn, sem fást ekki til að sækja skóla, þá er nú þegar fyllsta þörf á hæli, skólaheimili eða vinnuskóla fyrir miklu meiri vand- ræðabörn en þau. Sú uppeldisstoínun, sem reisa þarf, ætti að standa á góðum staði uppi í sveit. — Hvað á nú að gera við vandræðabörnin? Það á að taka þau úr almennu skólunum, óðara en þau gera vart við sig. Og það á að liafa þau sér í skólum, á skólaheim- ilum eða hælum, þangað til þau lagast. Þessi börn, ekki síður en önnur börn, þurfa hæfilegt námsefni, og öll umgengni á að vera sniðin eftir þeirri þörf. Og þyrftu forráðamenn stofnunar- innar að hafa það hugfast, sem velgerðamenn vandræðabarnanna stefna að, og Helgi Hjörvar drepur á i nefndri grein, að fyrir þeim vaki, sem telja liælin nauðsynleg, sem sé „að betra ung- lingana með vinnu, reglusemi og trausti á sjálfum þeim, og að kenna þeim eilthvert það starf, sem þeir geta lagt fyrir sig i lifinu“. Menn verða að skilja það, að verið er að reyna að hjálpa börnunum. Brjóstgóðir menn álíta, að börnin séu of mjög særð með þvi að taka þau út úr fjöldanum. En hjá því verður ekki komizt. Eigi að bjarga börnunum, verð- ur að skilja þau úr hópi hinna, af því að þau eiga ekki samleið með almennum börnum. Mörgum þessara vangæfu barna er þann veg farið, að þeim hentar betur ýmis handavinna en bóklegt nám. Þetta hafa aðrar þjóðir séð fyrir löngu. Og þær hafa Iiætt út vandræðunum hjá sér. Þær hafa komið sér upp hælum fyrir börn, unglinga og ungmenni á ýmsu stigi vanþroska og vöntunar. Hverjir eiga að koma hér á fót hæli, skólaheimili eða vinnu- skóla fyrir vandræðabörn, það er vangæf börn eða vanþroskuð? Rikinu er skyldast að gera það. En hefðu einstakir menn löng-

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.