Menntamál


Menntamál - 01.12.1937, Blaðsíða 44

Menntamál - 01.12.1937, Blaðsíða 44
202 MENNTAMÁL Kennarasambandið franska gekkst að vísu fyrir uppeld- ismálaþinginu og liafði að baki sér ríkisstjórn Frakklands, en eigi að siður liygg ég, að án Alþjóðabandalags kennara hefði uppeldismálaþingið aldrei verið lialdið, a. m. k. ekki með þeim hætti sem það var, enda hafa sömu menn- irnir aðalframkvæmdir á hendi á báðum stöðum. Louis Duraas og þó einkum G. Lapierre höfðu aðalstjórn á und- irbúningi uppeldismálaþingsins, og höfuðtilgangur þessa slórfenglega þings var samhljóða stefnu Alþjóðabandalags kennara: Að auka kynni og starfsemi kennara um öli lönd lil eflingar friði og lýðræði og til útbreiðslu þekkingar á uppeldis- og fræðslumálum. Þingið var sett með mikilli viðhöfn árdegis föstud. 23. júlí í Maison de la Mutualité. Við setningarathöfnina skip- aði Lcon Blum forsæti, en ræður fluttu auk hans kennslumálaráðherrann Jean Zay, og forseti kennarasam- bandsins franska, André Delmas. Delbos utanrikisráðherra var einnig viðstaddur. Á undan og á milli ræðuhalda sungu fjölmennir söngflokkar eða einsöngvarar, en stund- um léku hjómsveitir. Var til alls þessa mjög vandað. Jean Zay kennslumálaráðherra er ungur maður, dökk- liærður, meðalmaður á liæð, þreklegur og festulegur. Hann er með afbrigðum vinsæll meðal frönsku kennarasléttar- innar og kallaður vinur kennaranna. Hann talaði um hinar margvíslegu framfarir í skólamálum, sem orðið hafi í stjórnartið alþýðufylkingarinnar. Gagnstætt því, sem venja er um franska ræðumenn, flutti hann ræðu sína kyrlátlega og án þess að Iireyfa hönd eða fót. Um 3000 manns voru þarna saman komnir, þ. á. m. vorum við 11 íslendingar, en sá 12., sem þingið sótti, var lasinn. Þegar menn höfðu setið í rúmlega 2 klukkustundir, stóð Blum á fætur til að tala. Ætlaði nú allt vitlaust að verða i fagn- aðarlátum. Fór því svo fjarri að menn létu sér nægja að klappa, heldur var einnig sparkað og æpt sem mest mátti verða, og frá myndavélunum blossaði og small í liverju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.