Menntamál - 01.09.1941, Blaðsíða 41

Menntamál - 01.09.1941, Blaðsíða 41
MENNTAMÁL 87 tóbak eða vín. Þetta skapar sterkan vilja og manndóm. Sá, sem dag- lega er þannig herra umhverfis síns, mun styrkur reynast, þegar þrautir og mótlæti steðja að. í honum hefur opnazt uppspretta innri kraftar. Mannkynið þarf að þroskast gegn um sjálfsagann. Hjá Platon fengu ungir menn að rökræða stjórnarfarsleg og siðgæðis vandamál, bæði í sínum hópi, en einnig með þátttöku hinna eldri. Á 12. öld ferðuðust menn hundrað mílur, til þess að nálgast pistil frá Abélard. — En æska vorra tíma hópast í örvita æði á heimskulegar kvikmyndir, eða leitar stundarhugsvölunar með því að skrúfa frá útvarpstæki. Slík handhæg stundarfylling lamar ungdóminn, það er sóað hinum dýrustu verð- mætum uppvaxtaráranna, foreldrar verða vanmáttugir gagnvart börn- unum og andleg ólyfjan læsist um þjóðfélögin. Andleg heilbrigði og framtíð kynslóðanna stendur á barmi glötunarinnar, meðan því vindur fram sem nú horfir, að hin sýrðu, stjórnarfarslegu sjónarmið ráði hugum og gerðum fólksins. Fullorðið fólk á oft erfitt með að breyta venjum sínum. Vér verðum því að byggja alla vonarglætu vora á börnunUm og hinum ófæddu kynslóðum, segir Carrel. Á þeirra eiginleikum og þeirra ákvörðunum veltur framtíðin. í uppeldinu fellur ábyrgðin fyrst og fremst á for- eldrana. Þessi ábyrgð verður aldrei færð yfir á aðra. Eyðilögð börn er óhamingja Ameríku. Hvergi nokkurs staðar í víðri veröld eru börn jafn skemmd af foreldrum, sem hafa vanrækt að láta afkomendur sína kynnast blessun starfsins og vinnunnar. Og æska vorra tíma svarar með vanþakklæti fyrir öll þau gæði og lystisemdir, sem henni hafa fallið í skaut. Svensk Larartidning. Póstsamgöngur eru strjálar frá Svíþjóð á þessum ófriðartímum. Þannig bárust Menntamálum 14. júní blöð af Svensk Lárartidning frá 1. marz s. 1. Engin nýrri blöð frá Svíþjóð eru fyrir hendi. Miljón krónur. Sænsk skólabörn söfnuðu nálega einni milljón króna á síðastliðnum vetri til hjálpar Finnum, meðan þeir áttu í styrjöld við Rússa. Svíar virðast ekki láta styrjöldina trufla starfsemi skólanna. Undirbúa þeir ferðalög skólabarna líkt og undanfarið.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.