Menntamál - 01.09.1941, Page 46

Menntamál - 01.09.1941, Page 46
92 MENNTAMÁL Umsækjendur um skólastjórastöðuna við Miðbæjarskólann i Reykjavík voru þesslr menn: Aðalsteinn Sigmundsson, Ármann Halldórsson, Árni Þórðarson, Bjarni M. Jónsson, Gísli Jónasson, Hannes M. Þórðarson, Pálmi Jósefsson, Sigurvin Einarsson, Steinþór Guðmundsson. Skólanefnd Miðbæjarskólans skipa: Steingr. Guðmundsson, prent- smiðjustjóri, formaður, frú Guðrún Pétursdóttir, séra Ingimar Jónsson. Meirihluti skólanefndar, Steingrímur og Ingimar, mælti með þremur umsækjendum í þessari röð: 1. Pálmi, 2. Ármann, 3. Gisli. En minni- hlutinn, frú Guðrún Pétursdóttir, mælti með Gísla sem fyrsta manni. Præðslumálastjóri mælti með Ármanni, og kennslumálaráðherra skip- aði hann í stöðuna um mánaðamótin júní—júlí. — Ekki skal af hálfu Menntamála vera tekið illa á móti Ármanni í stöðu þessa, en þó skal á það bent, að Ármann var eini umsækjandinn, sem var utan stétt- arinnar. Ríkisútgáfa námsbóka. Kosning í stjórn útgáfunnar hefir nú farið fram. Er stjórnin endur- kjörin til næstu fjögurra ára. Kennarar innan S. í. B. kusu Guðjón Guðjónsson, varamaður Aðalsteinn Sigmundsson, Félag gagnfræða- skóla- og héraðsskólakennara kaus Jónas Jónsson, varamaður Kristinn Stefánsson. Vilmundur Jónsson er skipaður af hálfu rikisstjórnarinnar. Námsstjórar. í fjárlögum fyrir 1942 eru veittar 20 þúsund krónur til námseftirlits í kauptúnum og sveitum landsins. Mun eiga að ráða tvo menn til eftirlits þessa, annan yfir Norður- og Austurland, hinn yfir Vestur- og Suðurland. Kennarastéttin verður að fylgja þvi fast fram, að starf þetta verði tekið upp til frambúðar, en ekki hætt í miðjum kliðum, eins og hér á árunum. Ritstjóri Menntamála hefir frétt, eftir góðum helm- ildum, að stöður þessar verði ekki auglýstar til umsóknar, heldur verði ákveðnir menn beðnir að taka þær. Sé hér um framtiðarstarf að ræða, virðist i þessu gengið fram hjá öllum viðurkenndum reglum um ráðn-

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.