Menntamál - 01.12.1942, Blaðsíða 34
96
MENNTAMÁL
minnkandi orðaforði barna og unglinga á skólaaldri. —
Röng notkun þágufalls í ýmsum orðasamböndum hefir
nokkuð lengi verið landlæg í ýmsum héruðum landsins, og
hefir þar hvert hérað átt sína röngu þágufallsmynd, en
nú er svo að sjá sem þessi leiða málvilla fari sem farsótt
um landið, en þó mun hún ennþá meir bundin við sjávar-
þorp en sveitir. Kennararnir standa ráðþrota, því að hér
duga engar málfræðireglur, sem skiljanlegar eru börnum
og lítt þroska ungmennum. Og það, er reynsla mín, að ef
barnið hefir ekki málsmekk eða eyra fyrir réttu og röngu
í þessu efni, og ef ekki tekst að skapa þann smekk í skóla
eða á heimili, þá virðist örvænt um að ráða bót á þessari
málvillu, en sú er þó trú mín að lestur fornbókmennta og
yfirleitt lestur góðra bóka, sé sterkasta sókn og vörn í
þessu máli, en að því kem ég betur síðar. En um útbreiðslu
þessarar leiðu málvillu vil ég segja eitt dæmi.
Fyrir skömmu kom út barnabókin „Örkin hans Nóa“. —
Kennari, sem kenndi íslenzku í efsta bekk barnaskóla fékk
bókina í hendur og tók eftir því, að fyrir neðan eina mynd-
ina í bókinni stóð þessi setning: „Úlfaldanum langar til
að drekka“. Þessi málvilla hafði einhvern veginn smogið í
gegnum greipar þeirra, er prófarkir lásu, og bendir það
óneitanlega á, að smekkur og næmi sé farið að sljófgast
hjá fleirum en börnunum í þessu efni. — Kennarinn skrif-
aði setninguna upp á töfluna og sagði börnunum að þessi
setning stæði undir einni myndinni í bókinni, og bað þau
að segja sér, hvort nokkuð væri athugavert við hana.
Lengi þögðu börnin, en að lokum sögðu tvö til þrjú þau
greindustu, að þau héldu að þarna ætti að standa: „Úlf-
aldann langaði til að drekka“, en önnur héldu að setningin
væri alveg rétt, kennarinn væri aðeins að leika á þau.
En þótt þessi beygingarvilla sé skaðleg íslenzku máli og
þrautleiðinleg fyrir þá, sem óspilltan málsmekk hafa í
þessu efni, þá tel ég þó, að með minnkandi orðaforða ung-
menna sé þó ennþá meiri vá fyrir dyrum. Og þar þarf að