Menntamál - 01.03.1944, Side 13
MENNTAMÁL
59
fótgang-andi, svo að sem fæstir nemendur þyrftu á bíln-
um að halda. Á það ber og að líta, að börn þurfi sem
skemmst að bíða í skólanum meðan verið er að sækja
bekkjarsystkini þeirra. Með það eitt fyrir augum væri
heppilegt, að skólinn væri sem næst öðrum enda skóla-
brautarinnar. En sé börnum úr nokkrum hluta skóla-
hverfisins (t. d. einum hreppi) ætlað að sækja skólann
annan daginn, en úr öðrum hluta þess hinn daginn, þyrfti
skólinn að vera sem næst mörkum þessara tveggja skóla-
sókna. Fleira mætti benda á í sambandi við val skóla-
staða, en ekki skal þó farið um það fleiri orðum, því að
staðhættir verða að ráða þar mestu um í hverju skóla-
hverfi.
Skólabílar mundu koma fleirum að góðu gagni en skóla-
börnum einum. Verður hér vegna rúmleysis að láta nægja
að drepa á það helzta í því efni.
Ungmennafræðslan gæti haft mikið gagn af skólabíl-
unum. Síðdegisskóli þyrfti ekki að kosta nema eina auka-
ferð. Unglingarnir kæmu þá með sömu ferð og börnin
væru flutt heim. Á vissum stöðum mætti sameina skóla-
hverfi um ungmennaskóla (miðskóla), enda þótt hvert
þeirra væri sér um barnaskóla.
Reglubundnar ferðir innan sveitar kæmu vafalaust
fleirum að góðu liði en skólanemendum einum, sérstak-
lega ef bílarnir væru svo rúmgóðir, að þeir gætu tekið
fleiri farþega en nemendurna. Mundi það koma mörgum
vel, að geta brugðð sér bæjarleið með skólabílnum eða
jafnvel komizt í búð. Bílar þessir yrðu þá jafnframt stræt-
isvagnar sveitarinnar. Bændur þyrftu þá ekki að sárbiðja
mjólkurbílstjórana um að leyfa sér að sitja ofan á brús-
unum í trássi við landslög og sóma stéttar sinnar.
En auk hinna reglubundnu skólaferða væri að minnsta
kosti sums staðar hægt að grípa til þessr.ra bíla skólun-
um að bagalausu til mannflutninga á fundi, skemmtanir
og kirkjulegar samkomur, og til fleiri félagslegra þarfa.