Menntamál - 01.03.1944, Qupperneq 16
62
MENNTAMÁL
eftir atvikum. Sums staðar mætti og vafalaust fá menn
til að annast skólaferðirnar í ákvæðisvinnu.
Nú er þess einnig að gæta, að bíllinn mundi lækka
reksturskostnað skólanna á öðrum sviðum. Heildai'kostn-
aður yrði víðast hvar engu hærri vegna bílsins, ef hann
yrði það þá nokkurs staðar, en sums staðar mundi kostn-
aður lækka til mikilla muna. Sameining litlu skólanna
mundi stórum lækka reksturskostnaðinn, eins og áður
er vikið að og liggur í augum uppi. Heimavistarskóli er
og mun dýrari í rekstri en álíka stór heimangönguskóli.
Heimavistin þarf vitanlega sitt starfsfólk, og vegna þess,
að daglegur vinnutími kennara er þar lengri, fá þeir að
sjálfsögðu meira kaup. Það, sem hér sparaðist í reksturs-
kostnaði, kæmi báðum til góða, hreppssjóði og ríkissjóði.
Stæði ríkið sig því vel við að greiða einhvern hluta af
reksturskostnaði bílsins. Virðist þá heppilegt að miða
þær greiðslur að öðru jöfnu við vegalengdir, kílómetra,
sem bíllinn þyrfti að fara vegna nemendaflutninga. Auka-
ferðum yrði ekki ruglað saman við skólakostnaðinn, og
hreppsbúar nytu hagsýni sinnar við rekstur bílsins.
Skólabörn fengju að sjálfsögðu ókeypis far í skóla og
úr. Mundu þó margir foreldrar ekki telja eftir að greiða
eitthvað fyrir það, a. m. k. fyrst í stað. Aukafarþegum
yrði aftur á móti að selja farið sanngjörnu verði. Létti
það nokkuð kostnaðinn. Aukaferðir vegna mannfunda og
annarra félagslegra þarfa mundu víða gefa góðan hagnað,
þótt þær væru seldar með sanngjörnu verði. Þá er ekki
óliklegt að hafa mætti talsvert upp úr bílnum þann tíma,
sem skólinn starfar ekki, og ætti þá skólabílstjórinn að
sitja fyrir þeirri vinnu.
Kostnaðurinn verður ekki þrándur í götu skólabílanna,
heldur vetrarsnjór, vegleysur og staðhættir. Það er ekki
heldur meining mín, að heimangönguskóli, sem hefði bíl
til afnota, gæti alls staðar komið í stað heimavistarskóla,
þótt hann gæti það sums staðar. Rétt er og að taka það